AF ÞVÍ AÐ ALLIR ERU AÐ TALA UM ÞETTA
Ég hef ákveðið að halda áfram umræðu Guðrúnar Birnu varðandi heitasta málið í dag. Ruth Reginalds málið! og færa þær umræður aðeins út.
Ruth Reginalds fyrverandi stjarna veit alveg hvernig hún á að fara að þessu. Langar að láta lappa upp á sig og hefur samband við sjónvarpsstöð og nær sér í spons hér og þar. Auðvitað eru þessir aðilar ,,hér og þar" að nota þetta sem auglýsingu. Það er mjög slæmt að læknir reyni að nota sér þetta líka og finnst mér það gleðiefni að hann sé búinn að draga sig út úr þessu.
Verst af öllu þykir mér hvað fjölmiðlar eru alltaf tilbúnir að taka þátt í einhverri vitleysu.
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á það hvað við hugsum, hvað við gerum og hvað við erum. Þeir eru mjög stór þáttur í umhverfi okkar. Þau sem standa að þessu hamra á því að þetta sé nú bara umfjöllun... hmm mér finnst þetta bara lykta illilega mikið af auglýsingamennsku. Það er búið að sýna auglýsingar í langan tíma um þetta og draga upp svo flotta glansmynd af þessu. Litlir krakkar rífa sig nú upp kl. 7 til þess að vera tilbúin að horfa á þetta "Extreme makeover" tatarartam!!!
Ég mundi ekki kalla þetta létta umfjöllun heldur kannski flokka undir dulda auglýsingu. Duldar auglýsingar hafa dulin áhrif. Fólk verður ósjálfrátt fyrir áhrifum frá fjölmiðlum, t.d. í tengslum við útlit, vímuefnanotkun og almennar lífsvenjur. Skilaboðin sem við fáum frá stöð 2 eru þau að ef að okkur líður illa með útlit okkar, þá getum við farið og látið skera af og bæta við og spasla og pússa okkur fyrir tæpar 5 milljónir þannig að við lítum út eins og Diesel gínurnar þá verður lífið fallegt og gott!
Þau munu aldrei viðurkenna að það séu þessi skilaboð sem þau eru að senda okkur en þau eru dulin á bak við glansið.
......ÞÁ VARÐ ÉG BARA LÍKA
Engin ummæli:
Skrifa ummæli