.... skrítið!
Stundum þegar ég er ein fer ég að hugsa um eithvað fáránlegt. Ég held að það kannist allir við það. Maður getur alveg sturlast stundum. Oft langar mig til þess að deila þessum vangaveltum með mér en þá er kanski enginn til staðar. Þá hugsa ég með sjálfri mér að ég þyrfti bara að muna hvað ég er að hugsa og posta það síðan.
Svo sest ég niður fyrir framan tölvuna og ætla að fara að skrifa um það sem ég var að hugsa um... En nei! Þá kemur bara ekkert... þá er það sem ég var að hugsa um kannski svo rosalega fáránlegt að maður man ekki lengur hvað það var....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli