Mig langar!
Það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera!
Það er ekki séns að ég geti komist yfir það allt! Svo kostar allt helling af peningum og tíma!
En hér er listi yfir sumt af því sem mig langar rosalega mikið að gera!
#1. Hætta að vera flughrædd! s.s. fara á eithvað flughræðslunámskeið eða eithvað. Því eins og flestir sem þekkja mig vita, þá er ég alveg rosalega flughrædd.
#2. Ferðast! Mig langar mest að fara til Ástralíu, Suður Ameríku og að ferðast meira m Austur Evrópu, t.d. til Rússlands.
#3. Mig langar að læra að kafa.
#4. Mig langar að læra að surfa! (vind surfa, brim surfa og snjó surfa) ... ég kanna að surfa á internetinu... 5 aur!
#5. Mig langar að læra spænsku betur.
#6. Mig lanbgar að læra á diablo sticks
#7. Mig langar að verða brún.
#8. Mig langar að læra að dansa.
#9. Mig langar með Rafnari í sólarlandaferð.
#10. Mig langar að fara með vinkonum mínum í sólarlandaferð
#11..Mig langar að læra!!!
Listinn er ekki tæmandi, þetta er aðeins brota brot af því sem mig langar að gera. Þetta er heldur ekki raðað eftir því hversu mikið mig langar að eithvað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli