Ég hef tekið mjög mikið eftir því undanfarið hvað ég er misfalleg.... Ok ég veit að ég hugsa margt skrítið.... Það er alveg dagamunur á manni. Í gær var ég ofsalega ljót til dæmis. Ég vaknaði allt of seint, náði sem sagt ekki að fara í ræktina. Rétt rak hausinn undir sturtuna og klæddi mig í ljót föt, smá púður í fésið og út. ég var ljót allan daginn :(
Í morgun náði ég að vakna nógu snemma til að fara í ræktina og lyfta og hlaupa, kom svo heim og fór í sturtu og náði að gera allt, meira að segja klæddi mig í þokkaleg föt. Ég leit í spegil núna áðan, og vá!! Ég var bara sæt í dag! Það var bara einhver önnur manneskja í speglinum.
Af hverju getur maður ekki sagt við sig á hverjum degi: looking good! Það er bara hressandi. Kannski er ég eithvað að misskilja og er bara hundljót. En mér líður ekki þannig í dag.
Ég vona að allir eigi svona fallega daga, að þeir geti horft á spegilmynd sína og hugsað.
Ég er bara sæt/ur í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli