föstudagur, apríl 30, 2004

Tékkið á page 6 í New York Post! eða á síðuna hennar Kötu!!!

þriðjudagur, apríl 27, 2004

ÉG HLAKKA SVO TIL...
Maður verður alltaf að hafa eithvað til að hlakka til. Annars held ég að lífsgleðin verði ekki til staðar. Stundum þegar ég er að gera eithvað skemmtilegt, eithvað sem ég er búin að hlakka til að gera í langan tíma hugsa ég um það að nú sé það að verða búið og veðr svolítið hrædd um að ég hafi ekkert annað til að hlakka til. Mér finnst ég samt alltaf vera að hlakka til einhvers. Um leið og eithhvað er búið, tekur bara eithvað annað við. Ég fór eithvað að hugsa um þetta og fór að reyna að finna út hvað það er sem ég hlakka til núna... og vá ! Það var sko margt sem ég fann. Ég held að það sé svolítið vorinu að þakka að maður verður svona glaður í mund. Allt að verða grænt og tré að laufgast og það verður næstum því ekki dimmt lengur. Ég hlakka líka til að fylgjast með bryllupinu hjá Mary og Frede prins í Danmörku sem verður á föstudaginn 14. maí. Daginn eftir verður eurovision melodi grand prix! ekki bara það, það verður hörku eurovision-afmælispartí í skólagerðinu hjá henni Evu Maríu! Það verður eithvað annað en í fyrra þegar ég var eini íslendingurinn á kaffinu í skólanum mínum... með íslenska fánann sem ég hafði dundað mér við að lita þá um daginn! úhú stemmari... uuu eða eithvað... neee ekkert svo mikil stemmning. Það bjargaði samt að Danmörk var ekki með og ég lét alla halda með Íslandi í staðinn:) Ég ætla enn og aftur að skipa mér i minnihlutahóp þetta árið og lýsi því hér með yfir að ég ætla að halda með Danmörku í Eurovision í ár. En af hverju? Jú það er vegna þess að mér finnst danska lagið 100000000 sinnum betra en íslenska lagið..... ég hef bundið tilfinningaböndum við Danmörk... mig langar að fara á Eurovision keppni, s.s. væri hagstætt fyrir mig ef að Danir myndu vinna, þar sem að ég hef planað að vera í Danmörku á næsta ári.... Svo finnst mér það ekki skipta öllu máli Danmörk - eða Ísland....ég væri í báðum tilvikum að styðja Íslending þar sem að flytjandi danska lagsins er Íslendingur.
já bíddu við... ég gleimi mér í eurovision hugleiðingum. Ég var að telja upp það sem ég hlakka til... bara svona til að fríska upp á minnið lesendur góðir. Mér er svo boðið í rosalegan dinner til Perlu Jónínu á afmælinu hennar, þar sem að Ingi kokka kærastinn hennar ætlar að bregða fram úr erminni 3 rétta máltíð a la Perlan.... ekki slæmt það. Ég kemst ekki yfir að tala um allt sem ég hlakka til... en það er að koma sumar sumar sumar og sól tralla tralla trallalala!

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Vitiði bara hvað! Ég er núna að skrifa fyrstu færsluna á nýju tölvuna mína!
Það er ekkert smá gaman að eiga svona flottan grip! Makkar eru bestir!
Ég fór í flugferð á laugardaginn. Það gekk nú bara alveg ljómandi vel hjá mér. Þetta námsekið hefur hjálpað mér heilmikið. Ég fann fyrir smá hræðslu í flugtaki á leiðinni til Danmerkur en það var nú ekkert til að tala um. Ég stoppaði nú ekki lengi við í Kaupmannahöfn, bara rétt nógu lengi til þess að taka út pening og kaupa Mathilde, ost og smotterí. Ég fékk að vera fram í flugstjórnarklefanum í lendingu í Keflavík. Það fannst mér mjög gaman. Ég er fyrst núna að skilja að henni Dísu frænku finnist gaman að fljúga. :)
Þetta var bara mjög gaman allt saman... ég tala nú ekki um að geta farið í fríhöfnina... það er alltaf stemmari. Keypti svo sem ekkert rosalega mikið.
Rafnar er kominn heim! Þap er svo gott að fá hann heim. Hann var búinn að vera í 11 daga í burtu. Ég var svo hrædd um að hann yrði tekinn í tollinum með nýju tölvuna mína og allt draslið sem hann var með. En hann komst klakklaus í gegn um þetta allt saman. Hann var svo góður að taka sénsinn á því að koma með tölvuna... svo gaf hann mér voða voða flotta tölvutösku vicktoria´s secret náttfata nærföt.

föstudagur, apríl 16, 2004

Ég er að fara til Danmerkur á morgun!!
Ég ætla aðeins að skreppa og kaupa mér smá Mathilde :)
Stoppa bara í klukkutíma og korter... svo flýg ég til baka til Íslands. Það er mikið á sig lagt fyrir Mathilde. Sex tíma í flugvél!
Já ég get nú líka farið í fríhöfninfa og eytt einhverjum nokkrum $$$$ þar.
...Nei nei svo æst er ég nú ekki í hana Mathilde. Ég er að fara í útskriftarferð með flughræðslunámskeiðinu sem ég er búin að vera á núna í tæpan mánuð. Nú fer það að koma í ljós hvort að það hefur skilað sér eithvað. Spennandi að sjá!
Ég hlakka samt mest til sunnudagsins... þá kemur Rafnar heim! Hann er búinn að vera allt of lengi í burtu...
Jæja best að fara að vinna...
P.s. bætti við nýjum link. Hún Guðfinna er byrjuð að blogga! Go Guffa!!!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

BILLEDER ! :)

Klik her
Ég legg til að þið lesið ferðasöguna hennar Þórunnar Stellu!

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Já nú er gamanið búið og alvaran tekur við!
Vinna vinna vinna! Það er nú reyndar einn frídagur framundan, sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn í næstu viku.
Ég hafði það rosalega gott um páskana!
Lotte, Anne Marie og Louise komu til mín á fimmtudagskvöldið. Ég sótti þær á flugvöllinn og það var bara alveg eins og við hefðum sést í gær.
Á föstudaginn kíktum við aðeins á Fífuna í Kópavoginum... það finnast náttúrulega hvergi þvílíkar hallir í landi kóngsins og var því gaman að fylgjast með viðbrögðum fótbotakonunnar:) Við kíktum svo í Smáralindina... en ekki var mikið keypt því að allt kostar svo fáránlega mikla peninga hér á landinu okkar góða.
Seinni partinn lögðum við af stað á Flúðir. Komum í bústaðinn um 6 leytið og það fyrsta sem við gerðum var að láta renna í heita pottinn.
Eftir smá spassigöngu borðuðum við dýrindis máltíð a la Lotte og skelltum okkur í pottinn. Það var þeim mikil upplifun.
Við fórum svo ekkert allt of seint að sofa, en vöknuðum snemma og lögðum af stað vel fyrir hádegi að skoða einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
Við byrjuðum á því að skoða Seljalandsfoss. Hlupum á bakvið hann og urðum renndandi blautar og skítugar. Við komum við á Hvolsvelli til að fá okkur að borða og þar fékk ég verstu samloku í heimi og þær ógirnilegustu hamborgara sem ég hef séð. Eftir átið héldum við leið okkar að Geysi... Það er alveg rosalega flott svæði! Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa kynnst þess háttar náttúru áður. Það voru margar myndir teknar þarna. Áður en við fórum svo heim kíktum við á Gullfoss sem er alltaf tignarlegur. Maður fyllist svo miklu þjóðarstolti þegar maður er að sýna landið sitt! Það er alveg ótrúlegt.
Við fórum í Bláa Lónið á laugardaginn. Bara næs!!! En má ég spurja að einu! Er ég barnaleg í útliti?
Um daginn fór ég á skauta með systur minni og ég var spurð að því hvort að ég væri orðin 16 ára! Á laugardaginn í Bláa Lóninu var ég látin borga barnagjald.... s.s. 600 kr. það er fyrir 12-15 ára! Ég var auðvitað ekkert að malda í móinn neitt... en kommon! Er ég svona barnaleg.
Alla vega.... páskadagur rann upp með sínum páskaeggjum. Allir fengu að sjálfsögðu páskaegg... svo um kvöldið var haldið í bæinn. Við kíktum á ýmsa staði. Ekki leist gestum mínum neitt á karlkynið hér á landi. Íslenskir strákar mega greinilega fara að hugsa aðeins betur um útlitið! Það var eiginlega það sem þeim fannst. Strákarnir hugsa of lítið um útlitið.
Á mánudaginn keyrði é gþær sov út á völl og þegar ég kom sov heim var ég alveg búin á því! Átti bara enga orku eftir. Það tekur á að vera svona góður gestgjafi ;)

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég var að velta fyrir mér stjörnumerkjunum. Ég á afmæli 20. janúar og það er akkúrat á mörkum steingeitar og vatnsbera.
Á flestum stöðum hef ég séð það að ég sé vatnsberi. Ég er nú samt ekki frá því að steingeitin lýsi mér betur. Aftur á móti er Guðrún Ösp fædd á sama degi og sama ári og ég og mér finnst einmitt vatnsberinn eiga betur við hana. Tjek it
Ójá páskafrí alveg að skella á !
Ég er svo þreytt! Ég vaknaði í morgun (nótt) um kl. 04:30 til þess að keyra Rafnar og Helga út á Keflavíkurflugvöll, en þeir eru núna í löngu ferðalagi á leið sinni til San Fran Sisco þar sem þeir ætla að fara á Nano tækni ráðstefnu... og skoða sig um njóta góða veðursins. . .
Þegar við komum út á flugvöll fengum við öll páskaegg og smá Nóa konfekt.... voða hyggeligt!
Eins gott að fá smá orku til þess að halda sér vakandi á leiðinni heim ;) Ég komst að því að ég keyri greinilega eins og gömul kelling. Það tók hver bíllinn á eftir öðrum fram úr mér. Samt fannst mér ég ekkert vera að keyra hægt. Ég var yfirleitt á rétt um 100! Hvað ætli sé normið?
Þegar ég kom svo heim þá gat ég ómögulega sofnað aftur... ekki fyr en að klukkan hringdi, þá loksins gat ég sofnað... hrökk svo upp við það að pabbi kom og vakti mig rétt áður en ég átti að mæta.. En ég var svo snör í snúningum að ég mætti ekkert of seint... meira að segja aðeins fyr en venjulga því það var næstum því engin umferð.
En ég er farin að hlakka til kvöldsins! Anne Marie, Lotte og Louise eru loksins að koma! Leið mín liggur því aftur út á Keflavíkurflugvöll í kvöld... tvisvar á dag kemur lífinu í lag! Spurnig hvort að maður eigi að þyngja bensín fótinn í þetta skipti?
Svo er það sumó á Flúðum á morgun... heitur pottur og alles. Skoðum svo Gullfoss, Strokk og það allt.
Dagskráin mun bara ráðast... Ef þið viljið vera memm... you know my number.
Eníveis. Ég ætla bara að halda áfram að vera þreytt og mygluð í vinnunni minni.
Hasta luego!

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég lét draga mig á snjósleðabíó á föstudaginn.
Já ég efast um að þið vitið um hvað ég er að tala núna. Ekki vissi ég fullkomlega hvað þetta var fyr en ég sá þetta.
Þetta var s.s. hálftíma mynd þar sem maður gat séð einvherja klikkaða gaura stefna sér í lífshættu á snjósleðum. þeir reyndu alls konar þrautir og misþyrmdu tækjunum mest þeir máttu. Inn í þetta fléttaðist misþyrming á bílum og myndir af einhvejrum á jet ski og fleira extreem dæmi. Eins og gefur að skilja var ég ein af mjög fáum kvenkyns á svæðinu.
Þetta var þó alveg ágætis mynd, en ég verð að segja það að ég er ekkert á harðaspretti á leiðinni í Bræðurna Ormsen að kaupa spóluna sko.
Ég fór í klippingu strípur á laugardaginn til hennar Systu og hárið mitt er geðveikt flott!!
Æ það er svo gaman að láta gera hárið á sér fínt! Sérstaklega þegar maður er með svona skemmtilega hárgreiðslupíu:)
Ég var svo geðveikt dugleg að taka til og þrífa um helgina. Tók til í skápunum og kom reglu á geisladiskana mína. Vá hvað mér líður vel í þeim núna. Það er nú eins gott að ég sé búin að gera pínu fínt því að Anne Marie, Lotte og Louise eru að fara að koma til mín á miðvikudaginn! Ég hlakka rosalega til. Við förum í bústað á fimmtudaginn og komum heim aftur á föstudaginn langa og þá ætlum við að senda mömmu og pabba í bústaðinn. Ætli maður kíki ekki með þeim í bæinn þegar allt opnar kl. 12. Hvernig væri þá að þú mundir kíkja til mín áður en þú færir með okkur. Við verðum að sýna þeim hvað það er gaman hjá okkur!
Ég ætla að stoppa hér áður en ég fer að plana um of næstu helgi. Það er nú bara mánudagur.
Ciao!

föstudagur, apríl 02, 2004

Ég er að fara að fá tölvu! Ligga ligga lái!
Ég ákvað þrátt fyrir viðvaranir frá nokkrum aðilum að kaupa mér 933 MHz ibook.
Hún er svo hvít og falleg.
Ég keypti líka alls konar fylgidrasl með henni. isight(webcam með microphone), þráðlaust netkort og geðveika JBL hátalara.
Rafnar ætlar að koma með hana heim frá San Fran Sisco.... hann er að fara þangað í 11 daga á nano tækni ráðstefnu og ég á eftir að sakna hans rosa mikið.



Ég á eftir að elska hvítu fallegu tölvuna mína... ég þarf bara að finna á hana nafn. Einhverjar tillögur?

Gestur nr. 2000 fær verðlaun! kommentaðu ef þú ert nr. 2000 og ég mun gefa þér pakka!... smá að herma en það er svo gaman að svona leikjum.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Það er kominn nýr bloggari á meðal vor.
Það er nágranni minn hann Jón Snær.
Hann er mikill áhugamaður um sítt að aftan. Tökum vel á móti honum.
Breath
Ég þoli ekki vinnuna mína núna!!!