Jæja, þá er helgin búin. Aftur kominn mánudagur. Þetta líður svo hratt maður! Það var nú meira veðrið á d-föstudaginn maður! Eftir vinnu fór ég beint niður á Kristu hárgreiðslustofu. Þar vorum við Eva Ruza, Regína og Sjöfn í casting fyrir hársýningu sem verður á NASA næsta föstudag. Við munum allar taka þátt í henni. Þetta var náttúrulega bara klíkuskapur....Systa....
Alla vega, þá voru teknar myndir af okkur þarna og þetta var allt mjög vandræðalegt. Myndirnar 2 sem voru teknar af mér er þær verstu sem ég hef séð á allri minni æfi!!! Það skiptir kannski ekki svo miklu máli...þetta er nú bara fyndið eiginlega.
Eftir þetta Kristu stúss fór ég svo í boð til hennar Gerðar (fyrverandi bossinn í Perlunni) Þar hitti ég allar Perlu-stelppurnar og það var rosa gaman.... en fórnaði um leið því að horfa á Idol!
Eftir boðið var að komast heim.... og þá var veðrið orðið fáránlega vont! Í fyrsta lagi þá þurfti ég að láta bílinn ganga í svona ca. 15 mín áður en ég fór af stað, því að bensíngjöfin var frosin. Svo tók það mig heila eilífð að komast heim! Maður bara sá ekki meira en 2 metra fram fyrir sig.
Á laugardaginn lá ég svo bara í leti þangað til ég fór í Sporthúsið, en þegar ég kom heim var mér svo ofsallega flökurt. Ég fór samt til Auðar Óskar og tók nokkur létt spor.... en en eftir smá dans snérist maginn í hringi og ég fór bara að lúlla. Ég fékk reyndar ekki mikinn svefnfrið fyrir hávaða í maganum mínum og vaknaði bara kl. 9:15 á sunnudegi.
Ég fékk svo kaupsýki og lagði það á mig að labba í Smáralindina. ég náði að eyða slatta af $$ þar. Keypti mér gallabuxur, bol, peysu og hárband. Sem betur fer þurftið ég ekki að labba heim, heldur gat ég snýkt far hjá henni Ásgerði. Í gærkvöldi fór ég svo á Love actually með Ásu og Sjöfn. Vá hvað það var falleg falleg falleg mynd! Ég hlakka til að sjá hana aftur!
See ya later!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli