miðvikudagur, maí 10, 2006

Hi People!
Hér er bara ennþá sól og sumar og gömlu konurnar alltaf í sólbaði.. og þá sérstaklega þessi crazy gamla. Ég reyndar sá inn til hennar um daginn og komst þá að því að hún er líka með sólbekk heima hjá sér! Hvað er að fólki???
Ég fór í dag með bekknum mínum í heimsókn í RUC gamla skólann minn, en við verðum í landafræðideildinni þar á næstu önn. Það var ekkert smá gaman að koma þangað í þessu góða veðri líka. Svo hitti ég líka eithvað af gömlu félögunum náttúrulega. Það eru allir svo vinalegir í RUC, mér finnst það bara alveg best. Örugglega krúttlegasti háskóli í heimi. Okkur var boðið upp á samlokur og gos og svo kökur sem mamma eins kennarans hafði bakað, ég var eiginlega búin að gleyma hvað þetta er allt saman vinalegt. Krakkarnir úr bekknum mínum voru heldur ekki að komast yfir þetta. Þau voru svo þvílíkt ánægð og eru orðin svo spennt fyrir næstu önn. Kennararnir voru líka heilmikið að tala um öll partíin sem eru haldin í skólanum og verðið á bjórnum og annað og ekki skemmdi það fyrir spenningnum, en það er álíka strangar reglur um áfengi í Svíþjóð og gilda á Íslandi. T.d. fóru mikil hlátrasköll um hópinn þegar hann Søren kennari var að segja frá þeirri reglu, sem var komið á fyrir tveimur árum, að það væri bannað að drekka bjór fyrir klukkan 4 á daginn og fyrir kl. 2 á föstudögum. En fyrir utan partíkynningar og át, þá var næstu önn kynnt fyrir okkur og líst mér bara nokkuð vel á. Mér datt ekki í hug að landafræði gæti verið svona spennandi, eins og þessu var lýst. Þar að auki verður hún Guðrún Ösp í sama skóla, það er nú ekki af verri endanum. Við munum eiga margar skemmtilegar lestarferðir saman :)
En nú held ég að það sé komið gott af þessu blaðri mínu í bili. Verið sæl.
P.s. Svona að lokum langar mig að benda ykkur á skemmtilegan gaur í Kanada sem við Rafnar erum búin að vera að fylgjast með. Hann er að vinna í því að breyta einni rauðri bréfaklemmu í hús, en kíkið endilega á þessa síðu til þess að komast að því hvernig hann fer að því. Algjör snilld skal ég segja ykkur.

föstudagur, maí 05, 2006

Ég er að klára síðasta prófið mitt í dag :) Á að skila til kennaranst fyrir klukkan 12 í kvöld. Ekki fleiri próf, bara ein ritgerð um eithvað sem ég skil. Ekki meira um eithvað sem ég skil ekki.
Það er sko komið þvílíkt gott stuttermabolaveður hérna og það er æðislegt :) Þannig á þetta að vera. Ég ætla að joina gömlu konunum hérna í húsinu hjá mér út í garði alla næstu viku. Það eru bekkir og borð svo að ég get bara setið þar og lesið og skrifað. Það er sérstaklega ein hérna sem leggur mikinn metnað í brúnkuna sína. Hún er svona eithvað um 75 ára og er mætt út á bekkinn sinn í sundfötum snemma á morgnanna og liggur í sólbaði allan daginn! Ég hef aldrei vitað annað eins. Enda er hún nú þegar komin með þokkalegan lit.
Jæja, best að koma sér að verki aftur...
Ciao!