miðvikudagur, mars 28, 2007

Halló!
Loksins gerði nágraninn eithvað í netmálum sínum. Hvílík ósvífni hjá honum að láta netið liggja niðri í svona langan tíma. En nú er ég komin í samband við umheiminn á ný. Það er búið að vera kallt hjá mér. Það meira að segja snjóaði í síðustu viku! Það er víst ekki algengt að það snjói hérna og hvað þá í mars. En nú lítur allt út fyrir að sumarið sé á næsta leyti. Það er farið að hlýna aðeins aftur. Það er erfitt að skrifa eftir svona langan tíma. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Allavega þá fór ég í klippingu og strípur í fyrsta skipti á Spáni í síðustu viku. Það gekk bara vel.Ég var svo heppin að lenda á stelpu sem var nýkomin frá London og vildi endilega æfa sig í ensku. Svo nú er ég bara með fínt hár. Síðasta helgi var bara róleg. Við leigðum tvær myndir, vorum svo bara heima með einhvejrum vinkonum. Það var ekkert veður til þess að ferðast neitt hérna um kring eins og við höfðum talað um að gera, svo því var bara frestað.
Skólinn er bara eins. Við sitjum og hlustum og glósum og glósum og glósum. Það gengur alltaf betur að skilja kennarana þannig að glósurnar eru að skána. En fyrir prófin höfum við ekkert annað en glósurnar að styðjast við, því við erum ekki með neinar bækur. Kennarinn er Guð!
Í kvöld ætla ég að fara á Harlem, svona hverfis-pub/kaffihús/sportbar hérna sem við förum stundum á. Þeir eru að sýna landsleikinn, Spánn - Ísland! Ég held samt að ég sleppi því að spá til um úrslitin. Það verður bara að koma í ljós. Mamma og pabbi eru svo að koma til España sunnudaginn. Við ætlum að vera í Madríd fram á föstudaginn langa, en þá komum við hingað til Valladolid. Ég býst við að það verði mikið um hátíðarhöld í páskavikunni. Fyrir tveimur vikum var byrjað að setja upp áhorfendapalla fyrir einhverja atburði og það er þvílíkur spenningur fyrir páskunum. Það verður gaman að upplifa þetta. Gaman að fá mömmu og pabba í heimsókn. En nú ætla ég að segja þetta gott í bili.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ! Gaman að sjá hvað þú ert að gera elskan... Hafðu það gott, bið að heilsa mö og pa =D Nú er mitt næsta hlutverk að kaupa þessi heyrnartól / mic ;)

Nafnlaus sagði...

ohh eg vaeri svo rosalega til i ad heimsaekja thig!! En framtid okkar er svo hrikalega oljos at the moment!: /

En gaman ad lesa um hvad thu ert ad bralla i thessar fau minotur sem eg fer a netid i vinnunni!

Have fun in ESPANJOLL!! : )

Nafnlaus sagði...

HÆ HÆ!

Hvað er um að vera á Spáni? Maður les ekkkert nýtt hér :(

Nafnlaus sagði...

Hola Chica Bonita!

Como Estas..? ; )

malla sagði...

Einu sinni var lítil sæt og góð stelpa sem fór til Spánar í fjóra mánuði og bloggaði bara sjö sinnum á meðan! Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri... úti er ævintýri.