föstudagur, febrúar 23, 2007

Fyrsta heila vikan í skólanum búin. Mjög áhugaverð vika mundi ég segja. Það má eiginlega segja að ég sé lögð í einelti af kennurunum. Ég veit ekki hvað það er, kannski er það Skandínavískt útlit mitt, ... ég veit eiginlega ekki hvað það er, en í hverjum tíma sem ég hef farið í hefur kennarinn beðið mig um að tala, tjá mig um skoðanir mínar á hinu og þessu, sama hvert umræðuefnið er, sama í hvaða tíma. Allir kennarar sem ég hef verið hjá muna nafnið mitt... ég hef aldrei vitað annað eins. Ég er venjulega alltaf með helling af Erasmus stúdentum, en það er bara ég sem lendi í þessu. Þetta er nú allt í lagi í kúrsum sem eru á ensku, en þegar ég er í Historia de integracion de Europa, sem er á spænsku, þá vandast málin. Fyrir það fyrsta má ég hafa mig alla við til að skilja hvað kennarinn er að segja, en svo þarf hún reglulega að heyra álit mitt á hlutunum.... og þá verð ég eldrauð í framan hjartað fer á fullt... Hvernig á ég að geta svarað á spænsku einhverri spurningu sem ég skil eiginlega ekki og allir í fyrirlestrinum eru að glápa á mig! Annars eru kúrsarnir sem ég er í ekkert gífurlega erfiðir. Þeir beita öðrum aðferðum við kennsluna hérna en þeim sem ég hef kynnst í Svíþjóð og Danmörku. Þetta líkist kannski svolítið menntaskólanum heima. Maður þarf allavega ekki að hugsa svo mikið sjálfur, bara skrifa niður eftir kennaranum og læra. Það er áhugavert að sjá muninn. Svona er skólinn.
Ég er ennþá með þetta bévítans kvef.. þetta ætlar bara engan enda að taka. Það er líka búið að vera blautt og frekar kallt hérna. Ég vona nú að næsta vika verði betri, heilsufarslega og veðurfarslega. Um helgina er ég að hugsa um að skella mér á handboltaleik! Það er stórleikur í Champions league. BM Valladolid á móti Gummersbach. Ég veit reyndar ekki alveg hvorum megin ég á að standa. Valladolid megin, því ég er búin að búa hérna í tæpan mánuð, eða Gummersbach megin því þar er slatti af íslendingum að fara að spila, svo ég tali nú ekki um þjálfarann... Nei, ég held að þetta verði ekkert erfitt val, auðvitað held ég með með íslendingaliðinu. Róbert, Guðjon Valur, Sverri og Alfreð... ekki slæmt teymi.
Svo fer Rafnar alveg að koma til mín. Bara nokkrir dagar í það! Get ekki beðið! Þá getur hann loksins séð allt sem ég er búin að vera að segja honum frá. Hann þarf auðvitað að koma með alveg hellinga af drasli til mín, þar sem ég tók aðeins eithvað um 20 kíló með mér þegar ég kom. Allavega ætla að pósta þetta áður en internetið dettur út aftur.
A luego

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ sæta! Allt er gott hérna. Kúlan á Kristjönu er byrjuð að tútna út og við erum byrjuð á einhverju foreldranámskeiði. Mig langar voða mikið að bjalla í þig en ég er ekki með númerið þitt á Spáni. Ég tala bara við mömmu og fæ það í dag þannig að þú mátt eiga von á símtali frá okkur bráðlega.

Hasta la blabla

Bragi

malla sagði...

halló zola!
láttu þér nú batna af þessu kvefi!
sjáumst
:-P
malla