Vika liðin og við erum búin að koma okkur vel fyrir í herberginu okkar.
Annars er ég nú eiginlega mest búin að ver að liggja í leti og hrofa á Nip tuck, ég fékk 2 seríur af Nip tuck hjá Möllu fyrir tveimur vikum og ég á síðasta þáttinn eftir. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi ekki gert neitt annað. Í gær fórum við á hjólauppboð til að kaupa hjól handa Rafnari. Det er røv kedeligt! En það gekk fyrir rest og hann fékk fallegt hjól fyrir lítinn pening. Í dag fórum við því í hjólatúr um Kaupmannahöfn. hjóluðum niður á Kongengs Nytorv, fórum þaðan og kíktum á Amalienborg, svo litlu hameyjuna.... svona smá túristahringur. Við hittum síðan Láru og Sissú vinkonu hennar og fórum með þeim á kaffihús. Það var alveg ágætis veður í dag, þrátt fyrir smá kulda. Mjög góður dagur bara. Betra en að liggja í leti held ég bara. Nú er ég líka hætt að liggja í leti! Það gengur. Jæja ég ætla að snúa mér að kronikunni, svo skemmtilegir þættir.
Kveðja
---- Sjónvarpssjúklingur og letinginn Sólveig -----
sunnudagur, janúar 30, 2005
sunnudagur, janúar 23, 2005
Ég ætla svona rétt að ná að blogga einu sinni áður en ég fer frá Íslandi.
Ég tók bara alveg mánaðarpásu á meðan ég var hérna á Íslandi. Náði aðldrei að einbeita mér af því að setjast niður við tölvuna og gera eihvað sniðugt eins og að blogga.
Nú er klukkutími í að við Rafnar förum út á flugvöll og við erum alveg að verða klár í slaginn.
Það var gaman að koma heim og hitta alla góðu vinina sína og fjölskyldu.
Takk fyrir samveruna þennan mánuðinn. Auðvitað hlakka ég til að' hitta ykkur öll aftur í sumar og sum jafnvel fyr.
Kem með mánaðarannál þegar ég er búin að koma mér fyrir við skrifborðið mitt góða í herberginu mínu í Hollænderdybet.
Knuz til alle!
Ég tók bara alveg mánaðarpásu á meðan ég var hérna á Íslandi. Náði aðldrei að einbeita mér af því að setjast niður við tölvuna og gera eihvað sniðugt eins og að blogga.
Nú er klukkutími í að við Rafnar förum út á flugvöll og við erum alveg að verða klár í slaginn.
Það var gaman að koma heim og hitta alla góðu vinina sína og fjölskyldu.
Takk fyrir samveruna þennan mánuðinn. Auðvitað hlakka ég til að' hitta ykkur öll aftur í sumar og sum jafnvel fyr.
Kem með mánaðarannál þegar ég er búin að koma mér fyrir við skrifborðið mitt góða í herberginu mínu í Hollænderdybet.
Knuz til alle!