Aðeins handboltaáhugafólk lesi þessa grein!
Já það fór ekki vel fyrir Íslenska landsliðinu í gær. En þetta var alveg geysi spennandi leikur framan af. Alveg eins og leikir eiga að vera. Gummi var að standa sig í markinu framan af en svo náði hann sér ekki alveg á strik í seinni hálfleik. Guðjón
Valur var gerði nokkrar gloríur í byrjun leiksins, klúðraði 3 dauða færum... en náði að bæta fyrir það seinna í leiknum. Það var eins og þeri gæfust upp í lokin, enda mjög erfitt að missa 3 menn út af. Mér fannst samt að Snorri hafi verið sá sem hélt haus og hélt áfram að berjast. Þeir voru svona í heildina annars að spila vel...það er erfitt að mæta svona sterku liði á heimavelli. Mikil handboltahefð er á þessu svæði og mikil pressa á Slóvenska liðinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli