fimmtudagur, mars 17, 2005

undercover lögreglumenn og bakverkur!
Ég er ekki alveg í blogg-gírnum þessa dagana.... eiginlega ekki í internet gírnum. Ég fer rétt á internetið til að tékka á mailinu mínu og læt það bara duga.
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Höfninni. Ég sendi frá mér umsókn inn í Malmö háksóla í síðustu viku. Snemma í því núna. Kemur svo bara í ljós hvað verður.
Skólinn gnegur bara ágætlega en ég get ekki sagt annað en ég sé bara mjög fegin að það sé að koma páskafrí. Ég er líka að fara í svo skemmtilega ferð. Bæði til Berlin og Prag. Ég vona að ég geti verslað mér eithvað.. ég verð þá bara að fá mér vinnu þegar ég kem heim. Annars verður þetta aðallega menningarferð og ætlunin er að skoða þessa fallegu borg.
Það var svona frekar sérstakur dagur hjá mér í gær. Ég vaknaði um 6 leytið og var alveg að drepast í bakinu... veit ekkert út af hverju! ... en ég ákvað að harka þetta af mér og fara á æfingu með Anne Marie, við þurfutm hvorugar að mæta í skólann svo það var alveg upplagt að byrja daginn á smá æfingu og fara svo í frokost saman. Alla vega, þá ákvað ég að fara á bílnum því ég nennti ekki að taka strætó og meikaði ekki að hjóla í rigningu. Svo allt í einu var ég farin að taka eftir því að það var svona lítill fjólublár Peugot á eftir mér .... fylgdi mér helminginn af leiðinni. Svo stoppa ég fyrir utan húsið hjá Anne Marie, þá stoppar litli peuogtin líka og út steig maður og labbaði í áttina að bílnum. Ég var þá orðin pínu smeik get ég sagt ykkur. Hann dregur upp veskið úr vasanum og sýnir mér lögregluskýrteini. Ég fór alveg í panik, hvað gerði ég nú? Sjitt og ó mæ gad og allt það.... fór að hugsa svona til baka hvort að ég hafi gert eithvað vitlaust. Það er einhvern veginn allt öðruvísi að vera stoppaður af löggunni hérna en heima... mér finnst það bara mikið minna mál heima á Íslandi. En ég allavega opna hurðina og þá er hann bara að spurja mig hvaðan bíllin sé, því að hann hafi ekki þekkt númeraplötuna. Svo fer hann að spurja mig hvað ég sé búin að vera með bílinn lengi hérna og hvað ég ætli að vera með hann lengi, en ég var bara eins og hálfviti og gat ekki talað almennilega... ég hled bú bara að hann hafi haldið að ég hafi ekki kunnað að tala dönsku eða eithvað.. Alla vega þá hirfu þessir politi gaurar á braut og ég er að ég held ekki í neinum vandræðum. Við skulum alla vega vona að það verði engir eftirmálar... það væri alveg mín heppni.
Við Anne Marie fórum s.s. á æfingu ogí hádegismat og svo kom ég heim og lagðist fyrir til að hvíla á mér... dottaði smá og þegar ég vaknaði aftur.... ÁÁÁÁÁÁIIIIIII!!!! Bakið á mér. Ég gat bókstaflega ekki sest niður, ég varð annað hvort að liggja eða standa. Ég er því búin að éta pillur í dag til að komast í gegn um daginn... það var langur skóladagur hjá mér. Fegin var ég að komast heim og geta lagt mig. Kvöldinu er ég svo búin að eyða í það að horfa á íslenska þætti á netinu , skoða blogg og vera á msn... langt síðan ég hef tekið svona langa tölvusession og langt síðan ég hef nennt að blogga svona langt, eða blogga bara yfir höfuð. En áður en þetta verður of of langt þá ætla ég bara að kveðja og vona að þið hafið haft þolinmæði til að lesa til enda. Bless í bili.

fimmtudagur, mars 03, 2005

SVÍÞJÓÐ:FERÐASAGA
Við Rafnar skelltum okkur til Svíþjóðar í dag til þess að kíkja á opið hús hjá háskólanum í Malmö.
Ég var búin að hlakka svo rosalega til því ég hafði aldrei komið til Svíþjóðar. Ég var eins og smákrakki á leiðinni.... fannst svo fyndið að geta bara farið upp í lest í smá stund og vera komin í eithvað annað land eftir bara nokkrar mínútur.
Við vorum nú ekki lengi að finna skólann og byrjuðum á því að ráfa um húsið og reyna að átta okkur á svona hvernig landið lá, þá kom einhver voða næs stúlka upp að mér og bauð mér hjálp. Hún kynnti mig fyrir prófessor sem sér eithvað um námið sem ég ætla að sækja um. Hann spjallaði við mig svolitla stund, ég sagði honum frá hvaðan ég kom og hvað ég væri að læra í Hróaskeldu o.s.frv. og svo var hann, ásamt annari konu akkúrat með fyrirlestur um þetta nám 10 mín. seinna. Sá fyrirlestur fór fram á sænsku og ég mátti hafa mig alla við til þess að skilja hvað þau voru að segja... svo voru þau alltaf að spurja mig um eithvað... hvenrnig sumt væri í Hróaskeldu og þá átti ég að segja öllum frá því og eithvað. Þetta var mjög áhugavert. Eftir fyrirlesturinn þá flýttum við okkur að labba niður í bæ til að finna okkur eithvað að borða. Vá hvað ég hef valla lent í því að verða eins svöng. Burger King reddaði því! Svo skelltum við okkur í 2 súpermarkaði því það er eitt af því skemmtilegasta sem eg geri þegar ég fer til útlanda... við keyptum svolítið inn af dóti sem fæst ekki í Danmörku... alla vega ekki hérna í Netto og eins og t.d. piparsósu og rautt Extra. Ég keypti mér síðan eina skyrtu í HogM. Við röltum síðan aðeins um og tókum lestina heim og komum akkúrat í kvöldmatinn.