fimmtudagur, september 29, 2005

Við erum komin með internet!
Það er ekkert smá gaman að vera loksins komin í samband við umheiminn.
Ég hef víst verið klukkuð tvisvar... ég er svona rétta að ná þessum eltingaleik... hér koma 5 atriði um mig:


1)Ég hugsa á alls konar tungumálum. Stundum hugsa ég á ensku, stundum á dönsku, yfirleitt þó á íslensku. Spænskan poppar líka stundum upp í huga mér.
Mér verður það líka stundum á að segja eithvað á röngu tungumáli. Nota allt í einu eithvað danskt orð inn í setningu á íslensku. Þetta er nú kannski ekkert svo skrítið því að ég nota mörg tungumál. Ég vakna á morgnanna og tala við Rafnar í Íslensku, fer í skólann og tala á ensku, tala við fólkið í frímínútum á dönsksænskensku... mjög sérstakt tungumál..Þau tala við mig á sænsku og ég svara svo til baka á þessu tungumálli sem ég hef þróað.... og svo hitti ég eða tala við Anne Marie, eða fer í búð eða tala við einvherja af dösnku vinum mínum.. þá tala ég dönsku.


2)Ég er stundum hrædd við að kíkja á heimabankann minn. Ég veit ekki hvort að það séu fleiri sem kannast við þetta, en þegar maður veit að það lítur ekki allt of vel þar, þá er maður hálf smeikur við að fá að vita sannleikann.


3)Mér finnst vanillulykt góð. Ég er alltaf með vanillukerti hema hjá mér. Ég bý rétt hjá IKEA og það er ekki langt að fara til að fá góð vanillukerti á góðu verði.


4)Ég hef ekkert sérstaklega gaman af ævintýrum. Ég hef alltaf verið rosalega raunsæ manneskja. Meira að segja þegar ég var lítil. Mér fannst ekkert sérstaklega gaman að lesa ævintýrabækur. Ég hef ekki lesið neina Harry Potter bók og ég hef ekki einu sinni áhuga á því. Já ég veit Malla... shocking!

5)Ég held upp á mjög sérstaka hluti. Ég er tiltölulega nýbúin að fá mér nýjan kodda. En ég held að ég hafi verið 4 ára þegar ég fékk koddann sem ég notaði þangað til. Það er valla hægt að kalla þetta kodda... þetta er kannski meira eins og svæfill.
Annað sem hefur fylgt mér í mörg mörg ár er lítill fílsungi. Afi minn gaf mér einu sinni ljósakrónu, í ljósakrónunni hékk bangsafílamamma og lítill bangsafílsungi. Ég hef þvælst út um allt með þetta lilta dýr. Aldrei verið manneskjan sem sefur með bangsa eða eithvað slíkt, en litli fíllinn hefur bara alltaf fylgt mér samt sem áður. Nú situr hann hérna á skrifborðinu hjá mér.

Þetta voru nú svona 5 ómerkileg atriði um mig.
Annars er allt gott að frétta af mér. Ég hef vægast sagt haft nóg að gera undanfarið í skólanum. Af er sem áður var... no mercy, það eru bara 100 bls. í það minnsta á dag plýs ritgerðarsmíð svo að það er ekki mikill tími til að leika. Svo les maður síðuna hjá Guðrúnu og þær eru alltaf að leika og gera eithvað skemmtó. Ég kvarta samt ekki, því að þetta er alveg ljómandi skemmtilegt og ég nýt þess frekar en hitt að hafa nóg að gera.
Ég var reyndar að koma úr matarboði í Svðíþjóð. Hún Mimmi, úr skólanum mínum, vildi endilega að ég fengi að smakka alvöru sænskar kjötbollur svo hún hélt kjötbolluboð fyrir mig og nokkra aðra úr skólanum. Kvöldmaturinn minn var s.s. Sænskar kjötbollur, kartöflumús, rjómasósa og sulta. Alveg ágætismatur... ekkert mikið öðruvísi en matur sem maður fær heima á Íslandi. Það er nú bara ekkert smá hvað þessir
Svíar í kring um mig tala mikið um kjötbollur.
Ég er búin að vera hálfslöpp undanfarið. Fór á Aarsfest hjá RUC á föstudaginn.... þetta er svona 8000 manna partí sem er mestan part úti, eða í tjöldum og daginn eftir varð ég bara hálflasin. En ég er nú alveg öll að koma til.
Nú ætla ég að vera duglega að láta ykkur vita af mér. Mig langar til að breyta aðeins til hérna... einhvern tíman þegar ég er ekki alveg að kafna úr lestri. Klipp og stríp á morgun á Street Cut.. get ekki beðið.
Segi ykkur frá því á morgun.
Farvel

P.S. KLUKK ERNA BERGÞÓRA !

föstudagur, september 23, 2005

Ég er á lífi... ég er bara ekki enn komin med internet, hversu haegt getur tetta gengid. Svo eru tölvurnar hérna í skólanum ógedslega pirrandi. Tholinmaedin trautir vinnur allar.... ég verd sko ordinn meistari í tholinmaedi eftir tetta ár. Altaf ad ferdast í og úr skólai 4 tíma hvern dag sem ég fer í skólann... thurfa ad meika slow tölvur, ömurlega thjónustu hjá símafyrirtaekjum... já já, ég er tholinmód. En bara svo ad thid netnördar allir vitid thá fer ég reglulega blgghring, thó svo ad ég hafi ekki tíma til ad kommenta.... Enn og aftur aetla ég ad skrifa ad ég voni nú ad ég fari ad fá netid brádum.... ég fer ad hljóma eins og Cato... sem lauk öllum raerdum sínum med "Auk thess legg ég til að Karthagó verdi lögd í eydi!"
Verd ad fara í tíma

miðvikudagur, september 14, 2005

Ég sit hérna á kaffihúsi á Gothesgade, café Mojo. við erum ekki ennþá komin með internet svo að maður verður bara að redda sér svona. Það er nú bara nokkuð huggulegt samt að sitja hérna og vera á netinu.
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Skandínavíu... ég kem svo víða við núna, er bara næstum því búin að leggja undir mig Skandínavíu. Skólinn er bara mjög fínn. Allt öðruvísi en Hróaskelda, en það eru alveg svakalega fínir kennarar. Ég held að við séum eithvað um 50 eða 60 í bekknum svo að að eru ekki svo margir. Kennararnir hafa flestir verið með í því að stofna þetta prógram og er því mjög ant um þetta og maður finnur á þeim að þeir reyna að gera allt fyrir okkur, vinna rosalega mikið með okkur. Þeir ná einhvern veginn að keyra upp metnaðinn hjá öllum, veit ekki alveg hvort að þið skiljið hvað ég á við. en auðvitað eru þarna nokkrir í hópnum sem ég er búin að pikka út sem eru bara í skólanum til að fá VISA, það er gott að búa í Svíþjóð, en þeir eru ekkert svo áhugasamir að læra mikið. Maður passar sig bara að vinna ekki verkefni með þeim. Ég kynntist norskri stelpu fyrsta daginn, henni Pernille og við erum búnar að ákveða að vinna saman verkefni alla önnina. Það var partí í skólanum í síðustu viku, þá hitti 2 Íslendinga, hana Þórhildi frá Akureyri og Smára frá Vestmannaeyjum, þau eru bæði í skiptinámi. Það eru nú alveg örugglega fleiri Íslendingar þarna, þetta er svo stór skóli, ég held að það séu 20.000 manns í honum.
Ég hef nú kannski ekki átt mikið líf fyrir utan skólann hingað til, það á allavega hug minn allan. Mér finnst þetta spennandi. Ég á mér samt sem áður eithvað líf fyrir utan skólann. Við Rafnar vorum að byrja í badminton með Tinnu og félögum, ég er nú alveg skítléleg, alla vega núna... en ég verð nú ekki lengi að pikka upp taktana.
Síðasta helgi var nú bara ansi fjörug hjá okkur. Vinir hans Rafnars komu frá Svíþjóð, Helgi, Halli, Helga og fleiri og við í Christaniu og svo fórum við alveg heill hópur út að borða á Jensens. Það var mjög huggulegt. Röltum svo eithvað um bæinn og settumst inn á Hvids vinstue. Halli og Helga gistu svo hjá okkur og Viðar og Helgi komu svo í morgunmat til okkar sem stóð örugglega í 3 -4 tíma... Þetta var bara alveg ljómandi góð helgi, ég vil bara segja takk fyrir.. ef einhver af ykkur les þetta.
Nú er styttist bara í það að ég fái nýjan nágranna.... svo vill svo til að þessi nýji granni á sama afmælisdag og ég... það er eithvað með okkur... eins og við höfum konnektað svona á fæðingadeildinni. Það verður rosa stuð að fá Guðrúnu Öspina hingað. Hlakka til að sjá þig gera alls konar skemmtilegt social með þér og Tinnu,,,, þið verðið að hafa "herfuna" með ( Tinna ;) hehe )
Jæja, ætli ég fari ekki að ljúka þessu í bili... Ég vona að ég fái bráðum internet heima... þá get ég breytt lúkkinu á síðunni... og nenni þá kannski að bæti við tenglum... ég er með helling af nýjum tenglum í handraðanum.
Alla vega verið dugleg að kommenta, ég verð kannski þá dugleg að fara á kaffihús að blogga....
Hej då

mánudagur, september 05, 2005

Halló!
Ég er ad fara ad byrja ad skrifa hérna aftur. Tetta er nú bara svona upphitunarblogg. Ég er ekki komin med internet heima, en tad stendur til bóta í lok vikunnar. Allt komid á fullt í skólanum. Hellingur ad lesa og hellingur ad laera! Tad er nú bara af hinu góda. Ég er búin ad kynnast alveg frábaeru fólki hérna, jafnvel thó ad okur gefist ekki mikill tími í tad. Tad verdur svo partí á fimmtudaginn... thá gefst manni faeri á ad kynnast fleirum.
Vid erum svona nokkurn vegin búin ad koma okkur fyrir í íbúdinni. Sverrir fraendi minn flutti inn í gaer. Búum í tvílíku gamalmenna hverfi, eins og ég lýsti tessu svo skemmtilega fyrir fólki um helgina... Í stadin fyrir ad tad séu barnavagnar nidri í forstofunni, tá eru göngugrindur:) Vid heyrum fuglasöng inn um gluggan hjá okkur, okkur er meira ad segja farid ad bregda ef vid sjáum bíl keyra hradar en á 40. Ég verd víst ad hafa tetta stutt í tetta skipti, en ég mun skrifa aftur mjög brádlega. Thotin í tíma.
Halló!
Ég er ad fara ad byrja ad skrifa hérna aftur. Tetta er nú bara svona upphitunarblogg. Ég er ekki komin med internet heima, en tad stendur til bóta í lok vikunnar. Allt komid á fullt í skólanum. Hellingur ad lesa og hellingur ad laera! Tad er nú bara af hinu góda. Ég er búin ad kynnast alveg frábaeru fólki hérna, jafnvel thó ad okur gefist ekki mikill tími í tad. Tad verdur svo partí á fimmtudaginn... thá gefst manni faeri á ad kynnast fleirum.
Vid erum svona nokkurn vegin búin ad koma okkur fyrir í íbúdinni. Sverrir fraendi minn flutti inn í gaer. Búum í tvílíku gamalmenna hverfi, eins og ég lýsti tessu svo skemmtilega fyrir fólki um helgina... Í stadin fyrir ad tad séu barnavagnar nidri í forstofunni, tá eru göngugrindur:) Vid heyrum fuglasöng inn um gluggan hjá okkur, okkur er meira ad segja farid ad bregda ef vid sjáum bíl keyra hradar en á 40. Ég verd víst ad hafa tetta stutt í tetta skipti, en ég mun skrifa aftur mjög brádlega. Thotin í tíma.