mánudagur, apríl 25, 2005

Halló!
Já ég veit langt langt síðan. Það er nú margt og mikið búið að gerast hjá mér. Rafnar fór heim... Það var voða leiðó, en hann þarf að taka próf svo það var ekkert um það að tala. Vormánuðir eru líka alltaf svo fljótir að líða.
Ég þurfti að skrifa 2 ritgerðir sem gilda 100% fyrir 2 kúrsa svo að það þarfnaðist aldreilis einbeitingar. Reyndar gaf ég mé kannski ekki alveg nógu mikinn tíma í þær. Það var svo mikið af fólki hérna og enginn friður og svo var Rafnar akkúrat að fara þegar ég var að þessu.. þannig að einbeitinging var kannski ekki alveg í 100% Ég er alla vega búin að fá úr annari og ég náði kúrsinum... við fáum engar einkunnir fyrir þetta sem er mjg hvimleitt.
Beint eftir ritgerðarskil fór ég með hópnum mínum í sumarbústað til að vinna í verkefninu. Það var alveg voða huggó og við gerðum alveg slatta. Það var líka alveg þokkalegt veður svo að stundum gátum við setið úti á palli og lesið og unnið. Við fórum af stað á mánudaginn og komum heim á fimmtudeginum, á föstudeginum var ég svo alveg eins og sprungin blaðra, ég var svo ótrúlega þreytt. Við vorum ekkert að fara eithvað sérstaklega snemma að sofa alltaf en vöknuðum alltaf snemma, því það gerir fólk bara. Vaknar snemma.
Helgin sem leið er búin að vera alveg frábær. Ég er búin að slæpast alveg dainn út og inn. Fór og hitti Guðnýju niðri í bæ þegar ég vaknaði og við röltum upp og niður Strikið, fórum á Nyhavn og chilluðum og chilluðum. Við enduðum svo heima hjá Sigrúnu og keyptum okkur kjúlla í búllu á Nörrebro og elduðum hann meira því við vorum ekki alveg að treysta búllunni.... Better safe than sorry. Svo leið kvöldið bara ótrúlega hratt. Fyndið hvað hún Sigrún hefur alltaf verið að hanga með sama fólki og ég, en samt hef ég aldrei svona alveg rekist á hana mikið. Í gær fór ég síðan í hjólatúr með Anne Marie, hjóluðum hjá Söerne og fórum á Nyhavn og fengum okkur vöflu með ís. Það er sko alveg komið vor hérna hjá mér. Það er nú samt aðeins kaldara en ég held alltaf. Ég fer alltaf bara út á peysunni og svo er mér alveg ískalt.
Ég veit síðan ekki hvað var málið með allar 40 sjónvarpsstöðvarnar hérna í gær. Það var ekkert í sjónvarpinu. Ég tók á það ráð að fara út á videoleigu og taka Alexander.... já mikil mistök. Hún var svo ógeðslega leiðinleg að ég bara gafst upp. Ég hélt að þetta ætti að vera þvílík stórmynd. En jæja, ég ætla að að skokka út á pósthús og ná í Hróaskeldu hátíðar miðanan minn! Vá hvað ég hlakka rosalega mikið til :)

föstudagur, apríl 15, 2005

Hæ hæ!
Bara stutt blogg í þetta skipti.
Ég er á fullu í ritgerðasmíðum, skilaði einni í gær og á að skila annari á mánudaginn svo það er ekki slegið slöku við þessa dagana. Ekkert sjónvarpsgláp né neitt. Það er helst að maður taki sér pásu til að fara í smá hjólatúr í góðaveðrinu.Það er núna 16 stiga hiti og sól. Það er heldur betur orðið fjörugt í hverfinu. Öskrin og lætin eru þvílík, Tivoli opnaði í gær.
Ég fíla mig svolítið einmana þessa dagana. Sigrún yfirgaf mig og fór til Finnlands til að vinna hjá hundaræktanda á þriðjudaginn og svo fór Rafnar til Íslands á miðvikudaginn því að hann er víst að fara að byrja í prófum bráðum. Ég hef nú mömmu og pabba og afi verður hérna þangað til á morgun.
En ætla ekki að halda áfram að buna út úr mér... Þetta er allt í belg og biðu, veit það en later!

föstudagur, apríl 08, 2005

Ég er búin að búa í Kaupmannahöfn núna síðan í ágúst og yfirleitt fíla ég mig bara nokkuð örugga. Alla vega svona hérna í kring og í götunni minni. Ég kem oft ein heim seint á kvöldin og finnst bara ekkert að því.
Þið hafið kannski heyrt um þetta morð sem var framið í Kaupmannahöfn um páskana. Ef ekki þá var leigubílstjóri myrtur og líkið bútað niður og partar fundust á tveimur stöðum í miðbænum. Alveg hreint ógeðslegt morð, það hefur valla verið talað um annað hér í borg undanfarið. Það er mikið búið að vera að leita af morðingjunum og nú í gær gaf annar morðinginn sig fram og var sóttur á heimili sitt.... í götuna mína! Litlu sætu götuna mína.
Ég er með svo mikinn hroll. Ég hef alveg örugglega mætt honum mörgum sinnum út á götu. Hrollur hrollur hrollur! Ég sá sko á mbl í gær að hann hafi verið sóttur á Amagerbrogade sem er næsta gata og er óendanlega löng, svo ég hugsaði bara með mér að það hefði verið langt frá mér, en nei nei svo sá ég það núna í blaðinu að þetta var s.s. bara í götunni minni.
Ég er þáttafíkill!
Frá því ég var heima í janúar hefur þessi fíkn verið að myndast hjá mér. Þetta byrjaði allt saman með því að ég fékk tvær seríur af Nip tuck hjá Möllu. Nip tuck er náttúrulega bara snilldarþættir og kláraði ég 2 seríur á 2 vikum. nú bíð ég eftir 3. seríu, en hún fer í loftið í USA í september. Þegar ég kom út byrjaði ég að fylgjast með One Tree Hill. Ég var byrjuð að fylgjast með þeim þætti aðeins fyrir jól, en ég varð einhvern veginn ákafari að fylgjast með og passaði upp á það að missa ekki af neinum þætti. Það er verið að sýna aðra seríu af O.C. núna og auðvitað fylgist ég með því. Desperate Housewifes komu síðan sterkar inn hjá mér. Alveg hreint snilld! Ekki gleymi ég nú heldur Scandinavia next top model og Joey. Úff! Ég er ekki búin að nefna aðal aðal aðal uppáhalds þáttinn minn núna.... en það er LOST. Ég er búin að horfa á alla þætti sem er búið að gera og næsti þáttur kemur ekki fyr en í maí! Svo það er löng bið. Ég mæli með þessum þætti og ég mæli líka með því að þið downloadið þá og reynið að horfa á marga í einu því það er alveg óþolandi að þurfa að bíða í heila viku á milli, líka það að þá er maður eiginlega búinn að gleyma alls konar staðreyndum sem skemmtilegra er að hafa á hreinu.
Vikudagskráin hjá mér er svona:
Sunnudagar: East Enders (öll vikan sýnd á BBC prime)
Mánudagar: Ekkert sérstakt (gríp e.t.v. í einhvern Lost þátt eða Nip Tuck)
Þriðjudagar: Úúúú aðal sjónvarpsdagurinn. Friends voru á tv2 fyrir mat. 20:00 tv3 Extreme makeover Home edition, 21:00 Scandinavia next top model eftir það norge 2: Desperate housewives, norge 2 Joey, tv3 De fantastiske fem (danska fab five)
Miðvikudagar: O.C. klukkan 21:50
Aðra daga nota ég svo til að horfa á Lost.
Ég veit að þið spurjið ykkur: Var Sólveig ekki að flytja til Danmerkur til að fara í háskóla og læra eithvað?
Ég er allavega búin að læra helling um lífið í Californiu það get ég sagt ykkur.... en það fer alltaf minni og minni tími í að kíkja í bækurnar til að læra eithvað af viti.
Ég er s.s. búin að setja mér það að nú bæti ég ekki við fleiri sjónvarpsþáttum. Ég ætla ekki að fara að horfa á 24 eða Alias... ég veit af þeim og lítill hluti af mér langar að skella mér út í það að sjá þá. Ég ætla að standast freistinguna og vona að þetta sé bara svona eitt "tímabil" og að ég muni komast yfir þetta, alveg eins og ég komst yfir internet fíknina mína, e-mail fíknina og msn fíknina.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Halló!
Það er svo langt síðan ég skrifaði síðast og ég hef tvær ferðasögur að skrifa.
Pragferðin var alveg frábær. Það gekk bara mjög vel að komast á áfangastað með pabba sem bílstjóra og Rafnar á kortinu og mig og mömmu að lesa á skilti. Gott tímwork! Þegar við komum yfir landamærin til í Tékklandi fórum við að sjá svona litla hrörlega kofa sem minntu einna helst á pulsuvagna eða eithvað svoleiðis nema þessir kofar voru með risaglugga og í gluggunum voru dansandi hálfberar konur/stelpur! Það var allt morandi í svona kofum og erotic nuddstofum og sána osfrv. þarna við landamærin. In ðe middle of f. nóver! Það var greinilega mikil fátækt þarna og fólk bara að reyna að bjarga sér. Húsin þar voru mörg heldur betur hrörleg.
Jæja það leið svo ekki að löngu þangað til við vorum komin inn í Prag og þar er nú svolítið annað upp á teningnum. Byggingarnar þarna... Þetta er alveg stórfenglegt. Við fórum út um allan miðbæinn til að skoða þessar fallegu byggingar. Fyrsta daginn þræluðum við okkur svoleiðis út. Við náðum næstum því að sjá alla helstu staði borgarinnar þann dag. Það er náttúrlega það sem maður gerir þegar maður fer til Prag. Maður fer til að skoða byggingalistina þarna. Við fórum inn í eina alveg geðveikt flotta kirkju. Það voru þvílíkar skreytingar. Það voru þarna hallir og svo bara var þetta allt eithvað svo fallegt. Karlsbrúin náttúrulega skemmtileg. Þar rétt hjá voru hellingur af túristabúðum, sumir starfsmenn búðanna greinilega orðinr vanir því að fá Íslendinga til sín svo manni var bara heilsað á Íslensku og þakkað fyrir á Íslensku. Mamma og pabbi keyptu sér smá kristal en ég lét það bara alveg vera. Mér finnst mest af þessu kristalsdóti vera soldið gömlu konu legt. Svona mikið skreytt allt saman. Ég held bara að ég haldi mig við IKEA glösin svona í bili. Ég keypti mér ekkert svo mikið . Eitt sjal og tvær pasmínur, hring, eyrnalokka og belti.... s.s. bara svona fylgihlutir og eithvað sem maður fær á betra verði en í Danmörku.
Við vorum á þokkalegu hóteli sem var ekki alveg í miðborginni. Við þurftum að vera svolítið út úr miðborginni því að við vildum fá vaktað bílastæði fyrir bílinn okkar. Það voru varðmenn og svo einn hundur sem var alltaf á vakt. Grey skinnið. Honum var held ég aldrei sleppt lausum. Allan tímann sem við vorum þarna var hann bundinn í stutt band þarna við bílastæðið. Morgunmaturinn... ég mæli ekki með honum. Alla vega þá tókum við bara metro í bæinn alltaf, en það tekur bara nokkrar mínútur. Málið er bara að maður þarf að fara liggur við alla leið til helvítis til að taka metroinn. Hann er ekkert smá djúpt. Það var ekkert smá spes. Ég var alltaf að æfa mig í tékkneskunni í metonum. Veit ekki hvað fólk hefur haldið um mig. Ég lærði alveg nokkur orð í þessari ferð. Það safnast saman. Ef ég fer þangað nokkrum sinnum í viðbót verð ég bara orðin altalandi. Við lögðum af stað heim á páskadag og gistum á svaka fínu moteli á leiðinni. Það var nú ósköp gott að koma heim.
Við Rafnar skelltum okkur svo til Odense á föstudaginn og komum aftur heim í dag. Við gistum hjá frænda hans Rafnars,, fengum lánað prinsessuherbergi Kötlu dóttur hans sem var með hlaupabóluna. Dísa frænka mín á líka heima í Odense og tók hún á móti okkur og bauð okkur í mat á föstudaginn. Ég smakkaði sushi í fyrsta skipti. Skil ekki alveg af hverju ég hef ekki smakkað það fyr. En ég er búin að bíða lengi eftir því að smakka það. Það var alveg frábært veður í Odense um helgina. 15 stilga hiti og sól, útikaffihússtemmning...vorið er sko komið! Fengum svaka fínan grillmat hjá Einari, Döggu og Kötlu í gær. Kíktum svo aðeins í bæinn... enduðum svo heima hjá Dísu að horfa á Lord of the flies. Við tókum svo lestina heim rétt eftir hádegi í dag og skriðum beint upp í rúm og sofnuðum. Maður er alltaf svo þreyttur eftir ferðalög.
Nú er ég orðin þreytt í fingrunum af því að skifa. Maður á náttúrulega ekki að láta bloggið sitja svona á hakanum, en maður hefur ekki alltaf tíma og er ekki alltaf í stuði til að skrifa.
Adios