Nú er ég vonandi öll að koma til, enda búin að vera lasin alveg nógu lengi. Þetta leiðindakvef virðist þó ekkert vera að fara, en það verður bara að hafa það. Ég á helling eftir af snítiklútum. Ég er búin að vera mjög einbeitt að því að láta mér batna í dag og í gær. Í gær fór ég nú bara ekki út fyrir hússins dyr og í dag lá ég upp í rúmi frameftir degi, þegar ég fór fram úr, leið mér bara þokkalega loksins og kíkti aðeins út. Fórum á netkaffi (af hverju kallar maður þetta netkaffi?... það er ekki einu sinni hægt að fá kaffi þarna) og á kaffihús og fengum okkur eithvað í gogginn.
Framundan er svo bara skóli skóli!
Byrja í spænsku í fyrramálið, fer í einhverja fleiri tíma líka. Svo eru mamma og bróðir Kajsu að koma hingað á morgun. Okkur er svo öllum boðið í afmæli til Sabine á þriðjudaginn... já maður er byrjaður að eiga eithvað sósíal líf hérna.
Ég var að horfa á lagið sem vann í íslenska eurovisioninu... ég get sagt ykkur eitt, það er allavega mun betra en öll lögin sem tóku þátt hérna á Spáni!!! Mér líkaði reyndar bara mjög vel við lagið og flutninginn hjá Eiríki. En spænsku lögin, æ þetta er bara allt annar menningarheimur, hver veit nema að ég geti lært að meta þessa tónlist.
2 ummæli:
Hey ekki vera veik á Spáni..!!
sem betur fer er ekkert Eurovision-æði hérna í USA.., hehehe.., ég losna við það allt saman ;) en ameríkanar eru víst með allskonar öðruvísi-æði..
Láttu þér batna skvís
Hæhæææhæ skvisa !! Gaman og spennandi ad heyra hvad er i gangi tharna i siestunni!! ; ) ...og frabært ad sja ad thu aætlir ad blogga fra Spani! : )´
Eg sendi ther mail a myspace... tala vid thig thar!
Lattu ther nu batna og vonandi faum vid badar net bradum svo vid getum verid i bandi!!
Bestu kvedjur fra mer og Jesper!
KOSS
Skrifa ummæli