Tími til kominn ad láta vita af sér.
Ég er búin ad hafa tad gott hérna. Fyrsta kvøldid fór ég med Sigrúnu og Anne Marie í Tivoli á tónleika. Tar komu fram ýmsir gedveikir tónlitarmenn eins og Nik og Jay Maria Mena, og 50 cent og G-unit og fleiri og fleiri. Vid vorum tarna frá kl. 6 tilkl. 12... Gedveikt gaman.
Gærdagurinn fór í tad ad kaupa mér húsgøgn.... nú er herbergid mitt ordid bara nokkud kósí. vid fáum netid á morgun svo ad ég verd duglegri as skrifa.
Skrifa meira seinna.
Hej hej
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
föstudagur, ágúst 13, 2004
Blessuð blíðan!
Það hefur sko ekki farið fram hjá neinum þessi þvílíka bongóblíða sem er búin að vera hérna á landinu síðustu daga. Alveg er það fullkomin tímasetning á þessu. Akkúrat þegar ég fór í frí. Ég get sko ekki verið annað en ánægð með það. Ég er sko búin að njóta þess. Búin að reyna að liggja í sólbaði eins mikið og ég get. Ég er sko ekkert búin að fara í sólbað í sumar... enda alltaf að vinna fram á kvöld. Greyið Rafnar er alltaf að reyna að læra úti og ég alltaf eithvað að tala við hann og trufla hann, Tíminn er búinn að fara í eithvað svona hangs núna.. sem er alveg frábært. Var hjá Braga að horfa á hann drepa geitunga í tugatali á þriðjudaginn.... búin að heimsækja stelpurnar í bæjarvinnunni nokkrum sinnum og í gær fór ég í sund með Guðrúnu Birnu í Hafnarfirðinum. Í dag var ég meira að segja soldið dugleg og fór með flöskur og dósir í Sorpu og þreif bílinn aðeins. Ég tímdi nú ekki að eyða allt öf löngum tíma í það... varð bara að komast aftur í sólbað. Það er það að frétta af græna fallega bílnum að hann er ekkert að fara úr fjölskyldunni,. Bragi og Kristjana ætla að taka hann að sér greyiðl. Ætli ég þurfi ekki að taka þau í smá ökutíma því hann er með soddan sérþarfir þessi blessaði fákur.
Jæja nú ætla ég að koma mér í háttinn. Ég veit ekki hvprt að ég get sofnað því mér er svo heitt. Það mætti halda að ég væri ekki á Íslandi.
Það hefur sko ekki farið fram hjá neinum þessi þvílíka bongóblíða sem er búin að vera hérna á landinu síðustu daga. Alveg er það fullkomin tímasetning á þessu. Akkúrat þegar ég fór í frí. Ég get sko ekki verið annað en ánægð með það. Ég er sko búin að njóta þess. Búin að reyna að liggja í sólbaði eins mikið og ég get. Ég er sko ekkert búin að fara í sólbað í sumar... enda alltaf að vinna fram á kvöld. Greyið Rafnar er alltaf að reyna að læra úti og ég alltaf eithvað að tala við hann og trufla hann, Tíminn er búinn að fara í eithvað svona hangs núna.. sem er alveg frábært. Var hjá Braga að horfa á hann drepa geitunga í tugatali á þriðjudaginn.... búin að heimsækja stelpurnar í bæjarvinnunni nokkrum sinnum og í gær fór ég í sund með Guðrúnu Birnu í Hafnarfirðinum. Í dag var ég meira að segja soldið dugleg og fór með flöskur og dósir í Sorpu og þreif bílinn aðeins. Ég tímdi nú ekki að eyða allt öf löngum tíma í það... varð bara að komast aftur í sólbað. Það er það að frétta af græna fallega bílnum að hann er ekkert að fara úr fjölskyldunni,. Bragi og Kristjana ætla að taka hann að sér greyiðl. Ætli ég þurfi ekki að taka þau í smá ökutíma því hann er með soddan sérþarfir þessi blessaði fákur.
Jæja nú ætla ég að koma mér í háttinn. Ég veit ekki hvprt að ég get sofnað því mér er svo heitt. Það mætti halda að ég væri ekki á Íslandi.
mánudagur, ágúst 09, 2004
Í dag líður mér mikið betur. Þessi lyf eru eitthvað að virka. Ég svaf ekki mjög vel samt og vaknaði kvalin. En svo tók ég lyfin og þá varð allt betra eftir smá stund. Ég fór í dag og breytti lögheimilinu mínu, fór í bankann og lét vita um nýtt heimilsfang og sótti um kreditkort... við skulum nú vona að ég sé ein af þeim sem kann með svoleiðis tól að fara..... svo að þetta endi ekki illa.Ég held þá barasta að ég sé alveg reddí fyrir flutningana. Eftir þessar útréttingar fór ég í heimsókn í til stelpnanna minna í bæjarvinnunni. Æ hvað það er gaman hjá þeim í vinnunni svona allar saman. Ég hitti líka hana Sjöfn með sætu sætu bumbuna sína... hún hefur stækkað ekkert lítið! vá! Ég hlakka til að koma heim í janúar og sjá litla krílið hennar. Það eru allstaðar börn á leiðinni... hún Hafdís var sett í gær.... en ég veit ekki til þess að það hafi neitt gerst ennþá. hí þetta er spennó. Það er ágætt að vinkonur mínar standi í þessu fjölgunarhlutverki... ekki ætla ég að skipta mér að því í bili allavega.
Ég þarf að fara og kveðja hana Katrínu í dag, því hún er að fara til Spánar í fyrramálið... það mætti halda að hún væri með einhvern njálg. Hún er nýkomin heim frá LA en er strax að fara út aftur... reyndar bara í stutta stund. Um að gera að njóta lífsins.
Þá er ég farin
bæbæ
Ég þarf að fara og kveðja hana Katrínu í dag, því hún er að fara til Spánar í fyrramálið... það mætti halda að hún væri með einhvern njálg. Hún er nýkomin heim frá LA en er strax að fara út aftur... reyndar bara í stutta stund. Um að gera að njóta lífsins.
Þá er ég farin
bæbæ
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Great!
Akkúrat þegar ég er komin í frí, þá verð ég veik. Ég er svoleiðis búin að engjast sundur og saman af magaverkjum. Hef valla getað hreyft mig. Ég sem ætlaði að nota tímann svo vel og gera alls konar skemmtó. Í nótt þá leið mér svo illa að ég gat engan vegin sofið og var alltaf að snúa mér og vera brussa.... eins og Bramingegade vinkonur mínar þekkja best.... þá getur orðið ansi mikill hamagangur hjá mér á nóttunni. Alla vega þá endaði þetta með því að hann Rafnar gafst upp á mér og fór að sofa í rúmi systur hans. Þá loksins gat ég sofnað aðeins. Við sofum náttúrulega í OF litlu rúmi og erum alltaf í kremju.
Ég fór svo áðan á læknavaktina. Þetta eru s.s. einhverjar magabólgur og nú er ég búin að fá lyf við þessu svo að þetta ætti að fara að lagast. vonandi verður næsta nótt betri.
Akkúrat þegar ég er komin í frí, þá verð ég veik. Ég er svoleiðis búin að engjast sundur og saman af magaverkjum. Hef valla getað hreyft mig. Ég sem ætlaði að nota tímann svo vel og gera alls konar skemmtó. Í nótt þá leið mér svo illa að ég gat engan vegin sofið og var alltaf að snúa mér og vera brussa.... eins og Bramingegade vinkonur mínar þekkja best.... þá getur orðið ansi mikill hamagangur hjá mér á nóttunni. Alla vega þá endaði þetta með því að hann Rafnar gafst upp á mér og fór að sofa í rúmi systur hans. Þá loksins gat ég sofnað aðeins. Við sofum náttúrulega í OF litlu rúmi og erum alltaf í kremju.
Ég fór svo áðan á læknavaktina. Þetta eru s.s. einhverjar magabólgur og nú er ég búin að fá lyf við þessu svo að þetta ætti að fara að lagast. vonandi verður næsta nótt betri.
laugardagur, ágúst 07, 2004
Þá er ég komin í frí!
Ég er hætt að vinna hjá Bílastæðasjóði. Ég get nú alveg sagt það að ég á ekki á ekki eftir að sakna þess mikið að taka á móti fólki á hverjum degi sem er alveg sjóðandi, hoppandi illt yfir stöðumælasektum. Það var nú samt alveg ljómandi gott fólk upp til hópa að vinna með mér.
Ég byrjaði fríið mitt á því að fá svona svakalega í magan. Í gærkvöldi var ég komin alveg í keng út af magaverk og ég var alltaf að vakna í nótt alveg að drepast í mallanum. Ég ætla nú að vona að þetta lagist í dag, svo ég geti notið þess að vera í fríi á Íslandi. Það er nú ekki svo langt þangað til ég fer út. Það eru bara 9 dagar í það. Ég ætla bara að nota tímannm á meðan ég er svona slöpp í það að lesa Davinci code. Ég mæli sko með þeirri bók. Vá hvað ég er að kynnst mörgu sem ég vissi hreynlega ekki að væri til. Það er til e-ð kaþólkst trúarsamfélag þar sem fólkið lifir eins og það sé einhvern tímann á fornöldum. Það eru alls konar reglur. Fólk má ekki hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða neitt nema með leyfi frá einhverjum yfirmönnum. Allur póstur til fólksins er ritskoðaður, líka reikningar.... annars hefur fólk ekki neina reikninga, það gefur öll sín laun til félagsins. Fólkið sem er í þessu á að hafa einhverja ól um mittið og strekkja vel í einhvern tíma á hverjum degi... held ég til að finna fyrir sársaukanum... því það á að vera gott fyrir mann. Hér er hægt að fræðast um þetta. Kíkið á þetta.
Ég ætla þá að halda áfram að lesa og vona að það verði gott úr þessari helgi þrátt fyrir magapínu.
Ég er hætt að vinna hjá Bílastæðasjóði. Ég get nú alveg sagt það að ég á ekki á ekki eftir að sakna þess mikið að taka á móti fólki á hverjum degi sem er alveg sjóðandi, hoppandi illt yfir stöðumælasektum. Það var nú samt alveg ljómandi gott fólk upp til hópa að vinna með mér.
Ég byrjaði fríið mitt á því að fá svona svakalega í magan. Í gærkvöldi var ég komin alveg í keng út af magaverk og ég var alltaf að vakna í nótt alveg að drepast í mallanum. Ég ætla nú að vona að þetta lagist í dag, svo ég geti notið þess að vera í fríi á Íslandi. Það er nú ekki svo langt þangað til ég fer út. Það eru bara 9 dagar í það. Ég ætla bara að nota tímannm á meðan ég er svona slöpp í það að lesa Davinci code. Ég mæli sko með þeirri bók. Vá hvað ég er að kynnst mörgu sem ég vissi hreynlega ekki að væri til. Það er til e-ð kaþólkst trúarsamfélag þar sem fólkið lifir eins og það sé einhvern tímann á fornöldum. Það eru alls konar reglur. Fólk má ekki hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða neitt nema með leyfi frá einhverjum yfirmönnum. Allur póstur til fólksins er ritskoðaður, líka reikningar.... annars hefur fólk ekki neina reikninga, það gefur öll sín laun til félagsins. Fólkið sem er í þessu á að hafa einhverja ól um mittið og strekkja vel í einhvern tíma á hverjum degi... held ég til að finna fyrir sársaukanum... því það á að vera gott fyrir mann. Hér er hægt að fræðast um þetta. Kíkið á þetta.
Ég ætla þá að halda áfram að lesa og vona að það verði gott úr þessari helgi þrátt fyrir magapínu.
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Það er víst kominn tími á að ég skrifi á þetta blessaða blogg mitt.
Það gekk nú ekkert of vel með Malmö háskóla.. en í fyrstu umferð var ég númer 28 og það eru 22 sem komast inn... sem sagt þá er ég nr. 6 á listanum. Ég fæ að heyra frá þeim aftur 9. ágúst. Eftir þessi vonbrigði þá stólaði ég á Hróaskeldu að hleypa mér inn í skólann. En á föstudaginn kom bréf til mín og í því stóð að mér hefði ekki verið veitt skólavist hjá þeim. Ég varð mjög svekkt. Fór bara MJÖG snemma að sofa á föstudaginn því ég var eithvað svo pirruð á þessu stressi. Næstum allri helginni eyddi ég í það að finna út úr því hvað ég gæti gert, hvað ég gæti sótt um í staðin o.s.frv. ég var búin að finna mjög áhugavert nám í CBS(Caupenhagen business school) en þá kom babb í bátinn. Ég var búin að pakka niður afrtitunum af einkunnunum mínum ofan í kassa og sá kassi var lengst inn í bílskúr... undir allri búslóðinni okkar! Great! og MK lokaður vegna sumarfría. Ég í panik kasti hringdi út um allt og í alla! Hvað á ég að gera? Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja í Hróaskeldu ig biðja þá um að senda mér einkunirnar til baka. Ég hringdi og bar upp ósk mína. Sú sem ég talaði við bað mig um að gefa upp kennitölu. Þá sá hún það að ég hefði verið tekin inn í skólann! Ég alveg gáttuð! Er det rigitigt! Þá var bara bréf á leiðinni til mín! Vá hvað ég varð ekkert smá glöð! Ég var alveg mjög hallærisleg og sagði öll hallærislegu upphrópunar orð í dönsku. Hva cool! Tak! super! oj hvað ég var halló! Alla vega þá er ég komin inn í RUC, international basic sudies programme. Ég er búin að flytja flest mitt dót út. Ég er bara með eina stóra ferðatösku hérna hjá mér. Ég bý hjá Rafnari þangað til ég fer út þann 16. ágúst:) Þá flyt ég á Hollænderdybet 20 á Amager. Ekki skemmtó? Hí hí
Nú líður mér alla vega soldið betur í sálinni því ég veit að ég er örugg þarna inni. Það er ógeð að vita ekkert hvað maður er að fara að gera. Ég verð að hafa að minnsta kosti hálfs árs plan!
Allt er gott sem endar vel
Það gekk nú ekkert of vel með Malmö háskóla.. en í fyrstu umferð var ég númer 28 og það eru 22 sem komast inn... sem sagt þá er ég nr. 6 á listanum. Ég fæ að heyra frá þeim aftur 9. ágúst. Eftir þessi vonbrigði þá stólaði ég á Hróaskeldu að hleypa mér inn í skólann. En á föstudaginn kom bréf til mín og í því stóð að mér hefði ekki verið veitt skólavist hjá þeim. Ég varð mjög svekkt. Fór bara MJÖG snemma að sofa á föstudaginn því ég var eithvað svo pirruð á þessu stressi. Næstum allri helginni eyddi ég í það að finna út úr því hvað ég gæti gert, hvað ég gæti sótt um í staðin o.s.frv. ég var búin að finna mjög áhugavert nám í CBS(Caupenhagen business school) en þá kom babb í bátinn. Ég var búin að pakka niður afrtitunum af einkunnunum mínum ofan í kassa og sá kassi var lengst inn í bílskúr... undir allri búslóðinni okkar! Great! og MK lokaður vegna sumarfría. Ég í panik kasti hringdi út um allt og í alla! Hvað á ég að gera? Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja í Hróaskeldu ig biðja þá um að senda mér einkunirnar til baka. Ég hringdi og bar upp ósk mína. Sú sem ég talaði við bað mig um að gefa upp kennitölu. Þá sá hún það að ég hefði verið tekin inn í skólann! Ég alveg gáttuð! Er det rigitigt! Þá var bara bréf á leiðinni til mín! Vá hvað ég varð ekkert smá glöð! Ég var alveg mjög hallærisleg og sagði öll hallærislegu upphrópunar orð í dönsku. Hva cool! Tak! super! oj hvað ég var halló! Alla vega þá er ég komin inn í RUC, international basic sudies programme. Ég er búin að flytja flest mitt dót út. Ég er bara með eina stóra ferðatösku hérna hjá mér. Ég bý hjá Rafnari þangað til ég fer út þann 16. ágúst:) Þá flyt ég á Hollænderdybet 20 á Amager. Ekki skemmtó? Hí hí
Nú líður mér alla vega soldið betur í sálinni því ég veit að ég er örugg þarna inni. Það er ógeð að vita ekkert hvað maður er að fara að gera. Ég verð að hafa að minnsta kosti hálfs árs plan!
Allt er gott sem endar vel
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Jæja þá er kominn þriðjudagur í örlagavikunni miklu!
Helgin var annars alveg ágæt hjá mér. Ég fór í svakalega kósí útistemmningu í vinnuskólanum í Kópavogi. Ég og Eva María gerðumst boðflennur í unglingavinnuflokkstjórafest..(langt orð) við vorum úti í góða sumarkvöldinu og sungum útilegusöngva og rokksöngva og poppsöngva og okkar söngva.... alla vega þá var hann Árni Thor nokkuð lagin að spila á gítarinn og kunni alveg helling af lögum.
Á laugardaginn fór ég til hennar Systu og lét hana hjálpa mér í því að viðhalda ljóskunni.. Ég er ekki þessa dökkhærða týpa... ekki nógu gáfuð held ég.. hehe.
Um kvöldið fór ég með Guðnýju skvís og Fatimu vinnufélaga hennar (reyndar líka Katrínar) í svaka partí í Ýmishúsinu.. Þar hitti ég hana Guðrúnu Birnu og ég skal sko garantera það að þar lak svitin af mannskapnum. Það var mikið dansað. Mikið gaman, mikið fjör.
Svo var haldið á heimavöll Guðnýjar, þ.e.a.s. Vegamót.... ég veit ekki hvað hún gerir þegar hún flytur til DK eftir 1 og 1/2 viku og kemst ekki á Vegamót... kannski að það sé staður í Viborg sem heitir "krysvej".
Merkilega er að ég hitti enga af kellingunum... þótt að ég hafi rölt mikið um bæinn.. Það fannst mér svolítð leitt.. en ég gat ekkert einu sinni hringt því að ég hafði gleymt símanum mínu.. Eu!
ég nefndi það í fyrstu setningu þessarar færslu að vikan sem nú er að líða væri örlagavika. Það er nefnilega á leiðinni bréf í pósti til mín frá Háskólanum í Malmö með svari um það hvort að ég komist inn í skólan eða ekki! Ég er með svo mikinn hjartslátt allan sólarhringinn og lófasviitinn sprettur eins og músin í móa!
Það var ekki sérlega uppörfandi að kíkja á heimasíðu skólans. Þar voru þær upplýsingar að 600-700 útlendingar sóttu um skólavist en aðeins 200 manns var hún veitt. Ég reyni að vera jákvæð og vona það besta. Það væri nú ekki heimsendir að komast ekki inn. En þau vita þá ekki af hverju þau eru að missa! :)
Jæja ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vinnunni í dag og lækka bunkann á skrifborðinu mínu sem var orðinn 530m yfir sjávarmáli niður í 300m yfir sjávarmáli. Nú ætla ég að minnka hann enn frekar..
hej hej allíúbba!
Helgin var annars alveg ágæt hjá mér. Ég fór í svakalega kósí útistemmningu í vinnuskólanum í Kópavogi. Ég og Eva María gerðumst boðflennur í unglingavinnuflokkstjórafest..(langt orð) við vorum úti í góða sumarkvöldinu og sungum útilegusöngva og rokksöngva og poppsöngva og okkar söngva.... alla vega þá var hann Árni Thor nokkuð lagin að spila á gítarinn og kunni alveg helling af lögum.
Á laugardaginn fór ég til hennar Systu og lét hana hjálpa mér í því að viðhalda ljóskunni.. Ég er ekki þessa dökkhærða týpa... ekki nógu gáfuð held ég.. hehe.
Um kvöldið fór ég með Guðnýju skvís og Fatimu vinnufélaga hennar (reyndar líka Katrínar) í svaka partí í Ýmishúsinu.. Þar hitti ég hana Guðrúnu Birnu og ég skal sko garantera það að þar lak svitin af mannskapnum. Það var mikið dansað. Mikið gaman, mikið fjör.
Svo var haldið á heimavöll Guðnýjar, þ.e.a.s. Vegamót.... ég veit ekki hvað hún gerir þegar hún flytur til DK eftir 1 og 1/2 viku og kemst ekki á Vegamót... kannski að það sé staður í Viborg sem heitir "krysvej".
Merkilega er að ég hitti enga af kellingunum... þótt að ég hafi rölt mikið um bæinn.. Það fannst mér svolítð leitt.. en ég gat ekkert einu sinni hringt því að ég hafði gleymt símanum mínu.. Eu!
ég nefndi það í fyrstu setningu þessarar færslu að vikan sem nú er að líða væri örlagavika. Það er nefnilega á leiðinni bréf í pósti til mín frá Háskólanum í Malmö með svari um það hvort að ég komist inn í skólan eða ekki! Ég er með svo mikinn hjartslátt allan sólarhringinn og lófasviitinn sprettur eins og músin í móa!
Það var ekki sérlega uppörfandi að kíkja á heimasíðu skólans. Þar voru þær upplýsingar að 600-700 útlendingar sóttu um skólavist en aðeins 200 manns var hún veitt. Ég reyni að vera jákvæð og vona það besta. Það væri nú ekki heimsendir að komast ekki inn. En þau vita þá ekki af hverju þau eru að missa! :)
Jæja ég er búin að vera ótrúlega dugleg í vinnunni í dag og lækka bunkann á skrifborðinu mínu sem var orðinn 530m yfir sjávarmáli niður í 300m yfir sjávarmáli. Nú ætla ég að minnka hann enn frekar..
hej hej allíúbba!
föstudagur, júlí 09, 2004
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Það er bara allt að gerast!
Vá hvað ég er syfjuð... Ég held að ég ´þurfi virkilega á því að halda að fara snemma að sofa í kvöld. Sjáum nú til með það.
Það komu 3 að skoða íbúðina í gær. Mamma og pabbi lofuðu að það yrðu ekki fleiri. Vonandi er bara búið að finna leigendur. Það var komið 1 tilboð í gærkvöldi. Þetta er bara að gerast! I'm leaving!
1 og hálfur mánuður eftir á Íslandi og svo bara : adios amigos!
Ég fann svona sterkt fyrir því þegar fólkið var að skoða húsið mitt. Mér fannst það ekkert svo þægilegt!
Farin í afmæli hjá Arnari litla frænda sem er orðinn stór strákur að fara í 3. bekk :)
Vá hvað ég er syfjuð... Ég held að ég ´þurfi virkilega á því að halda að fara snemma að sofa í kvöld. Sjáum nú til með það.
Það komu 3 að skoða íbúðina í gær. Mamma og pabbi lofuðu að það yrðu ekki fleiri. Vonandi er bara búið að finna leigendur. Það var komið 1 tilboð í gærkvöldi. Þetta er bara að gerast! I'm leaving!
1 og hálfur mánuður eftir á Íslandi og svo bara : adios amigos!
Ég fann svona sterkt fyrir því þegar fólkið var að skoða húsið mitt. Mér fannst það ekkert svo þægilegt!
Farin í afmæli hjá Arnari litla frænda sem er orðinn stór strákur að fara í 3. bekk :)
mánudagur, júlí 05, 2004
Goð helgi
Föstudagurinn var bara tekinn rólega. Svo vaknaði ég snemma á laugardaginn og tók til aðeins heima því að húsið er bara alltaf í rúst þegar ég og Sigrún erum einar heima! Svo fór ég til Guðnýjar í Zöru og fann á mig föt til að ha' paa í bryllupinu.... Ég var ekki í hendingskasti eins og ég bjóst við og ég gat alveg tekið minn tíma í að gera mig til. Sem er ágæt tilbreyting frá því að vera alltaf á seinustu stundu. Ég var bleik og hvít... mjög sumarleg :)og í stíl við þemað í veislunnu :) Það var mjög gaman að fara í brúðkaup. Athöfnin var í Kópavogskirkjunni góðu. Allt saman voðalega fallegt. Svo var haldið í veislu í flugvirkjasalnum. Æ það er alltaf einhver svo sérstök stemmning í svona brúðarveislum. Allir voða krúttlegir. Ég hefði sko ekki viljað vera singúl í þessu brúðkaupi, Öll pör voru svo mikið að knúsast og allir væmnir og glaðir.
Í gær var ég svo bara heima og tók á móti fólki sem var að skoða íbúðina. Mamma og pabbi eru sko í sumó og þess vegna kemur það í minn hlut að sýna hana fólki. Aftur þurftum við Sigrún að standa á haus við að taka til. Ég skil þetta ekki! Hvernig geta tvær manneskjur draslað svona mikið til!?!?
Ég er afskaplega þreitt í dag því að ég vakti eftir frænda mínum sem var á Metalica. Hann kom heim alveg rennandi blautur af svita og alveg uptjúnaður. Við fórum ekki að sofa fyr en rétt fyrir 3 í nótt. Það var því erfitt að vakna í morgun. Ég skreið svo út í bíl í hádegishléinu mínu og lagði mig... það var samt eiginlega of kallt til þess að sofna. Nú er ég farin heim að sýna íbúðina aftur!
Föstudagurinn var bara tekinn rólega. Svo vaknaði ég snemma á laugardaginn og tók til aðeins heima því að húsið er bara alltaf í rúst þegar ég og Sigrún erum einar heima! Svo fór ég til Guðnýjar í Zöru og fann á mig föt til að ha' paa í bryllupinu.... Ég var ekki í hendingskasti eins og ég bjóst við og ég gat alveg tekið minn tíma í að gera mig til. Sem er ágæt tilbreyting frá því að vera alltaf á seinustu stundu. Ég var bleik og hvít... mjög sumarleg :)og í stíl við þemað í veislunnu :) Það var mjög gaman að fara í brúðkaup. Athöfnin var í Kópavogskirkjunni góðu. Allt saman voðalega fallegt. Svo var haldið í veislu í flugvirkjasalnum. Æ það er alltaf einhver svo sérstök stemmning í svona brúðarveislum. Allir voða krúttlegir. Ég hefði sko ekki viljað vera singúl í þessu brúðkaupi, Öll pör voru svo mikið að knúsast og allir væmnir og glaðir.
Í gær var ég svo bara heima og tók á móti fólki sem var að skoða íbúðina. Mamma og pabbi eru sko í sumó og þess vegna kemur það í minn hlut að sýna hana fólki. Aftur þurftum við Sigrún að standa á haus við að taka til. Ég skil þetta ekki! Hvernig geta tvær manneskjur draslað svona mikið til!?!?
Ég er afskaplega þreitt í dag því að ég vakti eftir frænda mínum sem var á Metalica. Hann kom heim alveg rennandi blautur af svita og alveg uptjúnaður. Við fórum ekki að sofa fyr en rétt fyrir 3 í nótt. Það var því erfitt að vakna í morgun. Ég skreið svo út í bíl í hádegishléinu mínu og lagði mig... það var samt eiginlega of kallt til þess að sofna. Nú er ég farin heim að sýna íbúðina aftur!
laugardagur, júlí 03, 2004
Ég hef átt mér marga uppáhaldsþætti um æfina... ég var að skoða nokkra þeirra..... Muniði eftir öllum þessum þáttum?
Life goes on
Obladí oblada lif goes on......Becca og Corky ....
My so called life
Like... uppáhalds like þátturinn minn like í like mjög langan like tíma.
ER
Dundurrum dundurum dundurum dunndum... ennþá get ég horft á þessa þætti! Klassík!
Baywatch
don´t you worry, it´s gonna be allright! Mich Bucanan er á vakt!
Beverly Hills 90210
Sá nookkra þætti á síðasta ári. Þetta er bara klassískt. Það er tíkin og það er góða fólkið og það er dópistinn og allt eftir uppskriftinni.
Friends
Sniff sniff! Ahbú! ég sakna þeirra! en maður getur alltaf horft á þá aftur og aftur og aftur og grenjað gjörsamlega úr hlátri!
Obladí oblada lif goes on......Becca og Corky ....

Like... uppáhalds like þátturinn minn like í like mjög langan like tíma.

Dundurrum dundurum dundurum dunndum... ennþá get ég horft á þessa þætti! Klassík!

don´t you worry, it´s gonna be allright! Mich Bucanan er á vakt!

Sá nookkra þætti á síðasta ári. Þetta er bara klassískt. Það er tíkin og það er góða fólkið og það er dópistinn og allt eftir uppskriftinni.

Sniff sniff! Ahbú! ég sakna þeirra! en maður getur alltaf horft á þá aftur og aftur og aftur og grenjað gjörsamlega úr hlátri!

Jæja!
Ég get þetta ekki lengur.
Ég skil þetta eiginlega ekki. Það er eins og maður sé orðinn haður því að blogga... enda búin að gera það í eitt og hálft ár... með smá pásum samt! Ég er allavega hætt í pásu... þó að ég sagðist ekki ætla að blogga neitt þangað til um miðjan júlí.
Ég var að horfa á Honey með systur minni. Það voru allir búnir að sjá þessa mynd nema ég. Vá hvað það er gaman að horfa á dansana! Mig langar að geta dansað svona. Kannski í næsta lífi... ja nema ef ég mundi helga líf mitt danslistinni hér eftir.
Framundan er helgin... Þetta er svolítið merkileg helgi. Fyrir ári, fyrstu helgina í júlí kynntumst við Rafnar. Já ég trúi því ekki að það sé komið ár síðan. Ég var svo glórulaus eithvað... nýkomin heim frá Danmörku og minnst!!! að pæla í einhverjum strákamálum þannig. En hlutirnir gerast oft þegar maður á síst von á þeim. Ég er núna að skrópa á ættarmóti. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á að fara... eða svoleiðis þó svo að það sé alltaf gaman að fara vestur í Önundarfjörð. Okkur Rafnari er líka boðið í brúðkaup á morgun og ekki vill maður missa af svoleiðis stór viðburðum... (jafnvel þó að ég þekki ekki brúðhjónin neitt voða vel) Ég þarf að fara í bæinn á morgun og finna mér einhvern bol til að vera í... ég ætla að reyna að vera svolítið sumarleg í hvítu pilsi og sumarlegum bol. Ég skal veðja að ég verð alveg á síðustu stundu að þessu. Annað hvort er tíminn svona fljótur að líða alltaf eða þá að maður er svo busy!
Anyways... ég ætla að halda áfram að nördast
ciao!
Ég get þetta ekki lengur.
Ég skil þetta eiginlega ekki. Það er eins og maður sé orðinn haður því að blogga... enda búin að gera það í eitt og hálft ár... með smá pásum samt! Ég er allavega hætt í pásu... þó að ég sagðist ekki ætla að blogga neitt þangað til um miðjan júlí.
Ég var að horfa á Honey með systur minni. Það voru allir búnir að sjá þessa mynd nema ég. Vá hvað það er gaman að horfa á dansana! Mig langar að geta dansað svona. Kannski í næsta lífi... ja nema ef ég mundi helga líf mitt danslistinni hér eftir.
Framundan er helgin... Þetta er svolítið merkileg helgi. Fyrir ári, fyrstu helgina í júlí kynntumst við Rafnar. Já ég trúi því ekki að það sé komið ár síðan. Ég var svo glórulaus eithvað... nýkomin heim frá Danmörku og minnst!!! að pæla í einhverjum strákamálum þannig. En hlutirnir gerast oft þegar maður á síst von á þeim. Ég er núna að skrópa á ættarmóti. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á að fara... eða svoleiðis þó svo að það sé alltaf gaman að fara vestur í Önundarfjörð. Okkur Rafnari er líka boðið í brúðkaup á morgun og ekki vill maður missa af svoleiðis stór viðburðum... (jafnvel þó að ég þekki ekki brúðhjónin neitt voða vel) Ég þarf að fara í bæinn á morgun og finna mér einhvern bol til að vera í... ég ætla að reyna að vera svolítið sumarleg í hvítu pilsi og sumarlegum bol. Ég skal veðja að ég verð alveg á síðustu stundu að þessu. Annað hvort er tíminn svona fljótur að líða alltaf eða þá að maður er svo busy!
Anyways... ég ætla að halda áfram að nördast
ciao!
föstudagur, júní 25, 2004

Þetta er hann Depill voffinn minn.
Hann vantar eithvað gott heimili í 1 ár því að við erum öll að fara að flytja til Danmerkur í ár.
Mamma, pabbi og sigrún koma svo aftur heim næsta sumar. Ef þú lesandi góður veist um einhvern góðan sem hugsanlega væri til í að taka hann að sér í ár... þá máttu endilega speak up!
miðvikudagur, júní 16, 2004
föstudagur, júní 04, 2004
Ferðahelgi #2
Nú styttist í það að við Rafnar leggjum í hann vestur á Snæfellsnes. Það verður Íslandsmeistaramót ISA í Big Jump á jöklinum á laugardaginn og ég ætla að fara og watch and learn! Það á víst að verða ágætist veður þarna á vesturlandinu, betra en fyrir sunnan þannig að ef að þið mætið kolamola sem heilsar ykkur eftir helgi þá látið þið ykkur ekki bregða ;) Það er rosa flott park þarna, búið að búa til helling af stökkpöllum. Ég er nú kannski ekki manneskja í það, en ég ætla eitthvað að reyna að standa í fæturnar á bretti.
Seeya!
Nú styttist í það að við Rafnar leggjum í hann vestur á Snæfellsnes. Það verður Íslandsmeistaramót ISA í Big Jump á jöklinum á laugardaginn og ég ætla að fara og watch and learn! Það á víst að verða ágætist veður þarna á vesturlandinu, betra en fyrir sunnan þannig að ef að þið mætið kolamola sem heilsar ykkur eftir helgi þá látið þið ykkur ekki bregða ;) Það er rosa flott park þarna, búið að búa til helling af stökkpöllum. Ég er nú kannski ekki manneskja í það, en ég ætla eitthvað að reyna að standa í fæturnar á bretti.
Seeya!
þriðjudagur, júní 01, 2004

Sveitasæla
Ég fór í sveitina mína síðustu helgi, í Hjarðardal í Önundarfirði. Það tekur alveg 6 tíma að keyra þangað... og ekki skemmtilegustu vegirnir sem maður keyrir. Mest allur laugardagurinn fór í það að sofa og ná úr mér pest sem ég náði mér í. Eftir vænan blund vaknaði ég svo um kvöldmatarleyti alveg nokkuð hress, svo að eftir mat var um að gera að skella sér á rúntinn á Ísafjörð. Við fórum nokkra rúnta á Silfurtorginu og tékkuðum á bílaflota bæjarins (aðallega Arnar frændi minn sem er mikill áhugamaður um allt sem heyrist í bruummbruummm!!) Það var svaka upplifun... mætti kannski kalla Ísafjörð Selfoss vestursins.... Annars skildist mér á heimamönnum að það væri Bolungavík... ég skal ekki segja. Alla vega þá hef ég ekki upplifað staðinn með þessum hætti áður. Á sunnudaginn voru svo mikil veisluhöld og mikið gaman. Tveir litlir/stórir frændur mínir að fermast. Um kvöldið fór ég svo út að leika með krökkunum og lærði nýjan leik! Þrír hlutir heitir hann og er svona blanda af ,,Fallin spíta" og ,,Eina krónu". Ég var alveg að lifa mig inn í leikinn og kastaði mér bara í þetta og fékk örugglega meiri grasgrænu á fötin mín en hinir krakkarnir. Eftir kröfturga fjallgöngu á sunnudeginum keyrði ég heimá leið. Ég hitti Rafnar í Borgarnesi og keyrðum við saman restina af leiðinni heim. En hann var á Snæfellsjökli að brettast eithvað, bæði á snjóbretti og surf bretti.
föstudagur, maí 28, 2004
já ég viðurkenni það!
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao
já ég viðurkenni það!
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao
Ég er versti bloggarinn! Engar afsakanir!
Ég er lasin núna. Fór veik heimúr vinnunni í gær og svaf alveg fram á kvöld.´Svo skrapp ég rétt aðeins í vinnuna áðan til þess að leysa af. Nú er ég heima að hvíla mig. Ég fer svo að leggja af stað í sveitina mína. Já ég verð á slóðum Gísla Súrssonar um helgina. Ferðinni er heitið í Önundarfjörðinn. Í sumarbústaðinn okkar. Frændur mínir eru að fara að fermast og ekki missir maður af því. Besta veðrið verður hjá mér um helgina og ég ætla bara að vona að mér fari að batna. Kem með svo sveitasögu eftir helgi!
Ciao
föstudagur, maí 21, 2004
Vó ! HVERT FÓR VIKAN?
Ok það var 1 frídagur í vikunni sem stytti hana aðeins. Mér finnst þetta bara mjög gott að vikurnar líði svona hratt því að ég er í einhverju svona millibilsástandi... ef þið vitið hvað ég á við... En ef við lítum á þetta í stærra samhengi þá er þetta nokkuð slæmt. Því hraðar sem manni finnst tíminn líða... því fyr verður maður gamall! Ég er skíthrædd við að verða gömul! og mig langar ekki að vera fullorðin.
Ég fór á útskriftasýningu Listaháskóla Íslands í dag í hádeginu. Ég hafði nú ekki mikinn tíma og þeyttist þarna í gegn. Reyndi að skoða sem mest. Þetta er rosalega skemmtileg sýning og mæli ég með því að kíkja á hana. Ég er jafnvel að hugsa um að fara aftur um helgina og taka einhvern með mér og taka mér góðan tíma í þetta. Það eru þarna nokkur verk sem vekja upp hjá manni hlátur og það er svo erfitt að vera einn þegar maður lendir í þannig aðstæðum. Það er alltaf betra að hafa einhvern með sér þegar maður hlær, annars er það svo vandræðalegt.
Ok það var 1 frídagur í vikunni sem stytti hana aðeins. Mér finnst þetta bara mjög gott að vikurnar líði svona hratt því að ég er í einhverju svona millibilsástandi... ef þið vitið hvað ég á við... En ef við lítum á þetta í stærra samhengi þá er þetta nokkuð slæmt. Því hraðar sem manni finnst tíminn líða... því fyr verður maður gamall! Ég er skíthrædd við að verða gömul! og mig langar ekki að vera fullorðin.
Ég fór á útskriftasýningu Listaháskóla Íslands í dag í hádeginu. Ég hafði nú ekki mikinn tíma og þeyttist þarna í gegn. Reyndi að skoða sem mest. Þetta er rosalega skemmtileg sýning og mæli ég með því að kíkja á hana. Ég er jafnvel að hugsa um að fara aftur um helgina og taka einhvern með mér og taka mér góðan tíma í þetta. Það eru þarna nokkur verk sem vekja upp hjá manni hlátur og það er svo erfitt að vera einn þegar maður lendir í þannig aðstæðum. Það er alltaf betra að hafa einhvern með sér þegar maður hlær, annars er það svo vandræðalegt.
föstudagur, maí 14, 2004
Jæja þá er eurovision helgin að ganga í garð. Þetta byrjar bara nokkuð vel. Það er að byrja grillveisla í vinnunni minni. Svo er aldrei að vita hvað ég geri í kvöld. Svo er aðalpartíið annað kvöld hjá ÍvMArí!Ekki er ég búin að ákveð hvaða lag ég ætla að kjósa... ég ætla bara að láta það ráðast á morgun... það eru þarna nokkur ágæt lög. Trúið mér! Ég er búin að stúdera þetta! Go'weekend!
fimmtudagur, maí 13, 2004
Sorrí!
Þessa dagana hef ég ekkert að segja... alveg ótrúlegt. Mér finnst bara ekkert merkilegt að gerast og ég hef ekkert merkilegt að hugsa um. Það koma svona dagar þar sem maður er alveg dauður. Ég lifi bar þvílíku rútínulífi. Vakna fer í vinnuna og geri það sama á hverjum degi, allt í sömu röð. Skoða svo bloggin, allt í réttri röð. Fer svo heim og horfi á sjónvarpið, fer í tölvuna og kannski út að hlaupa. Fer svo að sofa. Hitti valla fólk. Ég er svo þreytt þegar ég er búin í vinnunni á daginn að ég bara meika valla að fara út. Það er ekki eins og ég sé í þvílíkt líkamlegri vinnu. Maður verður svolítið svona þreyttur á sálinni eða svoleiðis. Það er stundum svo mikið áreiti. Ég er meira og minna allan daginn að svara fólki sem er ósátt og lendi í því stundum að vera kölluð einhverju miður fallegu. Maður mundi halda að það mundi venjast. En ég held að maður geti barasta ekki vanist því. Maður venst því ekki að fólk sé dónalegt við mann. Það er bara ekki rétt. Hlakka til að byrja í skólanum mínum.... hver sem hann verður.... (~,~,~) Hitta fólk sem maður á samleið með og nota heilann eithvað. Takast á við einhver verkefni! Gera eithvað spennandi. Það verður gaman. Get ekki beðið. Ég hætti að vinna 6. ágúst... spurning hvað gerist þá. Danmörk, Svíþjóð eða Ísland... kemur í ljós.
Þessa dagana hef ég ekkert að segja... alveg ótrúlegt. Mér finnst bara ekkert merkilegt að gerast og ég hef ekkert merkilegt að hugsa um. Það koma svona dagar þar sem maður er alveg dauður. Ég lifi bar þvílíku rútínulífi. Vakna fer í vinnuna og geri það sama á hverjum degi, allt í sömu röð. Skoða svo bloggin, allt í réttri röð. Fer svo heim og horfi á sjónvarpið, fer í tölvuna og kannski út að hlaupa. Fer svo að sofa. Hitti valla fólk. Ég er svo þreytt þegar ég er búin í vinnunni á daginn að ég bara meika valla að fara út. Það er ekki eins og ég sé í þvílíkt líkamlegri vinnu. Maður verður svolítið svona þreyttur á sálinni eða svoleiðis. Það er stundum svo mikið áreiti. Ég er meira og minna allan daginn að svara fólki sem er ósátt og lendi í því stundum að vera kölluð einhverju miður fallegu. Maður mundi halda að það mundi venjast. En ég held að maður geti barasta ekki vanist því. Maður venst því ekki að fólk sé dónalegt við mann. Það er bara ekki rétt. Hlakka til að byrja í skólanum mínum.... hver sem hann verður.... (~,~,~) Hitta fólk sem maður á samleið með og nota heilann eithvað. Takast á við einhver verkefni! Gera eithvað spennandi. Það verður gaman. Get ekki beðið. Ég hætti að vinna 6. ágúst... spurning hvað gerist þá. Danmörk, Svíþjóð eða Ísland... kemur í ljós.
þriðjudagur, maí 11, 2004
Æ ég ætlaði að fara að lesa mér eithvað til um tísku... mér finnst ég allt of fáfróð um hana. Ég er hrædd um að ég hafi ekki fylgst nógu vel með Sex and the city... Alla vega þá er ég búin að finna eina stórgóða tískusíðu. Endilega kíkið! Í leiðinni fann ég líka þessa skemmtilegu síðu um hann Magga Schev og gítarsnillinginn Símon Ívarsson. Eftir að ég var búin að skoða þetta þá fór ég bara í það að finna gamlar lummó síður... Ég held að áhugi minn á tísku sé takmarkaður... Það er pottþétt ástæða þess að ég veit ekki mikið. Ég veit samt hvert ég á að leita ef mig vantar ráð varðandi há tísku.
Það var nú margt skemmtilegt sem ég fann. Ég er allavega búin að skemmta mér vel hérna. Það er bara verst að ég get ekki sýnt ykkur heimasíðu sem ég gerði í heimasíðugerð í MK. Hún hefði slegið allt út! Vá það var sko síða í lagi! Svona hawaiian look! En samt aðallega handboltamyndir og handbolta umfjöllun og já einhver hollustugrein. En alla vega þá eru hérna smá sýnishorn af þeim gífurskemmtilegu síðum sem ég fann. Njótið
Smá fashion hérna...
Þjóðdansafélag Reykjavíkur Ekki sem verst!
Stangveiðifélagið Fengsæll Akranesi Svona líka hressir stangveiðimenn! Með flottan background!
Páskar 1998
Já og google frá árinu 1998
Það var nú margt skemmtilegt sem ég fann. Ég er allavega búin að skemmta mér vel hérna. Það er bara verst að ég get ekki sýnt ykkur heimasíðu sem ég gerði í heimasíðugerð í MK. Hún hefði slegið allt út! Vá það var sko síða í lagi! Svona hawaiian look! En samt aðallega handboltamyndir og handbolta umfjöllun og já einhver hollustugrein. En alla vega þá eru hérna smá sýnishorn af þeim gífurskemmtilegu síðum sem ég fann. Njótið
Smá fashion hérna...
Þjóðdansafélag Reykjavíkur Ekki sem verst!
Stangveiðifélagið Fengsæll Akranesi Svona líka hressir stangveiðimenn! Með flottan background!
Páskar 1998
Já og google frá árinu 1998
fimmtudagur, maí 06, 2004
Ég er fíkill!
Ég er orðin svo mikill fíkill! Það er alveg ótrúleg! Þessi fíkn mín er samt held ég svolítið sérstök. Þetta er sennilega svolítið ný tegund af fíkn. Ég er bara sjúk! Ég verð að fylgjast með öllum bloggsíðum sem ég veit um. Kíki á þetta mörgum sinnum á dag. Ég er oft ekkert voðalega upptekin í vinnunni og þá nota ég tímann vel og fylgist með öllum færslum. Það versta er samt að þegar ég er búin í vinnunni verð ég bara að komast í tölvu og tjekka aðeins... s.s. búin að sitja fyrir framan tölvuna í níu og hálfan tíma og er ekki komin með nóg! Svo áður en ég fer að sofa þá þarf ég aðeins að kíkja ,,rúntinn" ... jafnvel komin upp í rúm og er eithvað að hugsa, svona eins og maður gerir þegar maður er að fara að sofa... þá þarf ég stundum að fara fram úr og kveikja á tölvunni, bara til að athuga aðeins. Ég held samt að þetta eigi eftir að lagast með tímanum. Ég fékk svona batman fíkn um daginn.... ég fékk svona spenning í magann ef ég hugsaði til þess að það væri kominn nýr spennandi linkur á batman. Nú er ég eiginlega hætt að kíkja á batman... geri það bara einstöku sinnum. Það getur bara ekki verið að ég sé ein á báti með þessa fíkn! Kannast aðrir við þetta???
Ég er orðin svo mikill fíkill! Það er alveg ótrúleg! Þessi fíkn mín er samt held ég svolítið sérstök. Þetta er sennilega svolítið ný tegund af fíkn. Ég er bara sjúk! Ég verð að fylgjast með öllum bloggsíðum sem ég veit um. Kíki á þetta mörgum sinnum á dag. Ég er oft ekkert voðalega upptekin í vinnunni og þá nota ég tímann vel og fylgist með öllum færslum. Það versta er samt að þegar ég er búin í vinnunni verð ég bara að komast í tölvu og tjekka aðeins... s.s. búin að sitja fyrir framan tölvuna í níu og hálfan tíma og er ekki komin með nóg! Svo áður en ég fer að sofa þá þarf ég aðeins að kíkja ,,rúntinn" ... jafnvel komin upp í rúm og er eithvað að hugsa, svona eins og maður gerir þegar maður er að fara að sofa... þá þarf ég stundum að fara fram úr og kveikja á tölvunni, bara til að athuga aðeins. Ég held samt að þetta eigi eftir að lagast með tímanum. Ég fékk svona batman fíkn um daginn.... ég fékk svona spenning í magann ef ég hugsaði til þess að það væri kominn nýr spennandi linkur á batman. Nú er ég eiginlega hætt að kíkja á batman... geri það bara einstöku sinnum. Það getur bara ekki verið að ég sé ein á báti með þessa fíkn! Kannast aðrir við þetta???
miðvikudagur, maí 05, 2004
Æ hvað ég tímdi ekki að vakna í morgun. Ég er greinilega búin að yfirstíga þessa imsomniu og gengur bara ljómandi vel að sofa. Í nótt, eða í morgun dreymdi mig svo rosalega skemmtilegan draum að ég tímdi ekki að vakna og skemma allt. Ég snoozaði nokkrum sinnum og hélt áfram að dreyma. Ég man ekki nákvæmlega hvað það var. En ég man að ég var að spila handbolta og var mjög léleg... ég er orðin svo aum, ekkert búin að lyfta í langan tíma. Þess vegna gat ég ekkert. En einhverra hluta vegna fanst mér þetta svakalega skemmtilegur draumur. Þetta er örugglega undirmeðvitundin að segja mér að ég sakni handbolta. Ég var náttúrulega að fylgjast með æsispennandi leik ÍBV og Vals kvenna í gærkvöldi... Það hefur setið í mér. Btw. samúðarkveðjur til Hafdísar. Þetta er nú bara 1. leikurinn!
Ég var að lesa yfir nokkrar færslur hjá mér. Damn hvað ég er jákvæð manneskja! Það er allt svo gaman og allt svo spennandi og ég hlakka til alls! Já margt er skrítið í kýrhausnum. Ég held að ég þegar ég er eithvað blá, þá vilji ég bara ekki deila því með öðru fólki. Auðvitað kemur það alveg fyrir mig eins og annað fólk að mér finnst eithvað leiðinlegt og ég er alveg einstaka sinnum í vondu skapi. Ég verð þó að viðurkenna það að það er ekki oft.
Ég var að lesa yfir nokkrar færslur hjá mér. Damn hvað ég er jákvæð manneskja! Það er allt svo gaman og allt svo spennandi og ég hlakka til alls! Já margt er skrítið í kýrhausnum. Ég held að ég þegar ég er eithvað blá, þá vilji ég bara ekki deila því með öðru fólki. Auðvitað kemur það alveg fyrir mig eins og annað fólk að mér finnst eithvað leiðinlegt og ég er alveg einstaka sinnum í vondu skapi. Ég verð þó að viðurkenna það að það er ekki oft.
mánudagur, maí 03, 2004
Erfið nótt
O my o my! Ég er svo þreytt. Mér kom ekki dúr á auga í alla nótt. Ég fór frekar snemma upp í rúm því að ég var með hausverk. Mjög óþægilegan hausverk... gat ekki talað eða neitt. Ég hélt að ég yrði svo fljót að sofna, því að ég var búin að gera helling um dagin. Fara í Smáralindina og Kringluna og kaupa línuskauta og bol. Fara út að hlaupa og fara síðan á línuskauta um kvöldið með Guðrúnu Birnu og Ólöfu systur hennar. En nei nei allt kom fyrir ekki! Ég bara gat alls ekki sofnað. Ég fylgdist með klukkunni verða 12,1,2,3,4,5,6,7 og þá var bara tími til kominn að fara á fætur. Ég var búin að reyna svo margt. Ég var búin að telja kindur, lesa, horfa á simpsons, fara í tölvuna, rembast við að sofna. Gera slökunaræfingar sem ég lærði á flughræðslunámsekiðinu. Um 5 leytið var ég orðin svo svöng að ég hröklaðist upp í eldhús og fékk mér að borða. Hvað á maður að gera ? Ég hef fengið ábendingu um að það sé sniðugt að lesa símaskrána... ég er bara ekkert viss um að mér þætti það svo leiðinlegt. Maður verður svo skrítinn þegar maður er orðin svona ofur þreyttur og pirraður að maður fer að hugsa alls kona vitleysu. Úff púff... ég ætla sko beint upp í rúm að sofa þegar ég er búin að vinna. Bara 5 tímar! Koma svo!
föstudagur, apríl 30, 2004
þriðjudagur, apríl 27, 2004
ÉG HLAKKA SVO TIL...
Maður verður alltaf að hafa eithvað til að hlakka til. Annars held ég að lífsgleðin verði ekki til staðar. Stundum þegar ég er að gera eithvað skemmtilegt, eithvað sem ég er búin að hlakka til að gera í langan tíma hugsa ég um það að nú sé það að verða búið og veðr svolítið hrædd um að ég hafi ekkert annað til að hlakka til. Mér finnst ég samt alltaf vera að hlakka til einhvers. Um leið og eithhvað er búið, tekur bara eithvað annað við. Ég fór eithvað að hugsa um þetta og fór að reyna að finna út hvað það er sem ég hlakka til núna... og vá ! Það var sko margt sem ég fann. Ég held að það sé svolítið vorinu að þakka að maður verður svona glaður í mund. Allt að verða grænt og tré að laufgast og það verður næstum því ekki dimmt lengur. Ég hlakka líka til að fylgjast með bryllupinu hjá Mary og Frede prins í Danmörku sem verður á föstudaginn 14. maí. Daginn eftir verður eurovision melodi grand prix! ekki bara það, það verður hörku eurovision-afmælispartí í skólagerðinu hjá henni Evu Maríu! Það verður eithvað annað en í fyrra þegar ég var eini íslendingurinn á kaffinu í skólanum mínum... með íslenska fánann sem ég hafði dundað mér við að lita þá um daginn! úhú stemmari... uuu eða eithvað... neee ekkert svo mikil stemmning. Það bjargaði samt að Danmörk var ekki með og ég lét alla halda með Íslandi í staðinn:) Ég ætla enn og aftur að skipa mér i minnihlutahóp þetta árið og lýsi því hér með yfir að ég ætla að halda með Danmörku í Eurovision í ár. En af hverju? Jú það er vegna þess að mér finnst danska lagið 100000000 sinnum betra en íslenska lagið..... ég hef bundið tilfinningaböndum við Danmörk... mig langar að fara á Eurovision keppni, s.s. væri hagstætt fyrir mig ef að Danir myndu vinna, þar sem að ég hef planað að vera í Danmörku á næsta ári.... Svo finnst mér það ekki skipta öllu máli Danmörk - eða Ísland....ég væri í báðum tilvikum að styðja Íslending þar sem að flytjandi danska lagsins er Íslendingur.
já bíddu við... ég gleimi mér í eurovision hugleiðingum. Ég var að telja upp það sem ég hlakka til... bara svona til að fríska upp á minnið lesendur góðir. Mér er svo boðið í rosalegan dinner til Perlu Jónínu á afmælinu hennar, þar sem að Ingi kokka kærastinn hennar ætlar að bregða fram úr erminni 3 rétta máltíð a la Perlan.... ekki slæmt það. Ég kemst ekki yfir að tala um allt sem ég hlakka til... en það er að koma sumar sumar sumar og sól tralla tralla trallalala!
Maður verður alltaf að hafa eithvað til að hlakka til. Annars held ég að lífsgleðin verði ekki til staðar. Stundum þegar ég er að gera eithvað skemmtilegt, eithvað sem ég er búin að hlakka til að gera í langan tíma hugsa ég um það að nú sé það að verða búið og veðr svolítið hrædd um að ég hafi ekkert annað til að hlakka til. Mér finnst ég samt alltaf vera að hlakka til einhvers. Um leið og eithhvað er búið, tekur bara eithvað annað við. Ég fór eithvað að hugsa um þetta og fór að reyna að finna út hvað það er sem ég hlakka til núna... og vá ! Það var sko margt sem ég fann. Ég held að það sé svolítið vorinu að þakka að maður verður svona glaður í mund. Allt að verða grænt og tré að laufgast og það verður næstum því ekki dimmt lengur. Ég hlakka líka til að fylgjast með bryllupinu hjá Mary og Frede prins í Danmörku sem verður á föstudaginn 14. maí. Daginn eftir verður eurovision melodi grand prix! ekki bara það, það verður hörku eurovision-afmælispartí í skólagerðinu hjá henni Evu Maríu! Það verður eithvað annað en í fyrra þegar ég var eini íslendingurinn á kaffinu í skólanum mínum... með íslenska fánann sem ég hafði dundað mér við að lita þá um daginn! úhú stemmari... uuu eða eithvað... neee ekkert svo mikil stemmning. Það bjargaði samt að Danmörk var ekki með og ég lét alla halda með Íslandi í staðinn:) Ég ætla enn og aftur að skipa mér i minnihlutahóp þetta árið og lýsi því hér með yfir að ég ætla að halda með Danmörku í Eurovision í ár. En af hverju? Jú það er vegna þess að mér finnst danska lagið 100000000 sinnum betra en íslenska lagið..... ég hef bundið tilfinningaböndum við Danmörk... mig langar að fara á Eurovision keppni, s.s. væri hagstætt fyrir mig ef að Danir myndu vinna, þar sem að ég hef planað að vera í Danmörku á næsta ári.... Svo finnst mér það ekki skipta öllu máli Danmörk - eða Ísland....ég væri í báðum tilvikum að styðja Íslending þar sem að flytjandi danska lagsins er Íslendingur.
já bíddu við... ég gleimi mér í eurovision hugleiðingum. Ég var að telja upp það sem ég hlakka til... bara svona til að fríska upp á minnið lesendur góðir. Mér er svo boðið í rosalegan dinner til Perlu Jónínu á afmælinu hennar, þar sem að Ingi kokka kærastinn hennar ætlar að bregða fram úr erminni 3 rétta máltíð a la Perlan.... ekki slæmt það. Ég kemst ekki yfir að tala um allt sem ég hlakka til... en það er að koma sumar sumar sumar og sól tralla tralla trallalala!
þriðjudagur, apríl 20, 2004
Vitiði bara hvað! Ég er núna að skrifa fyrstu færsluna á nýju tölvuna mína!
Það er ekkert smá gaman að eiga svona flottan grip! Makkar eru bestir!
Ég fór í flugferð á laugardaginn. Það gekk nú bara alveg ljómandi vel hjá mér. Þetta námsekið hefur hjálpað mér heilmikið. Ég fann fyrir smá hræðslu í flugtaki á leiðinni til Danmerkur en það var nú ekkert til að tala um. Ég stoppaði nú ekki lengi við í Kaupmannahöfn, bara rétt nógu lengi til þess að taka út pening og kaupa Mathilde, ost og smotterí. Ég fékk að vera fram í flugstjórnarklefanum í lendingu í Keflavík. Það fannst mér mjög gaman. Ég er fyrst núna að skilja að henni Dísu frænku finnist gaman að fljúga. :)
Þetta var bara mjög gaman allt saman... ég tala nú ekki um að geta farið í fríhöfnina... það er alltaf stemmari. Keypti svo sem ekkert rosalega mikið.
Rafnar er kominn heim! Þap er svo gott að fá hann heim. Hann var búinn að vera í 11 daga í burtu. Ég var svo hrædd um að hann yrði tekinn í tollinum með nýju tölvuna mína og allt draslið sem hann var með. En hann komst klakklaus í gegn um þetta allt saman. Hann var svo góður að taka sénsinn á því að koma með tölvuna... svo gaf hann mér voða voða flotta tölvutösku vicktoria´s secret náttfata nærföt.
Það er ekkert smá gaman að eiga svona flottan grip! Makkar eru bestir!
Ég fór í flugferð á laugardaginn. Það gekk nú bara alveg ljómandi vel hjá mér. Þetta námsekið hefur hjálpað mér heilmikið. Ég fann fyrir smá hræðslu í flugtaki á leiðinni til Danmerkur en það var nú ekkert til að tala um. Ég stoppaði nú ekki lengi við í Kaupmannahöfn, bara rétt nógu lengi til þess að taka út pening og kaupa Mathilde, ost og smotterí. Ég fékk að vera fram í flugstjórnarklefanum í lendingu í Keflavík. Það fannst mér mjög gaman. Ég er fyrst núna að skilja að henni Dísu frænku finnist gaman að fljúga. :)
Þetta var bara mjög gaman allt saman... ég tala nú ekki um að geta farið í fríhöfnina... það er alltaf stemmari. Keypti svo sem ekkert rosalega mikið.
Rafnar er kominn heim! Þap er svo gott að fá hann heim. Hann var búinn að vera í 11 daga í burtu. Ég var svo hrædd um að hann yrði tekinn í tollinum með nýju tölvuna mína og allt draslið sem hann var með. En hann komst klakklaus í gegn um þetta allt saman. Hann var svo góður að taka sénsinn á því að koma með tölvuna... svo gaf hann mér voða voða flotta tölvutösku vicktoria´s secret náttfata nærföt.
föstudagur, apríl 16, 2004
Ég er að fara til Danmerkur á morgun!!
Ég ætla aðeins að skreppa og kaupa mér smá Mathilde :)
Stoppa bara í klukkutíma og korter... svo flýg ég til baka til Íslands. Það er mikið á sig lagt fyrir Mathilde. Sex tíma í flugvél!
Já ég get nú líka farið í fríhöfninfa og eytt einhverjum nokkrum $$$$ þar.
...Nei nei svo æst er ég nú ekki í hana Mathilde. Ég er að fara í útskriftarferð með flughræðslunámskeiðinu sem ég er búin að vera á núna í tæpan mánuð. Nú fer það að koma í ljós hvort að það hefur skilað sér eithvað. Spennandi að sjá!
Ég hlakka samt mest til sunnudagsins... þá kemur Rafnar heim! Hann er búinn að vera allt of lengi í burtu...
Jæja best að fara að vinna...
P.s. bætti við nýjum link. Hún Guðfinna er byrjuð að blogga! Go Guffa!!!
Ég ætla aðeins að skreppa og kaupa mér smá Mathilde :)
Stoppa bara í klukkutíma og korter... svo flýg ég til baka til Íslands. Það er mikið á sig lagt fyrir Mathilde. Sex tíma í flugvél!
Já ég get nú líka farið í fríhöfninfa og eytt einhverjum nokkrum $$$$ þar.
...Nei nei svo æst er ég nú ekki í hana Mathilde. Ég er að fara í útskriftarferð með flughræðslunámskeiðinu sem ég er búin að vera á núna í tæpan mánuð. Nú fer það að koma í ljós hvort að það hefur skilað sér eithvað. Spennandi að sjá!
Ég hlakka samt mest til sunnudagsins... þá kemur Rafnar heim! Hann er búinn að vera allt of lengi í burtu...
Jæja best að fara að vinna...
P.s. bætti við nýjum link. Hún Guðfinna er byrjuð að blogga! Go Guffa!!!
miðvikudagur, apríl 14, 2004
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Já nú er gamanið búið og alvaran tekur við!
Vinna vinna vinna! Það er nú reyndar einn frídagur framundan, sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn í næstu viku.
Ég hafði það rosalega gott um páskana!
Lotte, Anne Marie og Louise komu til mín á fimmtudagskvöldið. Ég sótti þær á flugvöllinn og það var bara alveg eins og við hefðum sést í gær.
Á föstudaginn kíktum við aðeins á Fífuna í Kópavoginum... það finnast náttúrulega hvergi þvílíkar hallir í landi kóngsins og var því gaman að fylgjast með viðbrögðum fótbotakonunnar:) Við kíktum svo í Smáralindina... en ekki var mikið keypt því að allt kostar svo fáránlega mikla peninga hér á landinu okkar góða.
Seinni partinn lögðum við af stað á Flúðir. Komum í bústaðinn um 6 leytið og það fyrsta sem við gerðum var að láta renna í heita pottinn.
Eftir smá spassigöngu borðuðum við dýrindis máltíð a la Lotte og skelltum okkur í pottinn. Það var þeim mikil upplifun.
Við fórum svo ekkert allt of seint að sofa, en vöknuðum snemma og lögðum af stað vel fyrir hádegi að skoða einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
Við byrjuðum á því að skoða Seljalandsfoss. Hlupum á bakvið hann og urðum renndandi blautar og skítugar. Við komum við á Hvolsvelli til að fá okkur að borða og þar fékk ég verstu samloku í heimi og þær ógirnilegustu hamborgara sem ég hef séð. Eftir átið héldum við leið okkar að Geysi... Það er alveg rosalega flott svæði! Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa kynnst þess háttar náttúru áður. Það voru margar myndir teknar þarna. Áður en við fórum svo heim kíktum við á Gullfoss sem er alltaf tignarlegur. Maður fyllist svo miklu þjóðarstolti þegar maður er að sýna landið sitt! Það er alveg ótrúlegt.
Við fórum í Bláa Lónið á laugardaginn. Bara næs!!! En má ég spurja að einu! Er ég barnaleg í útliti?
Um daginn fór ég á skauta með systur minni og ég var spurð að því hvort að ég væri orðin 16 ára! Á laugardaginn í Bláa Lóninu var ég látin borga barnagjald.... s.s. 600 kr. það er fyrir 12-15 ára! Ég var auðvitað ekkert að malda í móinn neitt... en kommon! Er ég svona barnaleg.
Alla vega.... páskadagur rann upp með sínum páskaeggjum. Allir fengu að sjálfsögðu páskaegg... svo um kvöldið var haldið í bæinn. Við kíktum á ýmsa staði. Ekki leist gestum mínum neitt á karlkynið hér á landi. Íslenskir strákar mega greinilega fara að hugsa aðeins betur um útlitið! Það var eiginlega það sem þeim fannst. Strákarnir hugsa of lítið um útlitið.
Á mánudaginn keyrði é gþær sov út á völl og þegar ég kom sov heim var ég alveg búin á því! Átti bara enga orku eftir. Það tekur á að vera svona góður gestgjafi ;)
Vinna vinna vinna! Það er nú reyndar einn frídagur framundan, sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn í næstu viku.
Ég hafði það rosalega gott um páskana!
Lotte, Anne Marie og Louise komu til mín á fimmtudagskvöldið. Ég sótti þær á flugvöllinn og það var bara alveg eins og við hefðum sést í gær.
Á föstudaginn kíktum við aðeins á Fífuna í Kópavoginum... það finnast náttúrulega hvergi þvílíkar hallir í landi kóngsins og var því gaman að fylgjast með viðbrögðum fótbotakonunnar:) Við kíktum svo í Smáralindina... en ekki var mikið keypt því að allt kostar svo fáránlega mikla peninga hér á landinu okkar góða.
Seinni partinn lögðum við af stað á Flúðir. Komum í bústaðinn um 6 leytið og það fyrsta sem við gerðum var að láta renna í heita pottinn.
Eftir smá spassigöngu borðuðum við dýrindis máltíð a la Lotte og skelltum okkur í pottinn. Það var þeim mikil upplifun.
Við fórum svo ekkert allt of seint að sofa, en vöknuðum snemma og lögðum af stað vel fyrir hádegi að skoða einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
Við byrjuðum á því að skoða Seljalandsfoss. Hlupum á bakvið hann og urðum renndandi blautar og skítugar. Við komum við á Hvolsvelli til að fá okkur að borða og þar fékk ég verstu samloku í heimi og þær ógirnilegustu hamborgara sem ég hef séð. Eftir átið héldum við leið okkar að Geysi... Það er alveg rosalega flott svæði! Sérstaklega fyrir þá sem ekki hafa kynnst þess háttar náttúru áður. Það voru margar myndir teknar þarna. Áður en við fórum svo heim kíktum við á Gullfoss sem er alltaf tignarlegur. Maður fyllist svo miklu þjóðarstolti þegar maður er að sýna landið sitt! Það er alveg ótrúlegt.
Við fórum í Bláa Lónið á laugardaginn. Bara næs!!! En má ég spurja að einu! Er ég barnaleg í útliti?
Um daginn fór ég á skauta með systur minni og ég var spurð að því hvort að ég væri orðin 16 ára! Á laugardaginn í Bláa Lóninu var ég látin borga barnagjald.... s.s. 600 kr. það er fyrir 12-15 ára! Ég var auðvitað ekkert að malda í móinn neitt... en kommon! Er ég svona barnaleg.
Alla vega.... páskadagur rann upp með sínum páskaeggjum. Allir fengu að sjálfsögðu páskaegg... svo um kvöldið var haldið í bæinn. Við kíktum á ýmsa staði. Ekki leist gestum mínum neitt á karlkynið hér á landi. Íslenskir strákar mega greinilega fara að hugsa aðeins betur um útlitið! Það var eiginlega það sem þeim fannst. Strákarnir hugsa of lítið um útlitið.
Á mánudaginn keyrði é gþær sov út á völl og þegar ég kom sov heim var ég alveg búin á því! Átti bara enga orku eftir. Það tekur á að vera svona góður gestgjafi ;)
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Ég var að velta fyrir mér stjörnumerkjunum. Ég á afmæli 20. janúar og það er akkúrat á mörkum steingeitar og vatnsbera.
Á flestum stöðum hef ég séð það að ég sé vatnsberi. Ég er nú samt ekki frá því að steingeitin lýsi mér betur. Aftur á móti er Guðrún Ösp fædd á sama degi og sama ári og ég og mér finnst einmitt vatnsberinn eiga betur við hana. Tjek it
Á flestum stöðum hef ég séð það að ég sé vatnsberi. Ég er nú samt ekki frá því að steingeitin lýsi mér betur. Aftur á móti er Guðrún Ösp fædd á sama degi og sama ári og ég og mér finnst einmitt vatnsberinn eiga betur við hana. Tjek it
Ég er svo þreytt! Ég vaknaði í morgun (nótt) um kl. 04:30 til þess að keyra Rafnar og Helga út á Keflavíkurflugvöll, en þeir eru núna í löngu ferðalagi á leið sinni til San Fran Sisco þar sem þeir ætla að fara á Nano tækni ráðstefnu... og skoða sig um njóta góða veðursins. . .
Þegar við komum út á flugvöll fengum við öll páskaegg og smá Nóa konfekt.... voða hyggeligt!
Eins gott að fá smá orku til þess að halda sér vakandi á leiðinni heim ;) Ég komst að því að ég keyri greinilega eins og gömul kelling. Það tók hver bíllinn á eftir öðrum fram úr mér. Samt fannst mér ég ekkert vera að keyra hægt. Ég var yfirleitt á rétt um 100! Hvað ætli sé normið?
Þegar ég kom svo heim þá gat ég ómögulega sofnað aftur... ekki fyr en að klukkan hringdi, þá loksins gat ég sofnað... hrökk svo upp við það að pabbi kom og vakti mig rétt áður en ég átti að mæta.. En ég var svo snör í snúningum að ég mætti ekkert of seint... meira að segja aðeins fyr en venjulga því það var næstum því engin umferð.
En ég er farin að hlakka til kvöldsins! Anne Marie, Lotte og Louise eru loksins að koma! Leið mín liggur því aftur út á Keflavíkurflugvöll í kvöld... tvisvar á dag kemur lífinu í lag! Spurnig hvort að maður eigi að þyngja bensín fótinn í þetta skipti?
Svo er það sumó á Flúðum á morgun... heitur pottur og alles. Skoðum svo Gullfoss, Strokk og það allt.
Dagskráin mun bara ráðast... Ef þið viljið vera memm... you know my number.
Eníveis. Ég ætla bara að halda áfram að vera þreytt og mygluð í vinnunni minni.
Hasta luego!
Þegar við komum út á flugvöll fengum við öll páskaegg og smá Nóa konfekt.... voða hyggeligt!
Eins gott að fá smá orku til þess að halda sér vakandi á leiðinni heim ;) Ég komst að því að ég keyri greinilega eins og gömul kelling. Það tók hver bíllinn á eftir öðrum fram úr mér. Samt fannst mér ég ekkert vera að keyra hægt. Ég var yfirleitt á rétt um 100! Hvað ætli sé normið?
Þegar ég kom svo heim þá gat ég ómögulega sofnað aftur... ekki fyr en að klukkan hringdi, þá loksins gat ég sofnað... hrökk svo upp við það að pabbi kom og vakti mig rétt áður en ég átti að mæta.. En ég var svo snör í snúningum að ég mætti ekkert of seint... meira að segja aðeins fyr en venjulga því það var næstum því engin umferð.
En ég er farin að hlakka til kvöldsins! Anne Marie, Lotte og Louise eru loksins að koma! Leið mín liggur því aftur út á Keflavíkurflugvöll í kvöld... tvisvar á dag kemur lífinu í lag! Spurnig hvort að maður eigi að þyngja bensín fótinn í þetta skipti?
Svo er það sumó á Flúðum á morgun... heitur pottur og alles. Skoðum svo Gullfoss, Strokk og það allt.
Dagskráin mun bara ráðast... Ef þið viljið vera memm... you know my number.
Eníveis. Ég ætla bara að halda áfram að vera þreytt og mygluð í vinnunni minni.
Hasta luego!
mánudagur, apríl 05, 2004
Ég lét draga mig á snjósleðabíó á föstudaginn.
Já ég efast um að þið vitið um hvað ég er að tala núna. Ekki vissi ég fullkomlega hvað þetta var fyr en ég sá þetta.
Þetta var s.s. hálftíma mynd þar sem maður gat séð einvherja klikkaða gaura stefna sér í lífshættu á snjósleðum. þeir reyndu alls konar þrautir og misþyrmdu tækjunum mest þeir máttu. Inn í þetta fléttaðist misþyrming á bílum og myndir af einhvejrum á jet ski og fleira extreem dæmi. Eins og gefur að skilja var ég ein af mjög fáum kvenkyns á svæðinu.
Þetta var þó alveg ágætis mynd, en ég verð að segja það að ég er ekkert á harðaspretti á leiðinni í Bræðurna Ormsen að kaupa spóluna sko.
Ég fór í klippingu strípur á laugardaginn til hennar Systu og hárið mitt er geðveikt flott!!
Æ það er svo gaman að láta gera hárið á sér fínt! Sérstaklega þegar maður er með svona skemmtilega hárgreiðslupíu:)
Ég var svo geðveikt dugleg að taka til og þrífa um helgina. Tók til í skápunum og kom reglu á geisladiskana mína. Vá hvað mér líður vel í þeim núna. Það er nú eins gott að ég sé búin að gera pínu fínt því að Anne Marie, Lotte og Louise eru að fara að koma til mín á miðvikudaginn! Ég hlakka rosalega til. Við förum í bústað á fimmtudaginn og komum heim aftur á föstudaginn langa og þá ætlum við að senda mömmu og pabba í bústaðinn. Ætli maður kíki ekki með þeim í bæinn þegar allt opnar kl. 12. Hvernig væri þá að þú mundir kíkja til mín áður en þú færir með okkur. Við verðum að sýna þeim hvað það er gaman hjá okkur!
Ég ætla að stoppa hér áður en ég fer að plana um of næstu helgi. Það er nú bara mánudagur.
Ciao!
Já ég efast um að þið vitið um hvað ég er að tala núna. Ekki vissi ég fullkomlega hvað þetta var fyr en ég sá þetta.
Þetta var s.s. hálftíma mynd þar sem maður gat séð einvherja klikkaða gaura stefna sér í lífshættu á snjósleðum. þeir reyndu alls konar þrautir og misþyrmdu tækjunum mest þeir máttu. Inn í þetta fléttaðist misþyrming á bílum og myndir af einhvejrum á jet ski og fleira extreem dæmi. Eins og gefur að skilja var ég ein af mjög fáum kvenkyns á svæðinu.
Þetta var þó alveg ágætis mynd, en ég verð að segja það að ég er ekkert á harðaspretti á leiðinni í Bræðurna Ormsen að kaupa spóluna sko.
Ég fór í klippingu strípur á laugardaginn til hennar Systu og hárið mitt er geðveikt flott!!
Æ það er svo gaman að láta gera hárið á sér fínt! Sérstaklega þegar maður er með svona skemmtilega hárgreiðslupíu:)
Ég var svo geðveikt dugleg að taka til og þrífa um helgina. Tók til í skápunum og kom reglu á geisladiskana mína. Vá hvað mér líður vel í þeim núna. Það er nú eins gott að ég sé búin að gera pínu fínt því að Anne Marie, Lotte og Louise eru að fara að koma til mín á miðvikudaginn! Ég hlakka rosalega til. Við förum í bústað á fimmtudaginn og komum heim aftur á föstudaginn langa og þá ætlum við að senda mömmu og pabba í bústaðinn. Ætli maður kíki ekki með þeim í bæinn þegar allt opnar kl. 12. Hvernig væri þá að þú mundir kíkja til mín áður en þú færir með okkur. Við verðum að sýna þeim hvað það er gaman hjá okkur!
Ég ætla að stoppa hér áður en ég fer að plana um of næstu helgi. Það er nú bara mánudagur.
Ciao!
föstudagur, apríl 02, 2004
Ég er að fara að fá tölvu! Ligga ligga lái!
Ég ákvað þrátt fyrir viðvaranir frá nokkrum aðilum að kaupa mér 933 MHz ibook.
Hún er svo hvít og falleg.
Ég keypti líka alls konar fylgidrasl með henni. isight(webcam með microphone), þráðlaust netkort og geðveika JBL hátalara.
Rafnar ætlar að koma með hana heim frá San Fran Sisco.... hann er að fara þangað í 11 daga á nano tækni ráðstefnu og ég á eftir að sakna hans rosa mikið.
Ég á eftir að elska hvítu fallegu tölvuna mína... ég þarf bara að finna á hana nafn. Einhverjar tillögur?
Gestur nr. 2000 fær verðlaun! kommentaðu ef þú ert nr. 2000 og ég mun gefa þér pakka!... smá að herma en það er svo gaman að svona leikjum.
Ég ákvað þrátt fyrir viðvaranir frá nokkrum aðilum að kaupa mér 933 MHz ibook.
Hún er svo hvít og falleg.
Ég keypti líka alls konar fylgidrasl með henni. isight(webcam með microphone), þráðlaust netkort og geðveika JBL hátalara.
Rafnar ætlar að koma með hana heim frá San Fran Sisco.... hann er að fara þangað í 11 daga á nano tækni ráðstefnu og ég á eftir að sakna hans rosa mikið.




Ég á eftir að elska hvítu fallegu tölvuna mína... ég þarf bara að finna á hana nafn. Einhverjar tillögur?
Gestur nr. 2000 fær verðlaun! kommentaðu ef þú ert nr. 2000 og ég mun gefa þér pakka!... smá að herma en það er svo gaman að svona leikjum.
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Það er kominn nýr bloggari á meðal vor.
Það er nágranni minn hann Jón Snær.
Hann er mikill áhugamaður um sítt að aftan. Tökum vel á móti honum.
Það er nágranni minn hann Jón Snær.
Hann er mikill áhugamaður um sítt að aftan. Tökum vel á móti honum.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Ok ég er kannski soldið einmana stundum í vinnunni minni. Í gær þá var ég heillengi inn á blogger upphafssíðunni... og var að skoða alls konar blogg hjá alls kyns fólki frá alls kyns löndum: Vinstra megin á síðunni koma alltaf upp linkar á nýjustu færslurnar og það var ég að skoða.
Ég held bara svei mér þá að ég sé orðin of forvitin. Ég er endalaust að forvitnast um líf hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
Það eru nokkrir einstaklingar í heiminum sem mér finnst ég þekkja jafnvel og vini mína. Fólk sem ég hef aldrei séð í real life en fylgist með á blogginu þeirra á hverju degi, oft á dag.
Ég er líka forvitin að vita hvort að það sé eithvað fólk sem kíkir hingað inn án þess að þekkja mig og er kannski eins forvitið og ég.
Þið ókunnuga fólk (ef það eru einhverjir) látið ljós ykkar skína í comments. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Kannski fæ ég að hnýsast í ykkar líf líka! :)
Ég held bara svei mér þá að ég sé orðin of forvitin. Ég er endalaust að forvitnast um líf hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
Það eru nokkrir einstaklingar í heiminum sem mér finnst ég þekkja jafnvel og vini mína. Fólk sem ég hef aldrei séð í real life en fylgist með á blogginu þeirra á hverju degi, oft á dag.
Ég er líka forvitin að vita hvort að það sé eithvað fólk sem kíkir hingað inn án þess að þekkja mig og er kannski eins forvitið og ég.
Þið ókunnuga fólk (ef það eru einhverjir) látið ljós ykkar skína í comments. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Kannski fæ ég að hnýsast í ykkar líf líka! :)
Ég ær fór ég með flughræðslunámskeiðinu að skoða hjá flugumferðarstjórninni. Ég verð að segja að þetta var allt öðruvísi en ég hafði búist við. Ég bjóst við þvílíku stressi og hávaða og eithvað. Þetta er bara alls ekki svoleiðis. Þetta er risastór salur og inni í honum er alveg dauða þögn. Hann er hannaður þannig að það heyrist ekkert mikið á milli. Það voru bara þrír flugumferðastjórar að stjórna öllu flugumferðarstjórnarsvæði Íslands sem er mjög stórt. Þetta er allt svo skýrt og skipulagt. Þetta fannst mér mjög áhugavert að sjá.
mánudagur, mars 29, 2004
Afmælisbarn dagsins!
Hún Katrín Amni á afmæli í dag! Hún er nú á leiðinni til LA á afmælisdaginn sinn! Góða ferð girl!
Það var einmitt rosa fínt afmælisboð hjá henni á laugardaginn. Í fyrstu leit út fyrir að það yrði ekki margt um manninn. Lengi vel vorum við Guðrún Birna (fimleika/Danmerkurvinkona), Magga /bankavinkona) og ég (skóla/Danmerkurvinkona) einu á svæðinu. En svo kom fleira og fleira fólk og það myndaðist ágætis stemmning!´
Það var svo hittingur aftur í gær hjá Katrínu... svona loka kveðjustund.... Allt er þegar þrennt er!
Þá komst ég virkilega að því hversu mikla fóbíu fólk getur haft fyrir köngulóm og öðrum skordýrum.
Ég sat í mestum makindum á gólfinu þegar allt í einu hún Kata litla tók þvílíka sundlaugardífu beint á mig og Regínu og sparkaði út í loftið og öskraði og öskraði eins og brjálæðingur!!!!! Það sem olli þessari miklu skelfingu hjá stúlkukindinni var lítill saklaus dordingull sem var að spinna sig niður úr loftinu.
Alla vega þá vona ég að það verði ekki mjög mikið af dordinglum, köngulóm og öðrum skordýrum í LA svo að hún komi nú heim heil á geði.
föstudagur, mars 26, 2004
Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur ljóti maðurinn og tekur þig!
Hversu oft hefur maður ekki heyrt hóta litlum börnum með þessum hætti til þess að fá þau til að borða matinn sinn, klæða sig eða til að hlíða bara.
Þó að litlu börnin séu orðin stór eru þau ekki laus við þessar hótanir. Þó að jafnvel séu þeir sem hóta þeim jafnaldrar.
Hótanirnar hafa kannski örlítð breyst svona í takt við tímann.
Nú útleggjast hótanir á þennan hátt:
Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur DV!
Já fólk er farið að nota þetta mikið þegar það er ósátt við eithvað.
Ég kynnist því einmitt mikið að fólk sé ósátt við ýmislegt í vinnunni minni, þar sem eins og áður hefur komið fram ég tek á móti fólki er ósátt við það að borga sektir. Fólk er farið að nota þetta svo mikið þegar það er að hóta mér.
Alveg magnað. Enn sem komið er hefur enginn látið verða að því að hafa samband við DV og segja hryllingssögu sína af fyrirtækinu sem ég vinn hjá. En ég bíð spennt!
Pointið er að mér finnst svo fyndið að fólk sé búið að setja DV sem einhverja myngervingu af "ljóta kallinum".

Hversu oft hefur maður ekki heyrt hóta litlum börnum með þessum hætti til þess að fá þau til að borða matinn sinn, klæða sig eða til að hlíða bara.
Þó að litlu börnin séu orðin stór eru þau ekki laus við þessar hótanir. Þó að jafnvel séu þeir sem hóta þeim jafnaldrar.
Hótanirnar hafa kannski örlítð breyst svona í takt við tímann.
Nú útleggjast hótanir á þennan hátt:
Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur DV!
Já fólk er farið að nota þetta mikið þegar það er ósátt við eithvað.
Ég kynnist því einmitt mikið að fólk sé ósátt við ýmislegt í vinnunni minni, þar sem eins og áður hefur komið fram ég tek á móti fólki er ósátt við það að borga sektir. Fólk er farið að nota þetta svo mikið þegar það er að hóta mér.
Alveg magnað. Enn sem komið er hefur enginn látið verða að því að hafa samband við DV og segja hryllingssögu sína af fyrirtækinu sem ég vinn hjá. En ég bíð spennt!
Pointið er að mér finnst svo fyndið að fólk sé búið að setja DV sem einhverja myngervingu af "ljóta kallinum".
fimmtudagur, mars 25, 2004

Ég fór í fyrsta tímann á flughræðslunámskeiðinu í gær.
Ég get alveg sagt ykkur það að ég er mjög bjartsýn á þetta.
Strax eftir fyrsta skiptið mitt á námskeiðinu hef ég fundið fyrir breytingu á viðhorfi mínu. Hver veit nema að ég verði framtíðar flugfreyja. Ég er nú svo flugfreyjuleg er það ekki!! hehe Ég þarf samt mikið að vinna í þessu og vera dugleg að gera slökunaræfingar. Það verður svo spennandi að sjá hvernig flugið mun reynast mér 17. apríl, en þá er útskriftarferð af flughræðslunámskeiðinu. Ég veit nú ekki enn hvert verður flogið með mig en ég vona að það verði Danmörk. Við stoppum bara í fríhöfninni og ég þekki Kastrup svo vel að ég væri mest til í að fara þangað. Svo gæti ég líka keypt mér Mathilde kakaomælk.
miðvikudagur, mars 24, 2004

Ég er alltaf að spá og spekúlera.
Eins og margir vita þá er minn stærsti draumur sá að fara til Ástralíu. Það liggur við að ég vilji bara hætta við að fara í skóla núna, fara frekar til Ástralíu og læra að surfa t.d. Ég veit ekki alveg hvernig þessi draumur vaknaði hjá mér, en ég held að ég hafi orðið fyrir áhrifum vegna Nágranna eða vegna þáttanna með menntaskólakrökkunum í Ástralíu. Man einhver hvað þeir þættir hétu? Ég veit ekki einu sinni sérstaklega mikið um landið. Ég hef bara búið mér til einhverja fallega mynd af landinu. Þar er alltaf gott veður. Þar eru allir fallegir. Ég var samt að skoða alls konar hvað er hægt að gera þarna og komst að því að tækifærin eru mörg! Það er örugglega fáránleg upplifurn að kafa í kóralrifinu. Svo langar mig líka rosalega í safari ferð. Hver veit nema að draumur minn muni rætast einvhern tímann. Ég hugsa samt að ég láti það bíða nokkur ár í viðbót. Einbeiti mér að því að mennta mig. Þetta gæti verið goð útskriftarverð jafnvel. Hver vill koma með?
mánudagur, mars 22, 2004
Jæja!
Helgin búin!
Fattiði hnútinn sem maður fær í magann á sunnudagskvöldum. Ég fæ alveg svona þvílíkan hnút í magann. Tilhugsunin um að ég á eftir að vinna í 5 daga áður en það kemur helgarfrí.
Allavega 1 down 4 to go!
Mánudagur að renna sitt skeið. Nú er ég fara að hætta að vinna. Hálftíma fyr en venjulega því ég er að fara í sálfræðiviðtal vegna flughræðslunámskeiðisins.
See ya!
Helgin búin!
Fattiði hnútinn sem maður fær í magann á sunnudagskvöldum. Ég fæ alveg svona þvílíkan hnút í magann. Tilhugsunin um að ég á eftir að vinna í 5 daga áður en það kemur helgarfrí.
Allavega 1 down 4 to go!
Mánudagur að renna sitt skeið. Nú er ég fara að hætta að vinna. Hálftíma fyr en venjulega því ég er að fara í sálfræðiviðtal vegna flughræðslunámskeiðisins.
See ya!
fimmtudagur, mars 18, 2004
Jæja þá er ég búin að laga til hérna á síðunni. Búin að koma linkunum í stafrófsröð og sonna. Svo bætti ég við link á hana Systu sem er að feta sín fyrstu spor í bloggheiminum. Það eru allir að skipta yfir í blogdriver núna. Ég er búin að taka ákvörðun um það að vera ekkert að flækja þetta fyrir fólki og halda mig bara við blogger. Hann er ágætur.
Það er nú ekki oft sem ég tala um vinnuna mína hérna... enda reyni ég helst að gleima öllu sem gerist hérna alveg um leið.... Trúið mér, ég væri annars langt leyddur fíkniefnaneytandi að reyna að komast í burtu frá veruleikanum. En í dag ætla ég að bregða út af vananum.
Fyrir þá sem ekki vita þá felst starf mitt mikið til í því að svara pirruðu fólki sem hefur fengið ,,stöðumælasektir" á plebba máli en heita í raun aukastöðugjöld eða stöðubrotsgjöld. Ekki það að ég skilji alveg að fólk verði pirrað á þessu... það getur bara stundum verið svolítið lýjandi að vera endalaust að taka á móti fólki sem hagar sér eins og umskiptingar. Því ég held nú að þetta fólk sé oftar en ekki hið bara hið besta fólk, en sleppir sér kannski pínu.
Í dag komu tveir menn inn. Annar byrjaði eithvað að röfla og ég svara honum eftir ákveðinni tækni sem ég er búin að temja mér. Náttúrulega komin með mikla reynslu í þessu. Hann röflar og röflar... og ég hugsa ohh, enn einn brjálæðingurinn. Svo allt í einu þagnar maðurinn og byrjar að glotta... Ég náttúrulega vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hann tók svo upp skjalatösku sem var merkt Lögreglunni. Þá var þetta lögreglumaður sem var hingað kominn til að kaupa bílastæðakort, en ákvað að stríða mér pínulítið og athuga hversu mikið ég þoldi! Hann sagði mér að ég hafi staðist þessa prófraun með ágætum. Já maður lendir í ýmsu hérna, líklega eins og lögreglan. Það er svo gaman af þessum löggum! Alltaf stutt í djókið. Ég var allavega mikið fegin að þetta var ekki í alvöru.
Það er nú ekki oft sem ég tala um vinnuna mína hérna... enda reyni ég helst að gleima öllu sem gerist hérna alveg um leið.... Trúið mér, ég væri annars langt leyddur fíkniefnaneytandi að reyna að komast í burtu frá veruleikanum. En í dag ætla ég að bregða út af vananum.
Fyrir þá sem ekki vita þá felst starf mitt mikið til í því að svara pirruðu fólki sem hefur fengið ,,stöðumælasektir" á plebba máli en heita í raun aukastöðugjöld eða stöðubrotsgjöld. Ekki það að ég skilji alveg að fólk verði pirrað á þessu... það getur bara stundum verið svolítið lýjandi að vera endalaust að taka á móti fólki sem hagar sér eins og umskiptingar. Því ég held nú að þetta fólk sé oftar en ekki hið bara hið besta fólk, en sleppir sér kannski pínu.
Í dag komu tveir menn inn. Annar byrjaði eithvað að röfla og ég svara honum eftir ákveðinni tækni sem ég er búin að temja mér. Náttúrulega komin með mikla reynslu í þessu. Hann röflar og röflar... og ég hugsa ohh, enn einn brjálæðingurinn. Svo allt í einu þagnar maðurinn og byrjar að glotta... Ég náttúrulega vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hann tók svo upp skjalatösku sem var merkt Lögreglunni. Þá var þetta lögreglumaður sem var hingað kominn til að kaupa bílastæðakort, en ákvað að stríða mér pínulítið og athuga hversu mikið ég þoldi! Hann sagði mér að ég hafi staðist þessa prófraun með ágætum. Já maður lendir í ýmsu hérna, líklega eins og lögreglan. Það er svo gaman af þessum löggum! Alltaf stutt í djókið. Ég var allavega mikið fegin að þetta var ekki í alvöru.
miðvikudagur, mars 17, 2004
þriðjudagur, mars 16, 2004
Ég fór á ótrúlega skemmtó leikhús á laugó!
Ég og Rafnar skelltum okkur á Þetta er allt að koma, handrit eftir Hallgrím Helga, leikstýrt af Baltasar. Þetta var alveg ágætis skemmtun. Frábær persónusköpun þar á ferðinni. Mér fannst Ameríkaninn Jory lang bestur.... yeaaaa.... how are you? yeaaa....
Eníveis...Við skelltum okkur afmælisgjafalaus til Garðars og Guðrúnar. Skömm frá því að segja... en þetta var mín fysta heimsókn í fallegu íbúðina þeirra. Betra seint en aldrei!
Ég vona nú að ég fari að vakna til lífsins núna, með hækkandi sól. Svo er ég að fara að hætta að skúra. Þannig að ég hef meiri tíma núna fyrir vini og vandamenn. Þetta er síðasta skúri vikan. Ég var rekin.
Í gær ætlaði ég að fara til Evu Ruzu að skoða íbúðina hennar... en hún er ekki alveg farin að venjast því að búa ekki lengur í Skólagerði 50, eins og allt hennar líf, svo hún er helst alltaf í heimsókn þar. Ég fór þá í staðin bara með henni Guðnýju klikkhaus á kaffihús, en lofa að kíkja á morgun á Evu Ruzuna.
Ég og Rafnar skelltum okkur á Þetta er allt að koma, handrit eftir Hallgrím Helga, leikstýrt af Baltasar. Þetta var alveg ágætis skemmtun. Frábær persónusköpun þar á ferðinni. Mér fannst Ameríkaninn Jory lang bestur.... yeaaaa.... how are you? yeaaa....
Eníveis...Við skelltum okkur afmælisgjafalaus til Garðars og Guðrúnar. Skömm frá því að segja... en þetta var mín fysta heimsókn í fallegu íbúðina þeirra. Betra seint en aldrei!
Ég vona nú að ég fari að vakna til lífsins núna, með hækkandi sól. Svo er ég að fara að hætta að skúra. Þannig að ég hef meiri tíma núna fyrir vini og vandamenn. Þetta er síðasta skúri vikan. Ég var rekin.
Í gær ætlaði ég að fara til Evu Ruzu að skoða íbúðina hennar... en hún er ekki alveg farin að venjast því að búa ekki lengur í Skólagerði 50, eins og allt hennar líf, svo hún er helst alltaf í heimsókn þar. Ég fór þá í staðin bara með henni Guðnýju klikkhaus á kaffihús, en lofa að kíkja á morgun á Evu Ruzuna.
fimmtudagur, mars 11, 2004
Hæ!
Ég er ekki búin að vera duglega að skrifa. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki haft tíma til þess!.... Nei... Það trúir þessu enginn. Sannleikurinn er sá að ég er bara löt og með ritstíflu.
Það hefur nú ýmisleg drifið á daga mína. Ég var veik frá laugardegi til fimmmtudags. Vá hvað ég horfði mikið á sjónvarp! ég held að ég hafi sett persónulegt met! Ég er ekki að grínast í ykkur! Ég fór svo í vinnuna á föstudaginn.
Svo tók við mikil afmælis helgi. Það byrjaði allt með því að ég fór í afmæli til hennar Tótu, kórstjórans. Hún varð fimmtug og hélt svaka flotta afmælistónleika. Fram komu fullt af flottum listamönnum t.d. Stjörnukór (ég), Skólakór Kásnes, stórakór, Vallagerðisbræður... sem voru btw æði... Þetta eru s.s. vinir systur minnar og eru í 10. bekk og þeir syngja eins og englar... (ekki með stelpuröddum) Svo var þarna Kristinn Sigmunds, Ragga Gísla og fleiri og fleiri. Svaka stuð og maður hitti fullt af gömlum félögum og kennurum.
Á laugardaginn fékk ég smá kast í Smáralindinni og tæmdi nokkrar búðir.... nei kannski ekki svo slæmt. Ég keypti mér bara gallabuxur, peysu, jakka og stígvél. Svo horfði ég á Evu og Rex sýna sína bestu módel takta á brúðkaupssýnigunni. Ekki amalegt það.
Um kvöldið var svo haldið í afmæli til Auðar Óskar. Þar var náttlega mikið um rassahrissssting! Og fóru Systa og Ásgerður þar fremst í flokki. Ég gat ekki stoppað lengi við hjá Auði því mér var svo boðið í afmæli til Kristjönu (kærustu bróður míns). Við Rafnar komum þangað þegar partíið var komið vel í gang. Það var mjög gaman og Bragi minn var mjög duglegur að tína mislegt fram til að sýna okkur. s.s. bækur, blöð, heimasíður. Hann var nú held ég bara að passa upp á það að okkur mundi ekki leiðast. Hann er orðinn rosa duglegur að hlaupa strákurinn. Hann spurði mig í gær hvort ég mundi þora að hlaupa með honum! Við skulum bara sjá Bragi minn. Ég á eftir að gera út af við þig.
Á sunnudaginn fór ég í bíó með Guðnýju á Monster. Vá hvað mér leið illa eftir myndina. Ég sofnaði ekki fyr en um kl. 4:30.
og er ég ekki viðkvæm! Þetta er rosaleg mynd! Vá hvað Charlize er góð leikkona! Hún átti sko sannarlega skilið að fá Óskar. Skrítið hvað hún var ljót í myndinni, en svo er hún bara geðveikt sæt núna. Ég er ekki búin að gera mikið annað en að vinna þessa viku, en ég skráði mig í flughræðslunámskeið, sendi út umsókn til Hróaskeldu háskóla og svo Keypti ég mér kort í Betró í gær. Aftur komin á gamla góða staðinn... var ekki alveg að meika biðraðir í tækin í Sportó. Fór að lyfta í gær og hélt ég væri algjör massi... en ég er með geðveikar harðsperrur núna!!!
Að okum vil ég óska Hafdísi til hamingju með íbúðina sína og vona að hún sé ánægð með mig núna. Ég er búin að skrifað alveg fullt!! ;)
Ég er ekki búin að vera duglega að skrifa. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki haft tíma til þess!.... Nei... Það trúir þessu enginn. Sannleikurinn er sá að ég er bara löt og með ritstíflu.
Það hefur nú ýmisleg drifið á daga mína. Ég var veik frá laugardegi til fimmmtudags. Vá hvað ég horfði mikið á sjónvarp! ég held að ég hafi sett persónulegt met! Ég er ekki að grínast í ykkur! Ég fór svo í vinnuna á föstudaginn.
Svo tók við mikil afmælis helgi. Það byrjaði allt með því að ég fór í afmæli til hennar Tótu, kórstjórans. Hún varð fimmtug og hélt svaka flotta afmælistónleika. Fram komu fullt af flottum listamönnum t.d. Stjörnukór (ég), Skólakór Kásnes, stórakór, Vallagerðisbræður... sem voru btw æði... Þetta eru s.s. vinir systur minnar og eru í 10. bekk og þeir syngja eins og englar... (ekki með stelpuröddum) Svo var þarna Kristinn Sigmunds, Ragga Gísla og fleiri og fleiri. Svaka stuð og maður hitti fullt af gömlum félögum og kennurum.
Á laugardaginn fékk ég smá kast í Smáralindinni og tæmdi nokkrar búðir.... nei kannski ekki svo slæmt. Ég keypti mér bara gallabuxur, peysu, jakka og stígvél. Svo horfði ég á Evu og Rex sýna sína bestu módel takta á brúðkaupssýnigunni. Ekki amalegt það.
Um kvöldið var svo haldið í afmæli til Auðar Óskar. Þar var náttlega mikið um rassahrissssting! Og fóru Systa og Ásgerður þar fremst í flokki. Ég gat ekki stoppað lengi við hjá Auði því mér var svo boðið í afmæli til Kristjönu (kærustu bróður míns). Við Rafnar komum þangað þegar partíið var komið vel í gang. Það var mjög gaman og Bragi minn var mjög duglegur að tína mislegt fram til að sýna okkur. s.s. bækur, blöð, heimasíður. Hann var nú held ég bara að passa upp á það að okkur mundi ekki leiðast. Hann er orðinn rosa duglegur að hlaupa strákurinn. Hann spurði mig í gær hvort ég mundi þora að hlaupa með honum! Við skulum bara sjá Bragi minn. Ég á eftir að gera út af við þig.
Á sunnudaginn fór ég í bíó með Guðnýju á Monster. Vá hvað mér leið illa eftir myndina. Ég sofnaði ekki fyr en um kl. 4:30.
og er ég ekki viðkvæm! Þetta er rosaleg mynd! Vá hvað Charlize er góð leikkona! Hún átti sko sannarlega skilið að fá Óskar. Skrítið hvað hún var ljót í myndinni, en svo er hún bara geðveikt sæt núna. Ég er ekki búin að gera mikið annað en að vinna þessa viku, en ég skráði mig í flughræðslunámskeið, sendi út umsókn til Hróaskeldu háskóla og svo Keypti ég mér kort í Betró í gær. Aftur komin á gamla góða staðinn... var ekki alveg að meika biðraðir í tækin í Sportó. Fór að lyfta í gær og hélt ég væri algjör massi... en ég er með geðveikar harðsperrur núna!!!
Að okum vil ég óska Hafdísi til hamingju með íbúðina sína og vona að hún sé ánægð með mig núna. Ég er búin að skrifað alveg fullt!! ;)
mánudagur, mars 01, 2004
what a girl wants, Save the last dance, Alladin, Eurovision songcontest 2001,Everybody loves Raymond, Strong medicein, 6 þættir af Nighbours, Americas Next top model, Ophra, Whoopi, 2 Silfur Egils, The simple life, The guardian, Oscarinn svo ekki sé minnst á 101!.
Ég er lasin og þetta og örugglega meira til er það sjónvarpsefni sem ég er búin að innbyrða síðustu 2 sólarhringa. Ekkert svo slæmur árangur það.
Annars var föstudagurinn rosa vel hepnaður. Það var reunion hjá okkur Þingó krökkum. Rosa gaman að hitta alla. En ég get sagt ykkur það að ég er komin með ógeð af spurningum sem þessum: Hvað ertu að gera núna? Já og hata spurninguna: Hvað ætlaru að gera í framhaldinu? Það skilur enginn hvað International program for european studdies þýðir... svo að í hvert skipti sem ég segi frá þessu fer ca. 15 mín í að útskýra hvað það er...I don't blame you!
Alla vega þá var rosa gaman, það var mikið spjallað og ótrúlegt hvað mér finnst sumir ekki hafa breyst neitt. Það eru þó einstaklingar inn á milli sem eru orðnir allt öðruvísi en fyrir 5 árum. Ég held svei mér þá að ég sé þar á meðal. Reunion nefndin á skilið compliment fyrir frammistöðu sína! Takk fyrir frábært partí!
En kvöldið endaði á því að ég var farin að finna fyrir veikindunum svo að ég laumaðist frekar snemma út af Felix. Vaknaði svo með risa kúlu í hálsinum, settist fyrir framan sjónvarpið og er búin að vera þar síðan. Jæja... sjónvarpið bíður... Apollo 13 á Bíó rásinni................
Ég er lasin og þetta og örugglega meira til er það sjónvarpsefni sem ég er búin að innbyrða síðustu 2 sólarhringa. Ekkert svo slæmur árangur það.
Annars var föstudagurinn rosa vel hepnaður. Það var reunion hjá okkur Þingó krökkum. Rosa gaman að hitta alla. En ég get sagt ykkur það að ég er komin með ógeð af spurningum sem þessum: Hvað ertu að gera núna? Já og hata spurninguna: Hvað ætlaru að gera í framhaldinu? Það skilur enginn hvað International program for european studdies þýðir... svo að í hvert skipti sem ég segi frá þessu fer ca. 15 mín í að útskýra hvað það er...I don't blame you!
Alla vega þá var rosa gaman, það var mikið spjallað og ótrúlegt hvað mér finnst sumir ekki hafa breyst neitt. Það eru þó einstaklingar inn á milli sem eru orðnir allt öðruvísi en fyrir 5 árum. Ég held svei mér þá að ég sé þar á meðal. Reunion nefndin á skilið compliment fyrir frammistöðu sína! Takk fyrir frábært partí!
En kvöldið endaði á því að ég var farin að finna fyrir veikindunum svo að ég laumaðist frekar snemma út af Felix. Vaknaði svo með risa kúlu í hálsinum, settist fyrir framan sjónvarpið og er búin að vera þar síðan. Jæja... sjónvarpið bíður... Apollo 13 á Bíó rásinni................
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
Elsku vinir!
Þið sem ekki eruð búin að skrá ykkur í afmælisdagbókina mína. Viljiði gera það fyrir mig hér. Þá get ég munað eftir öllum afmælisdögum!
Sniðugt!
Þið sem ekki eruð búin að skrá ykkur í afmælisdagbókina mína. Viljiði gera það fyrir mig hér. Þá get ég munað eftir öllum afmælisdögum!
Sniðugt!
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
mánudagur, febrúar 23, 2004
Heimurinn er skrítinn! Ekki það að ég hafi verið að uppgötva það fyrst núna. Ég rakst á mjög merkilega frétt í dag. Jack Osbourne fékk alveg frábæra gjöf frá kærustunni sinni, módelinu Kimberley Stewart( dóttir Rod Stewart).
Hún var einmitt í brjóstaaðgerð númer tvö að fá sér enn stærri bobbinga og ákvað að gefa Jack gömlu fyllinguna. Jack er víst alveg himinlifandi með þessa gjöf og rammaði "fyllingarnar" inn og hengdi upp á vegg. (><)
Hún var einmitt í brjóstaaðgerð númer tvö að fá sér enn stærri bobbinga og ákvað að gefa Jack gömlu fyllinguna. Jack er víst alveg himinlifandi með þessa gjöf og rammaði "fyllingarnar" inn og hengdi upp á vegg. (><)
Já ég er ennþá lítil stelpa! Ég er búin að fá sönnun fyrir því að ég sé EKKI á leiðinni að verða fullorðin.... enda hef ég engan áhuga á því!


My inner child is six years old!
Look what I can do! I can walk, I can run, I can
read! I like to do stuff, and there's a whole
big world out there to do it in. Just so long
as I can take my blankie and my Mommy and my
three best friends with me, of course.
How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla
föstudagur, febrúar 20, 2004
Hataðir kúnnar!!
Ég er búin að vera að lesa greinar á snilldar síðu í dag. Þetta er dönsk síða sem er tileinkuð hötuðum kúnnum!
Þarna getur fólk loggað sig inn og úthelt sér yfir pirrandi kúnnum um leið og þeir snúa við bakinu. Ég mæli með því að þið rifjið upp dönskuna og lesið einhverjar greinar... Því þetta er bara snilld!
Ég hef svo óteljandi sögur sem ég gæti skrifað þarna.... Kannski maður skrifi eins og eina...
Guðný á afmæli í dag. Vei vei!
Til hamingju Guðný! En hvernig er það, á ekki að bjóða manní í afmæli???
Ég er meira að segja löngu búin að ákveða hvað ég ætla að gefa þér í afmælisgjöf!
Gara gó ríd som mor historíer on www.haderkunder.dk
Adios amigos!
Ég er búin að vera að lesa greinar á snilldar síðu í dag. Þetta er dönsk síða sem er tileinkuð hötuðum kúnnum!
Þarna getur fólk loggað sig inn og úthelt sér yfir pirrandi kúnnum um leið og þeir snúa við bakinu. Ég mæli með því að þið rifjið upp dönskuna og lesið einhverjar greinar... Því þetta er bara snilld!
Ég hef svo óteljandi sögur sem ég gæti skrifað þarna.... Kannski maður skrifi eins og eina...
Guðný á afmæli í dag. Vei vei!
Til hamingju Guðný! En hvernig er það, á ekki að bjóða manní í afmæli???
Ég er meira að segja löngu búin að ákveða hvað ég ætla að gefa þér í afmælisgjöf!
Gara gó ríd som mor historíer on www.haderkunder.dk
Adios amigos!
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Sko mína!!!
Bara búin að læra að setja inn myndir á bloggið! Þökk sé Hafdísi! Það virkar samt ekki með allar myndir. Blogger er bara cool! Það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi!
Bara búin að læra að setja inn myndir á bloggið! Þökk sé Hafdísi! Það virkar samt ekki með allar myndir. Blogger er bara cool! Það er allt hægt ef að viljinn er fyrir hendi!
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
AF ÞVÍ AÐ ALLIR ERU AÐ TALA UM ÞETTA
Ég hef ákveðið að halda áfram umræðu Guðrúnar Birnu varðandi heitasta málið í dag. Ruth Reginalds málið! og færa þær umræður aðeins út.
Ruth Reginalds fyrverandi stjarna veit alveg hvernig hún á að fara að þessu. Langar að láta lappa upp á sig og hefur samband við sjónvarpsstöð og nær sér í spons hér og þar. Auðvitað eru þessir aðilar ,,hér og þar" að nota þetta sem auglýsingu. Það er mjög slæmt að læknir reyni að nota sér þetta líka og finnst mér það gleðiefni að hann sé búinn að draga sig út úr þessu.
Verst af öllu þykir mér hvað fjölmiðlar eru alltaf tilbúnir að taka þátt í einhverri vitleysu.
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á það hvað við hugsum, hvað við gerum og hvað við erum. Þeir eru mjög stór þáttur í umhverfi okkar. Þau sem standa að þessu hamra á því að þetta sé nú bara umfjöllun... hmm mér finnst þetta bara lykta illilega mikið af auglýsingamennsku. Það er búið að sýna auglýsingar í langan tíma um þetta og draga upp svo flotta glansmynd af þessu. Litlir krakkar rífa sig nú upp kl. 7 til þess að vera tilbúin að horfa á þetta "Extreme makeover" tatarartam!!!
Ég mundi ekki kalla þetta létta umfjöllun heldur kannski flokka undir dulda auglýsingu. Duldar auglýsingar hafa dulin áhrif. Fólk verður ósjálfrátt fyrir áhrifum frá fjölmiðlum, t.d. í tengslum við útlit, vímuefnanotkun og almennar lífsvenjur. Skilaboðin sem við fáum frá stöð 2 eru þau að ef að okkur líður illa með útlit okkar, þá getum við farið og látið skera af og bæta við og spasla og pússa okkur fyrir tæpar 5 milljónir þannig að við lítum út eins og Diesel gínurnar þá verður lífið fallegt og gott!
Þau munu aldrei viðurkenna að það séu þessi skilaboð sem þau eru að senda okkur en þau eru dulin á bak við glansið.
......ÞÁ VARÐ ÉG BARA LÍKA
Ég hef ákveðið að halda áfram umræðu Guðrúnar Birnu varðandi heitasta málið í dag. Ruth Reginalds málið! og færa þær umræður aðeins út.
Ruth Reginalds fyrverandi stjarna veit alveg hvernig hún á að fara að þessu. Langar að láta lappa upp á sig og hefur samband við sjónvarpsstöð og nær sér í spons hér og þar. Auðvitað eru þessir aðilar ,,hér og þar" að nota þetta sem auglýsingu. Það er mjög slæmt að læknir reyni að nota sér þetta líka og finnst mér það gleðiefni að hann sé búinn að draga sig út úr þessu.
Verst af öllu þykir mér hvað fjölmiðlar eru alltaf tilbúnir að taka þátt í einhverri vitleysu.
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á það hvað við hugsum, hvað við gerum og hvað við erum. Þeir eru mjög stór þáttur í umhverfi okkar. Þau sem standa að þessu hamra á því að þetta sé nú bara umfjöllun... hmm mér finnst þetta bara lykta illilega mikið af auglýsingamennsku. Það er búið að sýna auglýsingar í langan tíma um þetta og draga upp svo flotta glansmynd af þessu. Litlir krakkar rífa sig nú upp kl. 7 til þess að vera tilbúin að horfa á þetta "Extreme makeover" tatarartam!!!
Ég mundi ekki kalla þetta létta umfjöllun heldur kannski flokka undir dulda auglýsingu. Duldar auglýsingar hafa dulin áhrif. Fólk verður ósjálfrátt fyrir áhrifum frá fjölmiðlum, t.d. í tengslum við útlit, vímuefnanotkun og almennar lífsvenjur. Skilaboðin sem við fáum frá stöð 2 eru þau að ef að okkur líður illa með útlit okkar, þá getum við farið og látið skera af og bæta við og spasla og pússa okkur fyrir tæpar 5 milljónir þannig að við lítum út eins og Diesel gínurnar þá verður lífið fallegt og gott!
Þau munu aldrei viðurkenna að það séu þessi skilaboð sem þau eru að senda okkur en þau eru dulin á bak við glansið.
......ÞÁ VARÐ ÉG BARA LÍKA
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Haaaaalo!
Það var svaka partí heima um helgina. Þetta er orðið að föstum lið um hverja helgi held ég bara. Systir mín átti afmæli og bauð nokkrum vinum til sín og það var alveg rífandi gítarstemmari og læti. Ég var heima til að fylgjast með að þetta færi svona nokkuð friðsamlega fram allt saman. En þegar ég rak nefið upp á efri hæðina var ég rekin aftur niður í herbergið mitt með harðri hendi. Það er sko ekkert gaman að hafa einvherja gamla systur með í afmælinu. Mér leið "really old".
Eníveis, til hamó Sigrún litla 16 ára! Vá! Svo átti Anne Marie DK vinkona ammili í gær og óska ég henni til lykke med det! 21 aar gammel, lige som mig.
Ég er búin að fylla út umsóknareyðublöð fyrir RUC, Den Humanistiske Internationale Basisuddannelse í Hróaskeldu, á eftir að senda þetta út. Svo á ég eftir að sækja um í Malmö. Það er ekki alveg strax en þetta er það sem mig langar mest að læra og ætla að reyna að komast inn í.
Það var svaka partí heima um helgina. Þetta er orðið að föstum lið um hverja helgi held ég bara. Systir mín átti afmæli og bauð nokkrum vinum til sín og það var alveg rífandi gítarstemmari og læti. Ég var heima til að fylgjast með að þetta færi svona nokkuð friðsamlega fram allt saman. En þegar ég rak nefið upp á efri hæðina var ég rekin aftur niður í herbergið mitt með harðri hendi. Það er sko ekkert gaman að hafa einvherja gamla systur með í afmælinu. Mér leið "really old".
Eníveis, til hamó Sigrún litla 16 ára! Vá! Svo átti Anne Marie DK vinkona ammili í gær og óska ég henni til lykke med det! 21 aar gammel, lige som mig.
Ég er búin að fylla út umsóknareyðublöð fyrir RUC, Den Humanistiske Internationale Basisuddannelse í Hróaskeldu, á eftir að senda þetta út. Svo á ég eftir að sækja um í Malmö. Það er ekki alveg strax en þetta er það sem mig langar mest að læra og ætla að reyna að komast inn í.
mánudagur, febrúar 09, 2004
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Mig langar!
Það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera!
Það er ekki séns að ég geti komist yfir það allt! Svo kostar allt helling af peningum og tíma!
En hér er listi yfir sumt af því sem mig langar rosalega mikið að gera!
#1. Hætta að vera flughrædd! s.s. fara á eithvað flughræðslunámskeið eða eithvað. Því eins og flestir sem þekkja mig vita, þá er ég alveg rosalega flughrædd.
#2. Ferðast! Mig langar mest að fara til Ástralíu, Suður Ameríku og að ferðast meira m Austur Evrópu, t.d. til Rússlands.
#3. Mig langar að læra að kafa.
#4. Mig langar að læra að surfa! (vind surfa, brim surfa og snjó surfa) ... ég kanna að surfa á internetinu... 5 aur!
#5. Mig langar að læra spænsku betur.
#6. Mig lanbgar að læra á diablo sticks
#7. Mig langar að verða brún.
#8. Mig langar að læra að dansa.
#9. Mig langar með Rafnari í sólarlandaferð.
#10. Mig langar að fara með vinkonum mínum í sólarlandaferð
#11..Mig langar að læra!!!
Listinn er ekki tæmandi, þetta er aðeins brota brot af því sem mig langar að gera. Þetta er heldur ekki raðað eftir því hversu mikið mig langar að eithvað.
Það er svo ótrúlega margt sem mig langar að gera!
Það er ekki séns að ég geti komist yfir það allt! Svo kostar allt helling af peningum og tíma!
En hér er listi yfir sumt af því sem mig langar rosalega mikið að gera!
#1. Hætta að vera flughrædd! s.s. fara á eithvað flughræðslunámskeið eða eithvað. Því eins og flestir sem þekkja mig vita, þá er ég alveg rosalega flughrædd.
#2. Ferðast! Mig langar mest að fara til Ástralíu, Suður Ameríku og að ferðast meira m Austur Evrópu, t.d. til Rússlands.
#3. Mig langar að læra að kafa.
#4. Mig langar að læra að surfa! (vind surfa, brim surfa og snjó surfa) ... ég kanna að surfa á internetinu... 5 aur!
#5. Mig langar að læra spænsku betur.
#6. Mig lanbgar að læra á diablo sticks
#7. Mig langar að verða brún.
#8. Mig langar að læra að dansa.
#9. Mig langar með Rafnari í sólarlandaferð.
#10. Mig langar að fara með vinkonum mínum í sólarlandaferð
#11..Mig langar að læra!!!
Listinn er ekki tæmandi, þetta er aðeins brota brot af því sem mig langar að gera. Þetta er heldur ekki raðað eftir því hversu mikið mig langar að eithvað.
mánudagur, febrúar 02, 2004
Helv.. bíllinn... bilaður eina ferðina enn!!!
Nenni ekki að tala um það.
Skemmtilegu fréttirnar í dag eru þær að Louise, dönsk vinkona mín hringdi í mig í dag og tilkynnti mér það að þær Louise, Louise, Lotte, Maage og Lone eru á leiðinni til mín um páskana!!!
Vúhú!
Ég hlakka ekkert smá til að fá þær til mín.
Nenni ekki að tala um það.
Skemmtilegu fréttirnar í dag eru þær að Louise, dönsk vinkona mín hringdi í mig í dag og tilkynnti mér það að þær Louise, Louise, Lotte, Maage og Lone eru á leiðinni til mín um páskana!!!
Vúhú!
Ég hlakka ekkert smá til að fá þær til mín.
Ég þarf víst að hafa mig alla við til þess að ná henni Hafdísi bumbulínu. Ég þarf að ferðst 9 % meira. Ég hef samt 1 ár og 294 daga til þess að ná henni, því að hún er ári og 294 dögum eldri en ég. Hvað með ykkur hin?
laugardagur, janúar 31, 2004
föstudagur, janúar 30, 2004
Ég á greinilega mikið eftir! Ég er aðeins búin að fara til 4% af öllum löndum í heiminum.
Þetta eru þau lönd sem ég hef komið til:

create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Þetta eru þau lönd sem ég hef komið til:
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Tag mig tilbage alting var så let
Tag mig tilbage alting var så nyt
Tag mig tilbage alting var så vildt
Tilbage til dengang hvor vi var så frie og hvor vi
Fyrede den af og vi gjorde hvad vi ville
Vi, vi var så ligeglade med det hele
Og vi…
glemmer det aldrig
Ég væri til í að upplifa 6. janúar til 20. júní aftur... Oure tímabilið... ég fæ þessa tilfinningu altaf þegar ég skoða þessar myndir og fleiri myndir á þessari síðu.
Tag mig tilbage alting var så nyt
Tag mig tilbage alting var så vildt
Tilbage til dengang hvor vi var så frie og hvor vi
Fyrede den af og vi gjorde hvad vi ville
Vi, vi var så ligeglade med det hele
Og vi…
glemmer det aldrig
Ég væri til í að upplifa 6. janúar til 20. júní aftur... Oure tímabilið... ég fæ þessa tilfinningu altaf þegar ég skoða þessar myndir og fleiri myndir á þessari síðu.
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Wake up litle Susy, wake up!
Af hverju er maður alltaf svona ógeðslega þreyttur á veturna!
Það er alltaf svo erfitt að vakna.
Ég var náttúrulega að vinna í 12 tíma í gær... en mér er sama.
Ég hlakka til vorsins, þá fyllist maður allur af orku.... vona ég.
Ég er enn að bíða eftir jólagjöfinni frá Landsteinum... ég hef grun um að það verði nudd. Ekki amalegt að fá það til að losa hnútana í öxlunum.
Nóg af þreytubullinu!
Hasta luego ZZZzzzZZZzzzZZZZ
Af hverju er maður alltaf svona ógeðslega þreyttur á veturna!
Það er alltaf svo erfitt að vakna.
Ég var náttúrulega að vinna í 12 tíma í gær... en mér er sama.
Ég hlakka til vorsins, þá fyllist maður allur af orku.... vona ég.
Ég er enn að bíða eftir jólagjöfinni frá Landsteinum... ég hef grun um að það verði nudd. Ekki amalegt að fá það til að losa hnútana í öxlunum.
Nóg af þreytubullinu!
Hasta luego ZZZzzzZZZzzzZZZZ
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Run Lola Run
Allir búnir að jafna sig eftir helgina vona ég!
Það var svo gott veður í gær að ég skellti mér bara út að hlaupa. Það var mjög hressandi. Vonandi kemur vorið snemma í ár. Þá get ég byrjað snemma að æfa mig fyrir hálfmarathonið.
Hvað finnst ykkur um að hittast tvisvar-þrisvar í viku og skokka/hlaupa. Það er hægt að hittast á einhverjum stað og fara ýmsar leiðir?
Hver er til í þetta?
Kommentið á nýja kommentakerfinu mínu! :)
Allir búnir að jafna sig eftir helgina vona ég!
Það var svo gott veður í gær að ég skellti mér bara út að hlaupa. Það var mjög hressandi. Vonandi kemur vorið snemma í ár. Þá get ég byrjað snemma að æfa mig fyrir hálfmarathonið.
Hvað finnst ykkur um að hittast tvisvar-þrisvar í viku og skokka/hlaupa. Það er hægt að hittast á einhverjum stað og fara ýmsar leiðir?
Hver er til í þetta?
Kommentið á nýja kommentakerfinu mínu! :)
mánudagur, janúar 26, 2004
Við gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta!
Mér fannst gaman á laugardaginn!!
Allt var í stressi að ná að skreyta húsið áður en að gestirnir komu. Við náðum sem betur fer að gera allt fínt rétt áður. Guði sé lof fyrir það að Íslendingar geta ekki mætt ? réttum tíma.
Það komu bara næstum allir í svörtu og rauðu og það var svakaleg stemmnig! Við fengum alls kyns fallega pakka og mér sýndist flestir skemmta sér alveg ágætlega.
Svo var haldið í bæinn. Flestir fóru ? undan mér og Sjöfn og þegar við komum inn á Hressó.. (ásamt fleirum) þá sungu stelpurnar afmælissönginn hástöfum! og allir inni á staðnum vissu að við áttum afmæli. Samt var enginn að óska okkur til hamingju með daginn???
Alla vega, þá fóru flestir á Pravda, en ég, Guðrún Birna og Rafnar kítum frekar á Prikið og Vegam?ót. Það var frekar góð tónlist á Prikinu... af hverju erum við aldrei þar!?
Í gær var ég svo bara þreytt!!!
Vá! ég þreif húsið og fór í barnaafmæli... eftir það var ég alveg búin.
Ég vil helst ekkert minnast á handboltaleikinn... Ég segi bara... gott að við fórum bara heim. Það þarf bara að koma liðinu í betra form... athuga leikmanna skipan betur og finna leiðir til þess að losa Óla. Ég held að við getum tekið Ólimpumótið ef að við reynum að læra af þessu móti. Það gengur bara betur næst.
Ég var alla vega með mestu ljótu sem ég hef fengið og þreytan angraði mig, en ég gat bara ekki sofnað. Ég get ekki lagt mig á daginn. Ég held að ég verði að flytja aftur á Brammingegade til að geta það.
Set inn myndir í kvöld.
.... og aðeins betur, því það er það sem þarf!
Mér fannst gaman á laugardaginn!!
Allt var í stressi að ná að skreyta húsið áður en að gestirnir komu. Við náðum sem betur fer að gera allt fínt rétt áður. Guði sé lof fyrir það að Íslendingar geta ekki mætt ? réttum tíma.
Það komu bara næstum allir í svörtu og rauðu og það var svakaleg stemmnig! Við fengum alls kyns fallega pakka og mér sýndist flestir skemmta sér alveg ágætlega.
Svo var haldið í bæinn. Flestir fóru ? undan mér og Sjöfn og þegar við komum inn á Hressó.. (ásamt fleirum) þá sungu stelpurnar afmælissönginn hástöfum! og allir inni á staðnum vissu að við áttum afmæli. Samt var enginn að óska okkur til hamingju með daginn???
Alla vega, þá fóru flestir á Pravda, en ég, Guðrún Birna og Rafnar kítum frekar á Prikið og Vegam?ót. Það var frekar góð tónlist á Prikinu... af hverju erum við aldrei þar!?
Í gær var ég svo bara þreytt!!!
Vá! ég þreif húsið og fór í barnaafmæli... eftir það var ég alveg búin.
Ég vil helst ekkert minnast á handboltaleikinn... Ég segi bara... gott að við fórum bara heim. Það þarf bara að koma liðinu í betra form... athuga leikmanna skipan betur og finna leiðir til þess að losa Óla. Ég held að við getum tekið Ólimpumótið ef að við reynum að læra af þessu móti. Það gengur bara betur næst.
Ég var alla vega með mestu ljótu sem ég hef fengið og þreytan angraði mig, en ég gat bara ekki sofnað. Ég get ekki lagt mig á daginn. Ég held að ég verði að flytja aftur á Brammingegade til að geta það.
Set inn myndir í kvöld.
.... og aðeins betur, því það er það sem þarf!
laugardagur, janúar 24, 2004
Já það var heljarinnar fjör á Nasa í gær.
Ég fékk roda flott make up og var í þokkalegum kjól...
Allt gekk ágætlega, þangað til næstum því síðast, þegar ég næstum því datt um einverjar hárlufsur sem voru á gólfinu... Já pínu fyndið. Ég er búin að hlæja mikið af þessu. Þetta var annars rosa skemmtilegt. Rexa, Sjöfn og Eva stóðu sig eins og hetjur, voru ekkert að hrasa neitt og voru bara gullfallegar eins og þær eru alltaf.
Jæja, ég má ekki vera að því að skrifa meira... ég er á fullu að undirbúa afmælið mitt og Sjafnar.
Hlakka til vúllívúllí vú vú!!!
Ég fékk roda flott make up og var í þokkalegum kjól...
Allt gekk ágætlega, þangað til næstum því síðast, þegar ég næstum því datt um einverjar hárlufsur sem voru á gólfinu... Já pínu fyndið. Ég er búin að hlæja mikið af þessu. Þetta var annars rosa skemmtilegt. Rexa, Sjöfn og Eva stóðu sig eins og hetjur, voru ekkert að hrasa neitt og voru bara gullfallegar eins og þær eru alltaf.
Jæja, ég má ekki vera að því að skrifa meira... ég er á fullu að undirbúa afmælið mitt og Sjafnar.
Hlakka til vúllívúllí vú vú!!!
föstudagur, janúar 23, 2004
Aðeins handboltaáhugafólk lesi þessa grein!
Já það fór ekki vel fyrir Íslenska landsliðinu í gær. En þetta var alveg geysi spennandi leikur framan af. Alveg eins og leikir eiga að vera. Gummi var að standa sig í markinu framan af en svo náði hann sér ekki alveg á strik í seinni hálfleik. Guðjón
Valur var gerði nokkrar gloríur í byrjun leiksins, klúðraði 3 dauða færum... en náði að bæta fyrir það seinna í leiknum. Það var eins og þeri gæfust upp í lokin, enda mjög erfitt að missa 3 menn út af. Mér fannst samt að Snorri hafi verið sá sem hélt haus og hélt áfram að berjast. Þeir voru svona í heildina annars að spila vel...það er erfitt að mæta svona sterku liði á heimavelli. Mikil handboltahefð er á þessu svæði og mikil pressa á Slóvenska liðinu.
Já það fór ekki vel fyrir Íslenska landsliðinu í gær. En þetta var alveg geysi spennandi leikur framan af. Alveg eins og leikir eiga að vera. Gummi var að standa sig í markinu framan af en svo náði hann sér ekki alveg á strik í seinni hálfleik. Guðjón
Valur var gerði nokkrar gloríur í byrjun leiksins, klúðraði 3 dauða færum... en náði að bæta fyrir það seinna í leiknum. Það var eins og þeri gæfust upp í lokin, enda mjög erfitt að missa 3 menn út af. Mér fannst samt að Snorri hafi verið sá sem hélt haus og hélt áfram að berjast. Þeir voru svona í heildina annars að spila vel...það er erfitt að mæta svona sterku liði á heimavelli. Mikil handboltahefð er á þessu svæði og mikil pressa á Slóvenska liðinu.
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Hej!
Afmælisdagurinn minn var bara alveg ágætur!
Það komu einhverjir gestir og ég fékk nokkrara gjafir... þetta var s.s. bara mjög fínt.
Í gær þá var svona æfing fyrir föstudaginn. Við vorum að æfa okkur á catwalkinu. Það er bara skrítið hvað maður verður geðveikt usikker þegar maður er að labba sona... alla vega ég.
Æfingin byrjaði kl. 7 á NASA og ég var búin að vinna kl. 6 svo að ég settist bara ein á Kaffibarinn. Stelpurnar hringdu og þegar ég sagði þeim að ég væri ein á kaffihúsi þá heyrðist: HA?!! ertu ein? Þær voru voðalega hissa á því að ég mundi þora að vera ein á kaffihúsi.
Mér finnst alveg ágætt að vera ein á kaffihúsi og skoða blað. Ég geri þetta einstöku sinnum í hádeginu. Ætli ég sé eithvað skrítin? Nei ég vil ekki trúa því.
Ég fékk afmælisgjöf frá Rafnari í gær. ALveg geðveikt flott D&G úr! Það er geðveikt flott og ég er ótrúlega ánægð með það.
Kan I ha' det godt!
Farvelos
Afmælisdagurinn minn var bara alveg ágætur!
Það komu einhverjir gestir og ég fékk nokkrara gjafir... þetta var s.s. bara mjög fínt.
Í gær þá var svona æfing fyrir föstudaginn. Við vorum að æfa okkur á catwalkinu. Það er bara skrítið hvað maður verður geðveikt usikker þegar maður er að labba sona... alla vega ég.
Æfingin byrjaði kl. 7 á NASA og ég var búin að vinna kl. 6 svo að ég settist bara ein á Kaffibarinn. Stelpurnar hringdu og þegar ég sagði þeim að ég væri ein á kaffihúsi þá heyrðist: HA?!! ertu ein? Þær voru voðalega hissa á því að ég mundi þora að vera ein á kaffihúsi.
Mér finnst alveg ágætt að vera ein á kaffihúsi og skoða blað. Ég geri þetta einstöku sinnum í hádeginu. Ætli ég sé eithvað skrítin? Nei ég vil ekki trúa því.
Ég fékk afmælisgjöf frá Rafnari í gær. ALveg geðveikt flott D&G úr! Það er geðveikt flott og ég er ótrúlega ánægð með það.
Kan I ha' det godt!
Farvelos
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Ég á afmæli í dag og er orðin 21 árs!!!
Takk fyrir öll "til hamingju" sms-in!
Annars finn ég ekki svo mikla breytingu á mér. Vaknaði bara ósköp venjulega í morgun við það að Depill var að sleikja mig í framan og óska mér til hamingju með daginn.
Svo söng systir mín með sinni fögru morgunrödd.....uhum.
Svo fór ég í vinnuna.
En dagurinn er ekki búinn.
Í kvöld kemur eithvð fólk í kaffi. Mömmu finnst svo gaman að baka og bjóða gestum.
Ég fæ líka afmælisgjöf frá mömmu og pabba á eftir.
spennandi!
Takk fyrir öll "til hamingju" sms-in!
Annars finn ég ekki svo mikla breytingu á mér. Vaknaði bara ósköp venjulega í morgun við það að Depill var að sleikja mig í framan og óska mér til hamingju með daginn.
Svo söng systir mín með sinni fögru morgunrödd.....uhum.
Svo fór ég í vinnuna.
En dagurinn er ekki búinn.
Í kvöld kemur eithvð fólk í kaffi. Mömmu finnst svo gaman að baka og bjóða gestum.
Ég fæ líka afmælisgjöf frá mömmu og pabba á eftir.
spennandi!
mánudagur, janúar 19, 2004
Vá hvað ég hef margt til að hlakka til!!
Á morgun á ég afmæli og verð 21 árs!
Á fimmtudaginn byrjar EM í handbolta!!! Hversu mikil snilld er það. Ég hlakka svo sannarlega til að fylgjast með strákunum okkar.
Á föstudaginn verður hársýningin svo.
Á laugardaginn verður svaka svört og rauð stemmning í tilefni af 21 árs afmæli okkar Sjafnar.
Gaman gaman!
Á morgun á ég afmæli og verð 21 árs!
Á fimmtudaginn byrjar EM í handbolta!!! Hversu mikil snilld er það. Ég hlakka svo sannarlega til að fylgjast með strákunum okkar.
Á föstudaginn verður hársýningin svo.
Á laugardaginn verður svaka svört og rauð stemmning í tilefni af 21 árs afmæli okkar Sjafnar.
Gaman gaman!
Jæja, þá er helgin búin. Aftur kominn mánudagur. Þetta líður svo hratt maður! Það var nú meira veðrið á d-föstudaginn maður! Eftir vinnu fór ég beint niður á Kristu hárgreiðslustofu. Þar vorum við Eva Ruza, Regína og Sjöfn í casting fyrir hársýningu sem verður á NASA næsta föstudag. Við munum allar taka þátt í henni. Þetta var náttúrulega bara klíkuskapur....Systa....
Alla vega, þá voru teknar myndir af okkur þarna og þetta var allt mjög vandræðalegt. Myndirnar 2 sem voru teknar af mér er þær verstu sem ég hef séð á allri minni æfi!!! Það skiptir kannski ekki svo miklu máli...þetta er nú bara fyndið eiginlega.
Eftir þetta Kristu stúss fór ég svo í boð til hennar Gerðar (fyrverandi bossinn í Perlunni) Þar hitti ég allar Perlu-stelppurnar og það var rosa gaman.... en fórnaði um leið því að horfa á Idol!
Eftir boðið var að komast heim.... og þá var veðrið orðið fáránlega vont! Í fyrsta lagi þá þurfti ég að láta bílinn ganga í svona ca. 15 mín áður en ég fór af stað, því að bensíngjöfin var frosin. Svo tók það mig heila eilífð að komast heim! Maður bara sá ekki meira en 2 metra fram fyrir sig.
Á laugardaginn lá ég svo bara í leti þangað til ég fór í Sporthúsið, en þegar ég kom heim var mér svo ofsallega flökurt. Ég fór samt til Auðar Óskar og tók nokkur létt spor.... en en eftir smá dans snérist maginn í hringi og ég fór bara að lúlla. Ég fékk reyndar ekki mikinn svefnfrið fyrir hávaða í maganum mínum og vaknaði bara kl. 9:15 á sunnudegi.
Ég fékk svo kaupsýki og lagði það á mig að labba í Smáralindina. ég náði að eyða slatta af $$ þar. Keypti mér gallabuxur, bol, peysu og hárband. Sem betur fer þurftið ég ekki að labba heim, heldur gat ég snýkt far hjá henni Ásgerði. Í gærkvöldi fór ég svo á Love actually með Ásu og Sjöfn. Vá hvað það var falleg falleg falleg mynd! Ég hlakka til að sjá hana aftur!
See ya later!
Alla vega, þá voru teknar myndir af okkur þarna og þetta var allt mjög vandræðalegt. Myndirnar 2 sem voru teknar af mér er þær verstu sem ég hef séð á allri minni æfi!!! Það skiptir kannski ekki svo miklu máli...þetta er nú bara fyndið eiginlega.
Eftir þetta Kristu stúss fór ég svo í boð til hennar Gerðar (fyrverandi bossinn í Perlunni) Þar hitti ég allar Perlu-stelppurnar og það var rosa gaman.... en fórnaði um leið því að horfa á Idol!
Eftir boðið var að komast heim.... og þá var veðrið orðið fáránlega vont! Í fyrsta lagi þá þurfti ég að láta bílinn ganga í svona ca. 15 mín áður en ég fór af stað, því að bensíngjöfin var frosin. Svo tók það mig heila eilífð að komast heim! Maður bara sá ekki meira en 2 metra fram fyrir sig.
Á laugardaginn lá ég svo bara í leti þangað til ég fór í Sporthúsið, en þegar ég kom heim var mér svo ofsallega flökurt. Ég fór samt til Auðar Óskar og tók nokkur létt spor.... en en eftir smá dans snérist maginn í hringi og ég fór bara að lúlla. Ég fékk reyndar ekki mikinn svefnfrið fyrir hávaða í maganum mínum og vaknaði bara kl. 9:15 á sunnudegi.
Ég fékk svo kaupsýki og lagði það á mig að labba í Smáralindina. ég náði að eyða slatta af $$ þar. Keypti mér gallabuxur, bol, peysu og hárband. Sem betur fer þurftið ég ekki að labba heim, heldur gat ég snýkt far hjá henni Ásgerði. Í gærkvöldi fór ég svo á Love actually með Ásu og Sjöfn. Vá hvað það var falleg falleg falleg mynd! Ég hlakka til að sjá hana aftur!
See ya later!
föstudagur, janúar 16, 2004
Jæja jæja!
Nú fer ég að verða ánægð með síðuna mína. Ég er komin með gestabók og svo er ég búin að setja inn nokkrar myndir. Aldrei að vita nema ég setji fleiri inn um helgina. Það er loksins komin ADSL tenging heim til mín.... sem er náttlega bara nauðsyn. Ég setti þetta upp í gær, fékk smá hjálp hjá Rafnari sæta. Þvílíkur munur!
Ég á afmæli eftir nokkra daga eða 20. janúar og þá verð ég 21 árs! Ég verð að fara að fjárfesta í hrukkukremi.... Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann... eða eithvað á þessa leið.
Eftir vinnu í dag fer á Kristu og læt meta á mér hárið hvort að það sé hæft til sýningar... Já hún Systa er eithvað að plögga þessu. Það verður einvher geðveik hársýning næsta föstudag og umm að gera að fylgjast með hártískunni!
Svo eftir það þá fer ég til hennar Gerðar sem var rekstrarstjóri Kaffi Perlu. Hún er að hætta í Perlunni og býður heim nokkrum uppáhaldsstarfsmönnum. Æ hún er svo góð.
Mér leikur forvitnin á að vita hvða hún Guðrún Ösp ætlar að gera í tilefni af afmælisdeginum okkar??? Það kemur allt í ljós.
Alla vega þá ætla ég að hætta þessu blaðri í bili... ég er búin að vaða úr einu í annað og veit þið mínir fjölmörgu lesendur eruð orðin rosalega þreytt á þessu bulli.
sæl að sinni.
Nú fer ég að verða ánægð með síðuna mína. Ég er komin með gestabók og svo er ég búin að setja inn nokkrar myndir. Aldrei að vita nema ég setji fleiri inn um helgina. Það er loksins komin ADSL tenging heim til mín.... sem er náttlega bara nauðsyn. Ég setti þetta upp í gær, fékk smá hjálp hjá Rafnari sæta. Þvílíkur munur!
Ég á afmæli eftir nokkra daga eða 20. janúar og þá verð ég 21 árs! Ég verð að fara að fjárfesta í hrukkukremi.... Of seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann... eða eithvað á þessa leið.
Eftir vinnu í dag fer á Kristu og læt meta á mér hárið hvort að það sé hæft til sýningar... Já hún Systa er eithvað að plögga þessu. Það verður einvher geðveik hársýning næsta föstudag og umm að gera að fylgjast með hártískunni!
Svo eftir það þá fer ég til hennar Gerðar sem var rekstrarstjóri Kaffi Perlu. Hún er að hætta í Perlunni og býður heim nokkrum uppáhaldsstarfsmönnum. Æ hún er svo góð.
Mér leikur forvitnin á að vita hvða hún Guðrún Ösp ætlar að gera í tilefni af afmælisdeginum okkar??? Það kemur allt í ljós.
Alla vega þá ætla ég að hætta þessu blaðri í bili... ég er búin að vaða úr einu í annað og veit þið mínir fjölmörgu lesendur eruð orðin rosalega þreytt á þessu bulli.
sæl að sinni.
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Það var svoi gaman í hádeginu mínu í dag. Ég var ekki ein niðri á kaffistofu með skyrið mitt og hrökkbrauðið! Ég fór með henni Guðrúnu Birnu á Sólon og við fengum okkur súpu dagsins í hádegismat.... ummm
Vá hvað það lífgar upp á daginn að hafa einhvern til að tala við meðan maður er að borða. Þá hættir maður líka alveg að hugsa um stöðumælasektir á meðan.
Ég hvet alla til þess að hafa samband við mig og hitta mig svona í hádeginu. Það er líka í raun og veru eiginlega eini tíminn sem ég hef til að hitta fólk. Nú þegar það er kominn 20. nóvember ér ég komin með 40 yfirvinnutíma hjá Bílastæðasjóði, búin að vinna 12 tíma hjá landsteinum, búin að vinna slatta hjá Perlunni og eithvað líka hjá félagsþjónustu Kópavogs.... reyndar ekki mikið.
Á þessu má sjá að ég á ekki mikið líf.
Vá hvað þetta er leiðinleg grein.
Eníveis, ég hafði ekkert annað að segja í dag, orðin eithvða heilalaus af mikilli vinnu, nú þegar vinnuvikan er næstum á enda...
Vá hvað það lífgar upp á daginn að hafa einhvern til að tala við meðan maður er að borða. Þá hættir maður líka alveg að hugsa um stöðumælasektir á meðan.
Ég hvet alla til þess að hafa samband við mig og hitta mig svona í hádeginu. Það er líka í raun og veru eiginlega eini tíminn sem ég hef til að hitta fólk. Nú þegar það er kominn 20. nóvember ér ég komin með 40 yfirvinnutíma hjá Bílastæðasjóði, búin að vinna 12 tíma hjá landsteinum, búin að vinna slatta hjá Perlunni og eithvað líka hjá félagsþjónustu Kópavogs.... reyndar ekki mikið.
Á þessu má sjá að ég á ekki mikið líf.
Vá hvað þetta er leiðinleg grein.
Eníveis, ég hafði ekkert annað að segja í dag, orðin eithvða heilalaus af mikilli vinnu, nú þegar vinnuvikan er næstum á enda...
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Ég hef tekið mjög mikið eftir því undanfarið hvað ég er misfalleg.... Ok ég veit að ég hugsa margt skrítið.... Það er alveg dagamunur á manni. Í gær var ég ofsalega ljót til dæmis. Ég vaknaði allt of seint, náði sem sagt ekki að fara í ræktina. Rétt rak hausinn undir sturtuna og klæddi mig í ljót föt, smá púður í fésið og út. ég var ljót allan daginn :(
Í morgun náði ég að vakna nógu snemma til að fara í ræktina og lyfta og hlaupa, kom svo heim og fór í sturtu og náði að gera allt, meira að segja klæddi mig í þokkaleg föt. Ég leit í spegil núna áðan, og vá!! Ég var bara sæt í dag! Það var bara einhver önnur manneskja í speglinum.
Af hverju getur maður ekki sagt við sig á hverjum degi: looking good! Það er bara hressandi. Kannski er ég eithvað að misskilja og er bara hundljót. En mér líður ekki þannig í dag.
Ég vona að allir eigi svona fallega daga, að þeir geti horft á spegilmynd sína og hugsað.
Ég er bara sæt/ur í dag.
Í morgun náði ég að vakna nógu snemma til að fara í ræktina og lyfta og hlaupa, kom svo heim og fór í sturtu og náði að gera allt, meira að segja klæddi mig í þokkaleg föt. Ég leit í spegil núna áðan, og vá!! Ég var bara sæt í dag! Það var bara einhver önnur manneskja í speglinum.
Af hverju getur maður ekki sagt við sig á hverjum degi: looking good! Það er bara hressandi. Kannski er ég eithvað að misskilja og er bara hundljót. En mér líður ekki þannig í dag.
Ég vona að allir eigi svona fallega daga, að þeir geti horft á spegilmynd sína og hugsað.
Ég er bara sæt/ur í dag.
föstudagur, október 24, 2003
Hmmm?
Hvenær verð ég skipulögð manneskja?
Það verður alltaf allt í drasli á skrifborðinu mínu í vinnunni!
Ég skil ekki hvernig ég fer að þessu. Þetta er ekki bara í vinnunni. Það fer bara allt í óskipulag. Ég er alltaf að bíða eftir því að ég verði bara allt í einu skipulögð! En það ætlar eithvað að láta standa á sér að það gerist
Hvenær verð ég skipulögð manneskja?
Það verður alltaf allt í drasli á skrifborðinu mínu í vinnunni!
Ég skil ekki hvernig ég fer að þessu. Þetta er ekki bara í vinnunni. Það fer bara allt í óskipulag. Ég er alltaf að bíða eftir því að ég verði bara allt í einu skipulögð! En það ætlar eithvað að láta standa á sér að það gerist
.... skrítið!
Stundum þegar ég er ein fer ég að hugsa um eithvað fáránlegt. Ég held að það kannist allir við það. Maður getur alveg sturlast stundum. Oft langar mig til þess að deila þessum vangaveltum með mér en þá er kanski enginn til staðar. Þá hugsa ég með sjálfri mér að ég þyrfti bara að muna hvað ég er að hugsa og posta það síðan.
Svo sest ég niður fyrir framan tölvuna og ætla að fara að skrifa um það sem ég var að hugsa um... En nei! Þá kemur bara ekkert... þá er það sem ég var að hugsa um kannski svo rosalega fáránlegt að maður man ekki lengur hvað það var....
Stundum þegar ég er ein fer ég að hugsa um eithvað fáránlegt. Ég held að það kannist allir við það. Maður getur alveg sturlast stundum. Oft langar mig til þess að deila þessum vangaveltum með mér en þá er kanski enginn til staðar. Þá hugsa ég með sjálfri mér að ég þyrfti bara að muna hvað ég er að hugsa og posta það síðan.
Svo sest ég niður fyrir framan tölvuna og ætla að fara að skrifa um það sem ég var að hugsa um... En nei! Þá kemur bara ekkert... þá er það sem ég var að hugsa um kannski svo rosalega fáránlegt að maður man ekki lengur hvað það var....
fimmtudagur, október 09, 2003
Jæja!!!
Þá er ég mætt aftur.
Nú er ég ekki lengur að skrifa frá Danmörku, heldur er bara heima ? klakanum.
?g var a? byrja ? n?rri vinnu fyrir 2 vikum. N? er ég a? borga fyrir allt k?ruleysi? ? s??ustu ?nn... a? vera bara ? einhverjum sk?la ? Danm?rku a? leika sér.
Alla vega, ?? er ég a? vinna hj? b?last??asj??i Reykjav?kur..... b?ddu b?ddu, ekki hugsa ?a? sem ?? ert a? hugsa! ?g er ekki st??um?lav?r?ur, heldur er ég ritari.
Starf mitt er a?allega f?lgi? ? ?v? a? taka ? m?ti pirru?u f?lki sem hefur fengi? st??um?lasektir og er ekki s?tt. ?a? er bara mj?g fyndi? ?egar f?lk kemur inn og kvartar.
Stundum ver?a menn alveg s?tsvartir ? framan af rei?i o g?skra og l?ta illum l?tum og ?skra ? mig eins og ?a? eigi l?fi? a? leysa.... ?a? fyndnasta vi? ?etta allt saman er ?a? a? ég r?? n?kv?mlega engu og ég er bara hlusta e?a stundum ekki a? hlusta og l?t ?etta bara fara fram hj? mér eins og ekkert sé. Aumingja f?lki? sem er b?i? a? safna ? sig kjarki til a? fara svo brosi ég bara eins og barb?d?kka og rétti ?eim bla?og segi: Skrifa?u bara ni?ur ?a? sem ?? ?arft a? segja, ég r?? engu og ?a? ver?ur fari? yfir m?li? ef ?? skrifar ?etta.
Alla vega skemmti ég mér lj?mandi vel hérna.
Þá er ég mætt aftur.
Nú er ég ekki lengur að skrifa frá Danmörku, heldur er bara heima ? klakanum.
?g var a? byrja ? n?rri vinnu fyrir 2 vikum. N? er ég a? borga fyrir allt k?ruleysi? ? s??ustu ?nn... a? vera bara ? einhverjum sk?la ? Danm?rku a? leika sér.
Alla vega, ?? er ég a? vinna hj? b?last??asj??i Reykjav?kur..... b?ddu b?ddu, ekki hugsa ?a? sem ?? ert a? hugsa! ?g er ekki st??um?lav?r?ur, heldur er ég ritari.
Starf mitt er a?allega f?lgi? ? ?v? a? taka ? m?ti pirru?u f?lki sem hefur fengi? st??um?lasektir og er ekki s?tt. ?a? er bara mj?g fyndi? ?egar f?lk kemur inn og kvartar.
Stundum ver?a menn alveg s?tsvartir ? framan af rei?i o g?skra og l?ta illum l?tum og ?skra ? mig eins og ?a? eigi l?fi? a? leysa.... ?a? fyndnasta vi? ?etta allt saman er ?a? a? ég r?? n?kv?mlega engu og ég er bara hlusta e?a stundum ekki a? hlusta og l?t ?etta bara fara fram hj? mér eins og ekkert sé. Aumingja f?lki? sem er b?i? a? safna ? sig kjarki til a? fara svo brosi ég bara eins og barb?d?kka og rétti ?eim bla?og segi: Skrifa?u bara ni?ur ?a? sem ?? ?arft a? segja, ég r?? engu og ?a? ver?ur fari? yfir m?li? ef ?? skrifar ?etta.
Alla vega skemmti ég mér lj?mandi vel hérna.
fimmtudagur, júní 19, 2003
jæja thá er ég búin ad pakka øllu dótinu mínu nidur í ferdatøskurnar mínar. Gedveikt skrítid. Vid trifum húsid okkar svo ádan. à morgun ætlum vid ad hafa tad huggulegt hérna sídasta daginn okkar í skólanum. Húskennarinn okkar ætlar ad koma í fyrramálid med morgunmat til okkar. Svo ætlum vid ad fara í frægustu ísbúd í Danmørku og fá okkur ís saman. Svo er fótboltaleikur. Einn stelpuleikur og einn stráka. Svo er bara ad gera sig kláran fyrir galapartyid. Svo byrjar kvøldid á tví ad brautirnar hittast sér og vid fáum diplomin okkar. Svo er dansad svona gamaldags dans. tad var einmitt æfing ádan.... gedveikt fyndid... allir kunna tetta og ég var eind og hálfviti!!!! Svo er matur og ball á eftir med hljómsveit. Tetta verdur ørugglega gedveikt skemmtó! En samt svo sorglegt!!! Tad er svo dkrítid ad ég sé ad fara hédan. Èg á eftir ad sakna tess svo rosalega ad vera hérna.
À laugardagsmorguninn kemur svo mamma mín til mín!!! og litla systir mín!! èg hlakka svo til ad hitta tær! Svo tøkum vid lestina til Køben og verdum tar i 9 daga svo kem ég heim.
Tad eru 11 dagar í dag tangad til ég kem heim.
À laugardagsmorguninn kemur svo mamma mín til mín!!! og litla systir mín!! èg hlakka svo til ad hitta tær! Svo tøkum vid lestina til Køben og verdum tar i 9 daga svo kem ég heim.
Tad eru 11 dagar í dag tangad til ég kem heim.
sunnudagur, júní 15, 2003
Æi Sigrún, thú ert mesta dúllan í øllum heiminu. Èg hlakka svo til ad fá tig hingad til mín!
Èg hlakka líka svo til ad koma heim og hitta alla. Èg hlakka til ad koma heim og keyra bíl! èg er ekki búin ad keyra bíl í hálft ár. Tad er gedveikt skrítid. Èg hlakka til ad koma heim í bjarta íslenska sumarid og losna vid helvítis mybitin sem eru ad drepa mig. Èg er med um tad bil 10 mybit og ég er sú eina hérna sem tær stinga! Katrín tú færd hjólafélaga tegar ég kem heim, kanski virkar planid mitt, thú veist.... ! og Eva María thú færd rúntféalagann tinn ! Pant vera á bíl! Svo verdum vid allar saman danmerkustelpurnar! En ég á eftir ad sakna Dk samt. Lika sakna Tinnu, vonandi flytur hún bara líka heim! Æi ertu væmin Sólveig! Èg er hætt thessu bulli.
Èg hlakka líka svo til ad koma heim og hitta alla. Èg hlakka til ad koma heim og keyra bíl! èg er ekki búin ad keyra bíl í hálft ár. Tad er gedveikt skrítid. Èg hlakka til ad koma heim í bjarta íslenska sumarid og losna vid helvítis mybitin sem eru ad drepa mig. Èg er med um tad bil 10 mybit og ég er sú eina hérna sem tær stinga! Katrín tú færd hjólafélaga tegar ég kem heim, kanski virkar planid mitt, thú veist.... ! og Eva María thú færd rúntféalagann tinn ! Pant vera á bíl! Svo verdum vid allar saman danmerkustelpurnar! En ég á eftir ad sakna Dk samt. Lika sakna Tinnu, vonandi flytur hún bara líka heim! Æi ertu væmin Sólveig! Èg er hætt thessu bulli.
föstudagur, júní 13, 2003
Ja tak! (lesid jeh te/ak!)
Hljop halfmarathon i dag!
Tad var bara gaman ad koma i mark. Eg hljop a 2 timum og einni minutu. Eg veit ekkert hvort ad tad er godur timi, en eg var 3. af stelpunum. Tad voru tvaer stelpur minutu a undan mer. Stelpur sem hlupu marathin fyrir manudi. Eg er pinu treitt i l'ppunum, lika tar sem eg turfti ad fara i aerobic tima eftir hlaupid. Tad er hus party hja okkur nua og svo forum vid i kaffid svo tad verdur svosem ekki ikil afsloppun. Sidasta helgin min i Oure.!
Hljop halfmarathon i dag!
Tad var bara gaman ad koma i mark. Eg hljop a 2 timum og einni minutu. Eg veit ekkert hvort ad tad er godur timi, en eg var 3. af stelpunum. Tad voru tvaer stelpur minutu a undan mer. Stelpur sem hlupu marathin fyrir manudi. Eg er pinu treitt i l'ppunum, lika tar sem eg turfti ad fara i aerobic tima eftir hlaupid. Tad er hus party hja okkur nua og svo forum vid i kaffid svo tad verdur svosem ekki ikil afsloppun. Sidasta helgin min i Oure.!
þriðjudagur, júní 10, 2003
hallowa!
èg er búin ad hafa tad gott um helgina, horfa á margar margar bíómyndir og fara í bíó. Fór líka ad djamma inni í Svendborg.... Ekkert sértstakt. Ì morgun sigldi ég match racer bát, eftir tad hljóp ég svona extreme hlaup í skóginum. Sjitt, tad var svo mikil drulla! Skórnir minir eru svo drullugir. Èg var svo drullug upp ad hnjám. Og svo svídur mig svo í fótleggina tví ad tad var svo mikid af brenninetlum tarna ái ái ái, tær brenna svo.
èg er búin ad hafa tad gott um helgina, horfa á margar margar bíómyndir og fara í bíó. Fór líka ad djamma inni í Svendborg.... Ekkert sértstakt. Ì morgun sigldi ég match racer bát, eftir tad hljóp ég svona extreme hlaup í skóginum. Sjitt, tad var svo mikil drulla! Skórnir minir eru svo drullugir. Èg var svo drullug upp ad hnjám. Og svo svídur mig svo í fótleggina tví ad tad var svo mikid af brenninetlum tarna ái ái ái, tær brenna svo.
föstudagur, júní 06, 2003
Hæ hó!
Èg er nú ekki búin ad vera ad gera eithvad svakalega mikid merkilegt undanfarna daga.Tetta er bara búinad vera venjuleg skólavika.Kennarinn minn var samt gedveikt leidnleg í gær. allt sem kom útúr henni fór í taugarnar á okkur. òtrúlegt hvad ein mennsekja getur verid pirrandi. ì dag var ég svo ad dansa Capoeira, sem er braselísk bardagaítrótt.
Alveg ágætt. Um helgina er skólinn lokadur út ad Hvítasunnu. Vid erum samt nokkur hérna sem ætlum ad vera hérna um helgina. Tad verdur alveg fjør. Vid ætlum ad grilla og sona. Svo er bara ein vika eftir af venjulegum skóla og svo er sídasta vikan eithvad voda sérstøk, tad verdu voda fjør. À føstudaginn er ég svo ad fara ad hlaupa hálfmarathon. Tad er føstudagurinn 13. vona bara ad tad fari ekkert úrskeidis hjá mér.
ì dag eru 24 dagar tangad til ég kem heim. Tà nenni ég valla ad skrifa meira á tetta blogg.
Èg er nú ekki búin ad vera ad gera eithvad svakalega mikid merkilegt undanfarna daga.Tetta er bara búinad vera venjuleg skólavika.Kennarinn minn var samt gedveikt leidnleg í gær. allt sem kom útúr henni fór í taugarnar á okkur. òtrúlegt hvad ein mennsekja getur verid pirrandi. ì dag var ég svo ad dansa Capoeira, sem er braselísk bardagaítrótt.
Alveg ágætt. Um helgina er skólinn lokadur út ad Hvítasunnu. Vid erum samt nokkur hérna sem ætlum ad vera hérna um helgina. Tad verdur alveg fjør. Vid ætlum ad grilla og sona. Svo er bara ein vika eftir af venjulegum skóla og svo er sídasta vikan eithvad voda sérstøk, tad verdu voda fjør. À føstudaginn er ég svo ad fara ad hlaupa hálfmarathon. Tad er føstudagurinn 13. vona bara ad tad fari ekkert úrskeidis hjá mér.
ì dag eru 24 dagar tangad til ég kem heim. Tà nenni ég valla ad skrifa meira á tetta blogg.
fimmtudagur, maí 29, 2003
Tad er búid ad vera svo fallegt vedur hérna. Alveg meiri háttar. Ì gær eftir ad ég var búin ad liggja smá stund i sólbadi tá hjóludum vid Anne Marie til Svendborg og vorum eithvad ad tjilla tar. Vid hjóludum tangad bar í pilsunum okkar voda danskar eithvad. Vid fórum í nokkrar búdir og létum okkur dreyma um føt. Svo hjóludum vid aftur heim í kvøldmat. Um kvøldid dórum vid svo hópur af krøkkum nidur á Lundeborg strønd.... ca. 7 km. i burtu, med teppi og svefnpoka og alls kyns hlí føt. Vid kveiktum vardeld og bøkudum braud á trjágreinum yfir eldinum og glódudum pulsur. Svo kom einhver stjørnufrædingur og sagdi okkur alls kyns søgur um stjørnurnar og syndi okkur stjørnumerki. Tad var ótrúlega huggó. Sumir sváfu bara á strøndinni, en vid hjóldum aftur heim um hálftvø leytid... Tad var virkilega spooky ad hjóla í gegn um skóginn i svo miklu mirkri.
Ì dag fór ég svo nidur á adra strønd adeins lengra í burtu. Vid vorum ad surfa á seglbrettum. Tad var alveg gedveikt gaman. Soldid erfitt fyrst ad finna jafnvægid og madur dettur og dettur i sjóinn. Vid surfudum í svona 2 tíma og fengum okkur svo ís og láum bara í sólbadi tangad til vid turftum ad fara heim í grillmatinn. Svo spiludum vid strandablak eftir mat. Tetta er búid ad vera ótrúlega gódur dagur.
Miss yall!
Ì dag fór ég svo nidur á adra strønd adeins lengra í burtu. Vid vorum ad surfa á seglbrettum. Tad var alveg gedveikt gaman. Soldid erfitt fyrst ad finna jafnvægid og madur dettur og dettur i sjóinn. Vid surfudum í svona 2 tíma og fengum okkur svo ís og láum bara í sólbadi tangad til vid turftum ad fara heim í grillmatinn. Svo spiludum vid strandablak eftir mat. Tetta er búid ad vera ótrúlega gódur dagur.
Miss yall!
miðvikudagur, maí 28, 2003
Tad er svo gott vedur hérna. Èg veitbara ekki hvad ég er ad gera hérna inni í tølvuherbergi.
Èg er ad deyja úr hardsperrum i lærunum. Tad var svo ógedslega eefidur tími a manudaginn. Svo er ég lika búin ad hlaupa ágætlega mikid i tessari viku svona um tad bil 30 km sidan a sunnudaginn. Tad var rosaleg stemmning herna i skolanum a laugardaginn. Tad var eurovisison. Madur er s.s. hallærislegur ef madur horfir a euroovision herna i DK, en ég var búin ad tala um keppnina svo mikid og peppa upp stemmninguna. Danmørk var ekki me dog allir héldu med Ìslandi. Vid vorum med íslenska fánann og allt. Mér leid næstum eins og heima á Ìslandi. En lagid sem vann var ømurlegt. tad vann bara af tvi a tad eru svo margir Tyrkir sem bua um alla Evrópu.... ég er alveg viss um tad.
En nú ætla ég ad skella mér út í sólina. Seinna ætla ég ad far á línuskauta og svo í kvøld erum vid ad far og skoda stjørnurnar. Vid kveikjum vardeld og svo kemur madur og segir okkur um stjørnurnar og svo fáum vid nokkar søgur og grilladar pulsur.
Gaman. Tad er frí í skólanum á morgun. Tà ætla eg ad spila strandablak(tad er strandblakvøllur hér vid skólann tannig ad madur fer ekki nidur a strønd til ad spila strandblak) og fara á strøndina eda eithvad.
Vi ses
hej hej
Èg er ad deyja úr hardsperrum i lærunum. Tad var svo ógedslega eefidur tími a manudaginn. Svo er ég lika búin ad hlaupa ágætlega mikid i tessari viku svona um tad bil 30 km sidan a sunnudaginn. Tad var rosaleg stemmning herna i skolanum a laugardaginn. Tad var eurovisison. Madur er s.s. hallærislegur ef madur horfir a euroovision herna i DK, en ég var búin ad tala um keppnina svo mikid og peppa upp stemmninguna. Danmørk var ekki me dog allir héldu med Ìslandi. Vid vorum med íslenska fánann og allt. Mér leid næstum eins og heima á Ìslandi. En lagid sem vann var ømurlegt. tad vann bara af tvi a tad eru svo margir Tyrkir sem bua um alla Evrópu.... ég er alveg viss um tad.
En nú ætla ég ad skella mér út í sólina. Seinna ætla ég ad far á línuskauta og svo í kvøld erum vid ad far og skoda stjørnurnar. Vid kveikjum vardeld og svo kemur madur og segir okkur um stjørnurnar og svo fáum vid nokkar søgur og grilladar pulsur.
Gaman. Tad er frí í skólanum á morgun. Tà ætla eg ad spila strandablak(tad er strandblakvøllur hér vid skólann tannig ad madur fer ekki nidur a strønd til ad spila strandblak) og fara á strøndina eda eithvad.
Vi ses
hej hej
föstudagur, maí 23, 2003
Mukashaka mukashaka mukashaka!
èg er búin ad vera villikona i einn dag! ì dag var svona surprice dagur fyrir okkur. Vid áttum bara ad mæta i morgun mat kl. korter yfir 7 i morgun og vera vel klædd, i regngalla og stigvelum, allir i stigvelum nema eg tvi ad eg er svo mikill tøffari fra Ìslandi og geng ekki i stigvelum. Vi vorum keyrd ut i skog tar sem nokkrir kæjakar og surfbretti bidu okkar. Vid vorum øll med stridsmallingu. Vid turftum ad kveikja eld og bua til fleka ur kajøkunum og brettunum. Svo bjuggum vid lika til svona indianasulu ur heilum trédrumb. vid turftum ad flytja eldinn og drumbinn yfir a eyju a flekanum og tad turfti lika ad ferja alla (u.th.b. 100 manns) yfir a flekanum. Tad tok agætistima. Tegar vid komum yfir ta beid okkar gris sem vid turftum ad heilsteikja yfir eldi, svo turftum vid lika ad sjoda vatn og baka braud yfir eldinum. Vid bjuggum svo til bord ur alls kyns spitum og greinum og høfdingjastol og skreyttum svo med blomum og litlum greinum. Svo bordudum vid og dønsudum frumbyggjadansa og øskrudum og ákølludum gudina. I lokin var farid ad rigna ansi mikid og vid vorum soldid fegin ad fara heim. Tetta var samt ofsalega gaman og skemmtileg reynsla og a leidinni heim ta keyptum vid okkur is.
Eg ætla svo bara ad slappa af um helgina. Vid erum bara tvø i husinu minu nuna. Allir heima eda i Frakklandi.
Èg verd svo bara ad horfa a eurovision alveg ein! Tad tykir nefnilega frekar hallærislegt ad horfa a keppnina herna, tad tykir svona 80s´legt. Eg verd bara ad reyna ad halda stemmningunni uppi!
Èg for i bio med strakunum i gær ad sja Matrix. Hun var alveg god..... tetta er samt eira svona strakamynd!
Èg óska ykkur gódrar eurovisionhelgar! Adois!
èg er búin ad vera villikona i einn dag! ì dag var svona surprice dagur fyrir okkur. Vid áttum bara ad mæta i morgun mat kl. korter yfir 7 i morgun og vera vel klædd, i regngalla og stigvelum, allir i stigvelum nema eg tvi ad eg er svo mikill tøffari fra Ìslandi og geng ekki i stigvelum. Vi vorum keyrd ut i skog tar sem nokkrir kæjakar og surfbretti bidu okkar. Vid vorum øll med stridsmallingu. Vid turftum ad kveikja eld og bua til fleka ur kajøkunum og brettunum. Svo bjuggum vid lika til svona indianasulu ur heilum trédrumb. vid turftum ad flytja eldinn og drumbinn yfir a eyju a flekanum og tad turfti lika ad ferja alla (u.th.b. 100 manns) yfir a flekanum. Tad tok agætistima. Tegar vid komum yfir ta beid okkar gris sem vid turftum ad heilsteikja yfir eldi, svo turftum vid lika ad sjoda vatn og baka braud yfir eldinum. Vid bjuggum svo til bord ur alls kyns spitum og greinum og høfdingjastol og skreyttum svo med blomum og litlum greinum. Svo bordudum vid og dønsudum frumbyggjadansa og øskrudum og ákølludum gudina. I lokin var farid ad rigna ansi mikid og vid vorum soldid fegin ad fara heim. Tetta var samt ofsalega gaman og skemmtileg reynsla og a leidinni heim ta keyptum vid okkur is.
Eg ætla svo bara ad slappa af um helgina. Vid erum bara tvø i husinu minu nuna. Allir heima eda i Frakklandi.
Èg verd svo bara ad horfa a eurovision alveg ein! Tad tykir nefnilega frekar hallærislegt ad horfa a keppnina herna, tad tykir svona 80s´legt. Eg verd bara ad reyna ad halda stemmningunni uppi!
Èg for i bio med strakunum i gær ad sja Matrix. Hun var alveg god..... tetta er samt eira svona strakamynd!
Èg óska ykkur gódrar eurovisionhelgar! Adois!
miðvikudagur, maí 21, 2003
hola hola hola addáendur gódir! Hvad haldidi ad ég nenni ad hanga inni í tølvuherbergi alltaf!
Tad er bara alltaf mikid ad gera hja mer eins og vanalega. Ég var hjá stelpunum um helgina og tad var voda huggulegt og skemmtilegt. Vid fórum út ad borda á gamla Thai stadnum okkar! Tad var ekkert smá gott og vid átum á okkur gat! Tad var líka ekkert smá sorglegt ad fara frá teim aftur. Èg var næstum tví farin ad gráta. Tad er líka svo leidinlegt i tessari viku tví ad allar bestu vinlonur mínar hérna eru í Frakklandi, tær eru s.s. allar á annari braut en ég er á og ég er líka bara ein í herbergi, sem er ekkert smá skrítid tegar madur er vanur ad hafa 3 adra í herberginu. Tad er s.s. bara ég og fótboltastrákarnir í húsinu mínu. Um daginn, soldid langt sídan var ég Rynkeby api á undanúrslitaleik hjá GOG. Tad var ekkert smá gaman! En samt ógedslega heitt. Vid turftum ad standa í tvo tíma fyrir leik og útdeila svona klappblødrum og svo fórum vid inn á vøllinn og dønsudum og veittum verdlaun úr happdrætti. Pínu heitt já! Tad er allt búid ad vera venjulegt annars hjá mér. À føstudaginn er samt eithver surprice dagur... ég held ad vid séum ad fara í eithvad ferdalag, kanski siglingu... tad kemur alt saman í ljós. En ég hlakka til. Helgin verdur svo heldur døpur. Vid verdum bara tvø í húsinu, ég og Frederik, reyndar verdur Line vinkona mín í næsta húsi líka hérna, en tad verdur væntanlega ekki nein svakaleg stemmning. Èg reyni ad skrifa fljótt aftur.
Tad er bara alltaf mikid ad gera hja mer eins og vanalega. Ég var hjá stelpunum um helgina og tad var voda huggulegt og skemmtilegt. Vid fórum út ad borda á gamla Thai stadnum okkar! Tad var ekkert smá gott og vid átum á okkur gat! Tad var líka ekkert smá sorglegt ad fara frá teim aftur. Èg var næstum tví farin ad gráta. Tad er líka svo leidinlegt i tessari viku tví ad allar bestu vinlonur mínar hérna eru í Frakklandi, tær eru s.s. allar á annari braut en ég er á og ég er líka bara ein í herbergi, sem er ekkert smá skrítid tegar madur er vanur ad hafa 3 adra í herberginu. Tad er s.s. bara ég og fótboltastrákarnir í húsinu mínu. Um daginn, soldid langt sídan var ég Rynkeby api á undanúrslitaleik hjá GOG. Tad var ekkert smá gaman! En samt ógedslega heitt. Vid turftum ad standa í tvo tíma fyrir leik og útdeila svona klappblødrum og svo fórum vid inn á vøllinn og dønsudum og veittum verdlaun úr happdrætti. Pínu heitt já! Tad er allt búid ad vera venjulegt annars hjá mér. À føstudaginn er samt eithver surprice dagur... ég held ad vid séum ad fara í eithvad ferdalag, kanski siglingu... tad kemur alt saman í ljós. En ég hlakka til. Helgin verdur svo heldur døpur. Vid verdum bara tvø í húsinu, ég og Frederik, reyndar verdur Line vinkona mín í næsta húsi líka hérna, en tad verdur væntanlega ekki nein svakaleg stemmning. Èg reyni ad skrifa fljótt aftur.
miðvikudagur, maí 07, 2003
Nú eru allir i prófum a Ìslandi. Èg vil ekki vera leidinleg en bara svona svo ad tid vitid tad tá tarf ég ekki ad fara í nein próf. Èg lifi bara algjørlega ábyrgdarlausu lífi. Er ekki ad vinna og ekki ad læra neitt serstaklega mikid
Eg tarf reyndar stundum ad gera heimaverkefni... s.s. bua til aerobic seriu, en tad tekur enga stund oig er bara gaman. Ì dag er eg buin ad vera ad vinna i stuttmyndinni minni. Hun fjallar um frispí disk. Hann lendir a hinum ymsu stødum og lendir i ævintyrum! Skemmtilegt get ég sagt ykkur! Vid erum nokkrar saman ad gera essa mynd og erum bara nokkud klárar í ad klippa og og taka upp... Èg held ad ég geti alveg sagt ad hún sé betri en Àstarfár!!! Já! Betri en Àstarfár!!
Èg má ekki hlaupa af tví ad eg er med sma beinhimnubólgu og ég er ad deyj mig langar svo út ad hlaupa. Èg er bara ordin svo hád tví ad fara út ad hlaupa ad ég veit ekki hvad ég ad gera vid sjálfa mig! Èg verd bara ad slaka á. Kíkja á kafid og sona.... I klvøld er tónlistargetraun.... Gaman! Svo er einhver tyoiskur danskur matur i kvøldmat....Ojjjj! Tad tydir ógedslega mikil fita og meiri fita og pinu kjøt! Ja og ekki ma gleyma baununum! Eg held ad eg endi hja honum Kim kaupmanni og kaupi eina jogurt eda nudlupakka eda eithvad. Eg vona ad eg hafi gefid ykkur ástædu til ad hanga adeins lengur i tølvunni og láta bækurnar bída! Gangi ykkur annars vel!
Eg tarf reyndar stundum ad gera heimaverkefni... s.s. bua til aerobic seriu, en tad tekur enga stund oig er bara gaman. Ì dag er eg buin ad vera ad vinna i stuttmyndinni minni. Hun fjallar um frispí disk. Hann lendir a hinum ymsu stødum og lendir i ævintyrum! Skemmtilegt get ég sagt ykkur! Vid erum nokkrar saman ad gera essa mynd og erum bara nokkud klárar í ad klippa og og taka upp... Èg held ad ég geti alveg sagt ad hún sé betri en Àstarfár!!! Já! Betri en Àstarfár!!
Èg má ekki hlaupa af tví ad eg er med sma beinhimnubólgu og ég er ad deyj mig langar svo út ad hlaupa. Èg er bara ordin svo hád tví ad fara út ad hlaupa ad ég veit ekki hvad ég ad gera vid sjálfa mig! Èg verd bara ad slaka á. Kíkja á kafid og sona.... I klvøld er tónlistargetraun.... Gaman! Svo er einhver tyoiskur danskur matur i kvøldmat....Ojjjj! Tad tydir ógedslega mikil fita og meiri fita og pinu kjøt! Ja og ekki ma gleyma baununum! Eg held ad eg endi hja honum Kim kaupmanni og kaupi eina jogurt eda nudlupakka eda eithvad. Eg vona ad eg hafi gefid ykkur ástædu til ad hanga adeins lengur i tølvunni og láta bækurnar bída! Gangi ykkur annars vel!
þriðjudagur, maí 06, 2003
Eg er soldid eftir a med alla tónlist herna i Danmørku. Eg var t.d. ad sja myndbandid med Justin Timberlake "Rock your body" i fyrsta skipti um helgina! Allt svona, Danir eru ekkert sma eftir á! Tad verdur ekki hægt ad umbera tegar eg kem heim eftir 56 daga. è a eftir ad fa svo mikid kultursjokk! Eg er samt pinu inni i malunum tvi hun Thórunn Stella var svo frábær ad senda mér Sinfjøtla, skólablad MK. Eg er buin ad liggja i tvi og lesa tad upp til agna og grand skoda allar myndir! Takk fyrir Thórunn! Èg kom og seint i tetta gervi brudkaup en tad vara samt mjøg gaman! Soldid sertstøkupplifun. Svo hef eg bara verid i skolanum og gera tad venjulega. A fimmtudaginn verd eg lukkudyr fyrir GOG i undanurslitaleik i karladeildinni(efstu deildinni). Tad er GOG - Skærn( held eg ad tad heiti) Eg kem s.s. ørugglega i sjonvarpinu i einhverjum hamstrabúning eda eithvad svoleidis! Tad sem madur lætur hafa sig ut i. Tinna og Sjøf tid verdid ad horfa a byrjunina a leiknum! Jæja eg ætla ad halda afram ad skoda tonlistarmyndbønd svo ad eg verdi ekki algjørlega ut ur øllu tegar eg kem heim! Skrifid i gestabókina.
laugardagur, maí 03, 2003
Jæja, tá tókst mér loksins ad færa gestabókina yfir a tessa sídu. Ég er búin ad gera ymislegt tessa viku. A manudaginn og tridjudaginn var eg ad læra ad klkifra. Vid klifrudum i svona klettavegg i skolanum og svo a tridjudaginn forum vid og klifrudum i klifruturni sem er 21 m har. Vid vorum med svona øryggislinu og hjalm og allt. eg er lika buin ad vera ad æfa mig mikid i tvi ad kenna aerobic i tessari viku, adalega ad æfa mig ad øskra, en eins og tid vitid ta er tad ekki stæsti hæfileiki minn!!!!
Nuna er eg i Odense. Eg kom hingad i gær til ad hitta frænku mina sem, ætlar ad bua herna eithvad i framtidinni og vid ætludum ad reyna ad kjosa. Vid fundum tvi midur bara ekki stadinn og tad var buid ad loka tanniga d tetta ranna allt saman ut i sandinn. Vid . Kærstinn hennar er i læknisfrædi herna og vid erum i skolanum nuna. Ofsaleg stor skoli. Hann var ad syna okkur fullt af alvøru likamspørtum af daudu folki. Toka ta bara upp med berum høndum! Tetta var samt meira ahugavert en ogedslegt. En tad var samt frekar serstøk lykt tarna inni. Eg fer aftur heim i kvøl. Eg ætla ad hitta hana Hafdisi i lestinni og kvedja hana tvi ad hun er ad fara heim til Ìslands. Svo tegar eg kem heim ta fer eg beint i tykjustunni brudkaup sem vid erum ad halda i skolanum. Eg er i tykjustunni vinkona brudarinnar ur menntaskola. Tad verdur fjør!!
Nuna er eg i Odense. Eg kom hingad i gær til ad hitta frænku mina sem, ætlar ad bua herna eithvad i framtidinni og vid ætludum ad reyna ad kjosa. Vid fundum tvi midur bara ekki stadinn og tad var buid ad loka tanniga d tetta ranna allt saman ut i sandinn. Vid . Kærstinn hennar er i læknisfrædi herna og vid erum i skolanum nuna. Ofsaleg stor skoli. Hann var ad syna okkur fullt af alvøru likamspørtum af daudu folki. Toka ta bara upp med berum høndum! Tetta var samt meira ahugavert en ogedslegt. En tad var samt frekar serstøk lykt tarna inni. Eg fer aftur heim i kvøl. Eg ætla ad hitta hana Hafdisi i lestinni og kvedja hana tvi ad hun er ad fara heim til Ìslands. Svo tegar eg kem heim ta fer eg beint i tykjustunni brudkaup sem vid erum ad halda i skolanum. Eg er i tykjustunni vinkona brudarinnar ur menntaskola. Tad verdur fjør!!