föstudagur, júní 25, 2004


Þetta er hann Depill voffinn minn.
Hann vantar eithvað gott heimili í 1 ár því að við erum öll að fara að flytja til Danmerkur í ár.
Mamma, pabbi og sigrún koma svo aftur heim næsta sumar. Ef þú lesandi góður veist um einhvern góðan sem hugsanlega væri til í að taka hann að sér í ár... þá máttu endilega speak up!

miðvikudagur, júní 16, 2004


Bara svona ef að þið hafið ekki tekið eftir því lesendur góðir þá er bloggarinn í mér í sumarfríi.... Hann stefnir á að koma úr fríi eftir mánuð.... s.s. um miðjan júlí.

föstudagur, júní 04, 2004

Ferðahelgi #2
Nú styttist í það að við Rafnar leggjum í hann vestur á Snæfellsnes. Það verður Íslandsmeistaramót ISA í Big Jump á jöklinum á laugardaginn og ég ætla að fara og watch and learn! Það á víst að verða ágætist veður þarna á vesturlandinu, betra en fyrir sunnan þannig að ef að þið mætið kolamola sem heilsar ykkur eftir helgi þá látið þið ykkur ekki bregða ;) Það er rosa flott park þarna, búið að búa til helling af stökkpöllum. Ég er nú kannski ekki manneskja í það, en ég ætla eitthvað að reyna að standa í fæturnar á bretti.
Seeya!

þriðjudagur, júní 01, 2004


Sveitasæla
Ég fór í sveitina mína síðustu helgi, í Hjarðardal í Önundarfirði. Það tekur alveg 6 tíma að keyra þangað... og ekki skemmtilegustu vegirnir sem maður keyrir. Mest allur laugardagurinn fór í það að sofa og ná úr mér pest sem ég náði mér í. Eftir vænan blund vaknaði ég svo um kvöldmatarleyti alveg nokkuð hress, svo að eftir mat var um að gera að skella sér á rúntinn á Ísafjörð. Við fórum nokkra rúnta á Silfurtorginu og tékkuðum á bílaflota bæjarins (aðallega Arnar frændi minn sem er mikill áhugamaður um allt sem heyrist í bruummbruummm!!) Það var svaka upplifun... mætti kannski kalla Ísafjörð Selfoss vestursins.... Annars skildist mér á heimamönnum að það væri Bolungavík... ég skal ekki segja. Alla vega þá hef ég ekki upplifað staðinn með þessum hætti áður. Á sunnudaginn voru svo mikil veisluhöld og mikið gaman. Tveir litlir/stórir frændur mínir að fermast. Um kvöldið fór ég svo út að leika með krökkunum og lærði nýjan leik! Þrír hlutir heitir hann og er svona blanda af ,,Fallin spíta" og ,,Eina krónu". Ég var alveg að lifa mig inn í leikinn og kastaði mér bara í þetta og fékk örugglega meiri grasgrænu á fötin mín en hinir krakkarnir. Eftir kröfturga fjallgöngu á sunnudeginum keyrði ég heimá leið. Ég hitti Rafnar í Borgarnesi og keyrðum við saman restina af leiðinni heim. En hann var á Snæfellsjökli að brettast eithvað, bæði á snjóbretti og surf bretti.