Halló!
Loksins gerði nágraninn eithvað í netmálum sínum. Hvílík ósvífni hjá honum að láta netið liggja niðri í svona langan tíma. En nú er ég komin í samband við umheiminn á ný. Það er búið að vera kallt hjá mér. Það meira að segja snjóaði í síðustu viku! Það er víst ekki algengt að það snjói hérna og hvað þá í mars. En nú lítur allt út fyrir að sumarið sé á næsta leyti. Það er farið að hlýna aðeins aftur. Það er erfitt að skrifa eftir svona langan tíma. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Allavega þá fór ég í klippingu og strípur í fyrsta skipti á Spáni í síðustu viku. Það gekk bara vel.Ég var svo heppin að lenda á stelpu sem var nýkomin frá London og vildi endilega æfa sig í ensku. Svo nú er ég bara með fínt hár. Síðasta helgi var bara róleg. Við leigðum tvær myndir, vorum svo bara heima með einhvejrum vinkonum. Það var ekkert veður til þess að ferðast neitt hérna um kring eins og við höfðum talað um að gera, svo því var bara frestað.
Skólinn er bara eins. Við sitjum og hlustum og glósum og glósum og glósum. Það gengur alltaf betur að skilja kennarana þannig að glósurnar eru að skána. En fyrir prófin höfum við ekkert annað en glósurnar að styðjast við, því við erum ekki með neinar bækur. Kennarinn er Guð!
Í kvöld ætla ég að fara á Harlem, svona hverfis-pub/kaffihús/sportbar hérna sem við förum stundum á. Þeir eru að sýna landsleikinn, Spánn - Ísland! Ég held samt að ég sleppi því að spá til um úrslitin. Það verður bara að koma í ljós. Mamma og pabbi eru svo að koma til España sunnudaginn. Við ætlum að vera í Madríd fram á föstudaginn langa, en þá komum við hingað til Valladolid. Ég býst við að það verði mikið um hátíðarhöld í páskavikunni. Fyrir tveimur vikum var byrjað að setja upp áhorfendapalla fyrir einhverja atburði og það er þvílíkur spenningur fyrir páskunum. Það verður gaman að upplifa þetta. Gaman að fá mömmu og pabba í heimsókn. En nú ætla ég að segja þetta gott í bili.
sunnudagur, mars 11, 2007
Það má segja að ég sé komin inn í einhvers konar rútínu núna hérna á Spáni. Nú er maður búinn að læra inn á margt hérna og ég er ekki eins ringluð. Vikan sem leið var bara eins og venjuleg vika. Ég vaknaði og fór í skólann og gerði ekki mikið annað en það. Nema á fimmtudaginn fór ég með helling af erasmus fólki, aðallega Írum, á tapas stað og við átum á okkur gat! Það var gott:) Svo fórum við Erasmus klúbbinn. Það er einn staður hérna sem gerir út á Erasmus nema. Þeir vita að það eru margir af þeim sem fara út að skemmta sér alla daga vikunnar svo að við erum sérstaklega velkomin þangað. Það var fínt að kynnast þeim stað. Ég er annars búin að hafa það gott um helgina. Það er búið að vera frábært veður hérna svo ég hef verið soldið úti. Ég held bara að vorið sé komið hérna á Spáni :) Við röltum um garðinn hérna áðan og sátum á útikaffihúsi á stuttermabolnum. Ekki amalegt :) Í kvöld ætla ég aå vera heima að læra fyrir spænsku og fara snemma að sofa. Ég hef ákveðið að vera ekkert að púkka upp á þessa siestu. Nenni ekki að leggja mig á daginn. Fer frekar bara snemma að sofa. Ég er hérna bara í nokkra mánuði, hvers vegna að tileinka sér alla siði. Ég get hvort sem er ekkert sofnað á daginn. Þessi vika hefur ekkert verið neitt viðburðarík, frekar venjuleg, ég held eiginlega að þetta sér fyrsta "venjulega" vikan mín hérna á Spáni. Hef því lítið að skrifa um. Vonandi hef ég eithvað meira að skrifa um næst.
Bless bless
Bless bless
sunnudagur, mars 04, 2007
Halló
Það er langt síðan ég skrifaði hingað inn, en nágraninn hefur ekki tekið nógu mikið tillit til okkar undanfarið og hefur sennilega slökkt á netinu stundum svo það er ekki auðvelt að komast á netið. Svo er Rafnar búin að vera hjá mér í nokkra daga, en fór í morgun aftur til Danmerkur.
Hann kom á þirðjudagskvöld, svo á miðvikudaginn fór ég ekkert í skólann. Um kvöldið fórum við Rafnar, Kajsa og nokkrir írskir strákar á fótboltaleik, Real Valladolid - Deportivo. Þetta var brálaðasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Spánverjar eru klikkaðir. Alveg nokkrum sinnum gerðist það að leikmennirnir hættu að spila fótbolta og byrjuðu að rífast og slást! Dómarinn veifaði allavega all nokkrum rauðum spjöldum og enn fleiri gulum. Ég lærði líka heilmikið í spænsku í áhorfendastúkunni. Alla vega heilmiki að ljótum orðum. Áhorfendurnir voru sí öskrandi einhver virkilega óviðeigandi orð á leikmennina, þjálfara og dómara, ekkert í líkingu við það sem gengur og gerist á Íslandi allavega. Í lok leiks köstuðu þeir svo flöskum og öðru drasli í leikmenn og þjálfara. Það fór þó ekki eins illa og í Sevilla sama kvöld, þar sem einhver kastaði tveggja lítra flösku í hausinn á þjálfaranum svo hann rotaðis og það varð að flauta leikinn af.
Ég reyndi að sýna Rafnari sem mest af Valladolid, við fengum okkur Tapas og Rafnar uppgötvaði morgunverðarmenninguna hérna... þ.e.a.s. kökur í morgunmat... en þetta var meira svona kökur í öll mál hjá Rafnari. Hann uppgötvaði líka spænskt heitt súkkulaði. Það er svo hnausþykkt að það er valla hægt að drekka það, en það féll vel í kramið. Á laugardaginn fórum við svo til Salamanca. Það tekur einn og hálfan tíma með rútu þangað. Salamanca er alveg æðisleg borg. Alveg rosalega fallegar byggingar. Salamanca er líka mun alþjóðlegri borg og þeir bjóða ferðamenn velkomna... ekki eins og hérna í Valladolid þar sem þeir vilja helst ekkert fá neina útlendinga. Eins og Valladolid er falleg borg og býður upp á margt, þá hefur þeim algjörlega mistekist að gera borgina/bæinn túristavænlega/n. Ég held að þetta sé eithvað í hugarfarinu. Ég finn fyrir mikilli þjóðerniskennd hérna.
Ég fann geðveika Zöru búð í Salamanca! - Zara Home - Vá hvað mig langði til að kaupa margt þar! Ég verð að fara í hana í Madríd þegar mamma og pabbi koma um páskana.
Rafnar fór síðan heim í morgun, svo nú er ég bara aftur orðin ein hérna. Það er ekkert sérstakt framundan í næstu viku. Bara skóli og meiri skóli, en það er nú aldrei að vita nema að maður finni sér eithvað skemmtilegt að gera. Þá segi ég þetta gott í bili.
Bless bless.
Það er langt síðan ég skrifaði hingað inn, en nágraninn hefur ekki tekið nógu mikið tillit til okkar undanfarið og hefur sennilega slökkt á netinu stundum svo það er ekki auðvelt að komast á netið. Svo er Rafnar búin að vera hjá mér í nokkra daga, en fór í morgun aftur til Danmerkur.
Hann kom á þirðjudagskvöld, svo á miðvikudaginn fór ég ekkert í skólann. Um kvöldið fórum við Rafnar, Kajsa og nokkrir írskir strákar á fótboltaleik, Real Valladolid - Deportivo. Þetta var brálaðasti fótboltaleikur sem ég hef séð. Spánverjar eru klikkaðir. Alveg nokkrum sinnum gerðist það að leikmennirnir hættu að spila fótbolta og byrjuðu að rífast og slást! Dómarinn veifaði allavega all nokkrum rauðum spjöldum og enn fleiri gulum. Ég lærði líka heilmikið í spænsku í áhorfendastúkunni. Alla vega heilmiki að ljótum orðum. Áhorfendurnir voru sí öskrandi einhver virkilega óviðeigandi orð á leikmennina, þjálfara og dómara, ekkert í líkingu við það sem gengur og gerist á Íslandi allavega. Í lok leiks köstuðu þeir svo flöskum og öðru drasli í leikmenn og þjálfara. Það fór þó ekki eins illa og í Sevilla sama kvöld, þar sem einhver kastaði tveggja lítra flösku í hausinn á þjálfaranum svo hann rotaðis og það varð að flauta leikinn af.
Ég reyndi að sýna Rafnari sem mest af Valladolid, við fengum okkur Tapas og Rafnar uppgötvaði morgunverðarmenninguna hérna... þ.e.a.s. kökur í morgunmat... en þetta var meira svona kökur í öll mál hjá Rafnari. Hann uppgötvaði líka spænskt heitt súkkulaði. Það er svo hnausþykkt að það er valla hægt að drekka það, en það féll vel í kramið. Á laugardaginn fórum við svo til Salamanca. Það tekur einn og hálfan tíma með rútu þangað. Salamanca er alveg æðisleg borg. Alveg rosalega fallegar byggingar. Salamanca er líka mun alþjóðlegri borg og þeir bjóða ferðamenn velkomna... ekki eins og hérna í Valladolid þar sem þeir vilja helst ekkert fá neina útlendinga. Eins og Valladolid er falleg borg og býður upp á margt, þá hefur þeim algjörlega mistekist að gera borgina/bæinn túristavænlega/n. Ég held að þetta sé eithvað í hugarfarinu. Ég finn fyrir mikilli þjóðerniskennd hérna.
Ég fann geðveika Zöru búð í Salamanca! - Zara Home - Vá hvað mig langði til að kaupa margt þar! Ég verð að fara í hana í Madríd þegar mamma og pabbi koma um páskana.
Rafnar fór síðan heim í morgun, svo nú er ég bara aftur orðin ein hérna. Það er ekkert sérstakt framundan í næstu viku. Bara skóli og meiri skóli, en það er nú aldrei að vita nema að maður finni sér eithvað skemmtilegt að gera. Þá segi ég þetta gott í bili.
Bless bless.
föstudagur, febrúar 23, 2007
Fyrsta heila vikan í skólanum búin. Mjög áhugaverð vika mundi ég segja. Það má eiginlega segja að ég sé lögð í einelti af kennurunum. Ég veit ekki hvað það er, kannski er það Skandínavískt útlit mitt, ... ég veit eiginlega ekki hvað það er, en í hverjum tíma sem ég hef farið í hefur kennarinn beðið mig um að tala, tjá mig um skoðanir mínar á hinu og þessu, sama hvert umræðuefnið er, sama í hvaða tíma. Allir kennarar sem ég hef verið hjá muna nafnið mitt... ég hef aldrei vitað annað eins. Ég er venjulega alltaf með helling af Erasmus stúdentum, en það er bara ég sem lendi í þessu. Þetta er nú allt í lagi í kúrsum sem eru á ensku, en þegar ég er í Historia de integracion de Europa, sem er á spænsku, þá vandast málin. Fyrir það fyrsta má ég hafa mig alla við til að skilja hvað kennarinn er að segja, en svo þarf hún reglulega að heyra álit mitt á hlutunum.... og þá verð ég eldrauð í framan hjartað fer á fullt... Hvernig á ég að geta svarað á spænsku einhverri spurningu sem ég skil eiginlega ekki og allir í fyrirlestrinum eru að glápa á mig! Annars eru kúrsarnir sem ég er í ekkert gífurlega erfiðir. Þeir beita öðrum aðferðum við kennsluna hérna en þeim sem ég hef kynnst í Svíþjóð og Danmörku. Þetta líkist kannski svolítið menntaskólanum heima. Maður þarf allavega ekki að hugsa svo mikið sjálfur, bara skrifa niður eftir kennaranum og læra. Það er áhugavert að sjá muninn. Svona er skólinn.
Ég er ennþá með þetta bévítans kvef.. þetta ætlar bara engan enda að taka. Það er líka búið að vera blautt og frekar kallt hérna. Ég vona nú að næsta vika verði betri, heilsufarslega og veðurfarslega. Um helgina er ég að hugsa um að skella mér á handboltaleik! Það er stórleikur í Champions league. BM Valladolid á móti Gummersbach. Ég veit reyndar ekki alveg hvorum megin ég á að standa. Valladolid megin, því ég er búin að búa hérna í tæpan mánuð, eða Gummersbach megin því þar er slatti af íslendingum að fara að spila, svo ég tali nú ekki um þjálfarann... Nei, ég held að þetta verði ekkert erfitt val, auðvitað held ég með með íslendingaliðinu. Róbert, Guðjon Valur, Sverri og Alfreð... ekki slæmt teymi.
Svo fer Rafnar alveg að koma til mín. Bara nokkrir dagar í það! Get ekki beðið! Þá getur hann loksins séð allt sem ég er búin að vera að segja honum frá. Hann þarf auðvitað að koma með alveg hellinga af drasli til mín, þar sem ég tók aðeins eithvað um 20 kíló með mér þegar ég kom. Allavega ætla að pósta þetta áður en internetið dettur út aftur.
A luego
Ég er ennþá með þetta bévítans kvef.. þetta ætlar bara engan enda að taka. Það er líka búið að vera blautt og frekar kallt hérna. Ég vona nú að næsta vika verði betri, heilsufarslega og veðurfarslega. Um helgina er ég að hugsa um að skella mér á handboltaleik! Það er stórleikur í Champions league. BM Valladolid á móti Gummersbach. Ég veit reyndar ekki alveg hvorum megin ég á að standa. Valladolid megin, því ég er búin að búa hérna í tæpan mánuð, eða Gummersbach megin því þar er slatti af íslendingum að fara að spila, svo ég tali nú ekki um þjálfarann... Nei, ég held að þetta verði ekkert erfitt val, auðvitað held ég með með íslendingaliðinu. Róbert, Guðjon Valur, Sverri og Alfreð... ekki slæmt teymi.
Svo fer Rafnar alveg að koma til mín. Bara nokkrir dagar í það! Get ekki beðið! Þá getur hann loksins séð allt sem ég er búin að vera að segja honum frá. Hann þarf auðvitað að koma með alveg hellinga af drasli til mín, þar sem ég tók aðeins eithvað um 20 kíló með mér þegar ég kom. Allavega ætla að pósta þetta áður en internetið dettur út aftur.
A luego
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Nú er ég vonandi öll að koma til, enda búin að vera lasin alveg nógu lengi. Þetta leiðindakvef virðist þó ekkert vera að fara, en það verður bara að hafa það. Ég á helling eftir af snítiklútum. Ég er búin að vera mjög einbeitt að því að láta mér batna í dag og í gær. Í gær fór ég nú bara ekki út fyrir hússins dyr og í dag lá ég upp í rúmi frameftir degi, þegar ég fór fram úr, leið mér bara þokkalega loksins og kíkti aðeins út. Fórum á netkaffi (af hverju kallar maður þetta netkaffi?... það er ekki einu sinni hægt að fá kaffi þarna) og á kaffihús og fengum okkur eithvað í gogginn.
Framundan er svo bara skóli skóli!
Byrja í spænsku í fyrramálið, fer í einhverja fleiri tíma líka. Svo eru mamma og bróðir Kajsu að koma hingað á morgun. Okkur er svo öllum boðið í afmæli til Sabine á þriðjudaginn... já maður er byrjaður að eiga eithvað sósíal líf hérna.
Ég var að horfa á lagið sem vann í íslenska eurovisioninu... ég get sagt ykkur eitt, það er allavega mun betra en öll lögin sem tóku þátt hérna á Spáni!!! Mér líkaði reyndar bara mjög vel við lagið og flutninginn hjá Eiríki. En spænsku lögin, æ þetta er bara allt annar menningarheimur, hver veit nema að ég geti lært að meta þessa tónlist.
Framundan er svo bara skóli skóli!
Byrja í spænsku í fyrramálið, fer í einhverja fleiri tíma líka. Svo eru mamma og bróðir Kajsu að koma hingað á morgun. Okkur er svo öllum boðið í afmæli til Sabine á þriðjudaginn... já maður er byrjaður að eiga eithvað sósíal líf hérna.
Ég var að horfa á lagið sem vann í íslenska eurovisioninu... ég get sagt ykkur eitt, það er allavega mun betra en öll lögin sem tóku þátt hérna á Spáni!!! Mér líkaði reyndar bara mjög vel við lagið og flutninginn hjá Eiríki. En spænsku lögin, æ þetta er bara allt annar menningarheimur, hver veit nema að ég geti lært að meta þessa tónlist.
föstudagur, febrúar 16, 2007
Hæææ
Loksins gat ég stolist inn á internet hjá einhverjum nágrananum. Við höfum stundum getað stolist inn á það ... en aðra daga virkar það bara engan veginn. Mér er bara búið að leiðast síðustu daga. Ég er búin að vera lasin. Fyrst var mér illt í hálsinum og svo fékk ég hita... núna er nefið á mér alveg stíflað. Ég er því að mestu leiti búin að vera heima.
Þrátt fyrir slappleika hef ég þó þurft að mæta í skólann. Það var kynningarfundur á miðvikudaginn fyrir okkur skiptinemana.. allt á spænsku auðvitað... og viti menn.. ég held bara að ég hafi náð öllum skilaboðunum. Svo seinna um daginn var spænskupróf... svona til að testa hvar við stæðum í spænskunni. Ég er meðalgóð, svo ég fer í millihópinn. Ég vil kalla mig nokkuð góða, sérstaklega þar sem að það er langt síðan ég var að læra spænsku af einhverri alvöru.
Ég mætti síðan í fyrsta tímann minn í dag. Enskar bókmenntir og póstmódernismi... nokkuð áhugavert.. kennarinn var alveg eins og Magga danska!! og frekar fyndinn karakter! Svo prófa ég fleiri kúrsa í næstu viku. Ég get alveg dregið það til 28. febrúar að velja kúrsa.. en það væri nú ágætt að fá þetta á hreint sem fyrst. Maður fær svolitla special treatment af því að maður er Erasmus stúdent.
Annars er ég farin að falla til hérna í Valladolid. Það er svo gaman að sjá hvað það eru allt aðrir siðir hér, heldur en í Norður Evrópu. Fólk borðar kökur í morgunmat, stoppar helst ekki á kaffhúsum nema í 10 mínútur, borðar ekki nammi, (það er valla hægt að kaupa neitt nammi hérna). Sefur um miðjan daginn, borðar kvöldmat í fyrsta lagi klukkan 9, vakir fram eftir öllu...fer með börnin sín á krárnar. Það er margt öðruvísi hér.
Þá er þetta gott í bili.
A luego!
Loksins gat ég stolist inn á internet hjá einhverjum nágrananum. Við höfum stundum getað stolist inn á það ... en aðra daga virkar það bara engan veginn. Mér er bara búið að leiðast síðustu daga. Ég er búin að vera lasin. Fyrst var mér illt í hálsinum og svo fékk ég hita... núna er nefið á mér alveg stíflað. Ég er því að mestu leiti búin að vera heima.
Þrátt fyrir slappleika hef ég þó þurft að mæta í skólann. Það var kynningarfundur á miðvikudaginn fyrir okkur skiptinemana.. allt á spænsku auðvitað... og viti menn.. ég held bara að ég hafi náð öllum skilaboðunum. Svo seinna um daginn var spænskupróf... svona til að testa hvar við stæðum í spænskunni. Ég er meðalgóð, svo ég fer í millihópinn. Ég vil kalla mig nokkuð góða, sérstaklega þar sem að það er langt síðan ég var að læra spænsku af einhverri alvöru.
Ég mætti síðan í fyrsta tímann minn í dag. Enskar bókmenntir og póstmódernismi... nokkuð áhugavert.. kennarinn var alveg eins og Magga danska!! og frekar fyndinn karakter! Svo prófa ég fleiri kúrsa í næstu viku. Ég get alveg dregið það til 28. febrúar að velja kúrsa.. en það væri nú ágætt að fá þetta á hreint sem fyrst. Maður fær svolitla special treatment af því að maður er Erasmus stúdent.
Annars er ég farin að falla til hérna í Valladolid. Það er svo gaman að sjá hvað það eru allt aðrir siðir hér, heldur en í Norður Evrópu. Fólk borðar kökur í morgunmat, stoppar helst ekki á kaffhúsum nema í 10 mínútur, borðar ekki nammi, (það er valla hægt að kaupa neitt nammi hérna). Sefur um miðjan daginn, borðar kvöldmat í fyrsta lagi klukkan 9, vakir fram eftir öllu...fer með börnin sín á krárnar. Það er margt öðruvísi hér.
Þá er þetta gott í bili.
A luego!
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Thá er ég flutt inn í íbúd í midbae Valladolid. Vid erum ekki med internet... allavega ekki enn sem komid er og eg veit ekki alveg hvernig tad fer. Vid Kajsa erum búnar ad eignast eina vinkonu. Thýsk stelpa sem heitir Sabine, hùn er skiptinemi fra Austurrískum háskóla. Vid erum búnar ad vera ad koma okkur fyrir, kaupa rúmfot og teppi... ekki saeng... heldur teppi ja. Vid byrjum svo i skolanum i naestu viku... en samt held eg ekkert fyrir alvoru fyr en i tharnaestu. Vid erum ekki einu sinni bunar ad velja kursa. Tad gengur allt frekar haegt fyrir sig herna, folk er ekkert ad stressa sig neitt of mikid. Eg a erfitt med ad venjast siestunni. Mer leidist svo mikid a milli 2 og 5.. veit ekkert hvad eg a af mer ad gera, en aetli madur fai ekki nog ad gera tegar skolinn byrjar. Eg aetla ekki ad hafa tetta lengra nun. Eg a mjog erfitt med a skrifa a tessa tolvu herna a internetkaffinu.... eg aetla ad fara a fullt a morgun og reyna ad finna ut hvad er haegt ad gera med internet.
Hasta luego
Hasta luego