sunnudagur, mars 04, 2007

Halló
Það er langt síðan ég skrifaði hingað inn, en nágraninn hefur ekki tekið nógu mikið tillit til okkar undanfarið og hefur sennilega slökkt á netinu stundum svo það er ekki auðvelt að komast á netið. Svo er Rafnar búin að vera hjá mér í nokkra daga, en fór í morgun aftur til Danmerkur.
Hann kom á þirðjudagskvöld, svo á miðvikudaginn fór ég ekkert í skólann. Um kvöldið fórum við Rafnar, Kajsa og nokkrir írskir strákar á fótboltaleik, Real Valladolid - Deportivo. Þetta var brálaðasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Spánverjar eru klikkaðir. Alveg nokkrum sinnum gerðist það að leikmennirnir hættu að spila fótbolta og byrjuðu að rífast og slást! Dómarinn veifaði allavega all nokkrum rauðum spjöldum og enn fleiri gulum. Ég lærði líka heilmikið í spænsku í áhorfendastúkunni. Alla vega heilmiki að ljótum orðum. Áhorfendurnir voru sí öskrandi einhver virkilega óviðeigandi orð á leikmennina, þjálfara og dómara, ekkert í líkingu við það sem gengur og gerist á Íslandi allavega. Í lok leiks köstuðu þeir svo flöskum og öðru drasli í leikmenn og þjálfara. Það fór þó ekki eins illa og í Sevilla sama kvöld, þar sem einhver kastaði tveggja lítra flösku í hausinn á þjálfaranum svo hann rotaðis og það varð að flauta leikinn af.
Ég reyndi að sýna Rafnari sem mest af Valladolid, við fengum okkur Tapas og Rafnar uppgötvaði morgunverðarmenninguna hérna... þ.e.a.s. kökur í morgunmat... en þetta var meira svona kökur í öll mál hjá Rafnari. Hann uppgötvaði líka spænskt heitt súkkulaði. Það er svo hnausþykkt að það er valla hægt að drekka það, en það féll vel í kramið. Á laugardaginn fórum við svo til Salamanca. Það tekur einn og hálfan tíma með rútu þangað. Salamanca er alveg æðisleg borg. Alveg rosalega fallegar byggingar. Salamanca er líka mun alþjóðlegri borg og þeir bjóða ferðamenn velkomna... ekki eins og hérna í Valladolid þar sem þeir vilja helst ekkert fá neina útlendinga. Eins og Valladolid er falleg borg og býður upp á margt, þá hefur þeim algjörlega mistekist að gera borgina/bæinn túristavænlega/n. Ég held að þetta sé eithvað í hugarfarinu. Ég finn fyrir mikilli þjóðerniskennd hérna.
Ég fann geðveika Zöru búð í Salamanca! - Zara Home - Vá hvað mig langði til að kaupa margt þar! Ég verð að fara í hana í Madríd þegar mamma og pabbi koma um páskana.
Rafnar fór síðan heim í morgun, svo nú er ég bara aftur orðin ein hérna. Það er ekkert sérstakt framundan í næstu viku. Bara skóli og meiri skóli, en það er nú aldrei að vita nema að maður finni sér eithvað skemmtilegt að gera. Þá segi ég þetta gott í bili.
Bless bless.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ ástin mín,
það var gaman að heimsækja þig.
hlakka til að sjá þig aftur ;)

Nafnlaus sagði...

Miss you honey bun

Nafnlaus sagði...

mín bara komin til spánar akkúrat þegar minns er loksins búin að splæsa í flugmiða til köben og ætlar á vit ævintýranna yfir helgi og ætlaði að bjóða þinns í partý og hittast;) hehehe...jæja það verður þá að ganga betur næst;) hehehe..