laugardagur, ágúst 07, 2004

Þá er ég komin í frí!
Ég er hætt að vinna hjá Bílastæðasjóði. Ég get nú alveg sagt það að ég á ekki á ekki eftir að sakna þess mikið að taka á móti fólki á hverjum degi sem er alveg sjóðandi, hoppandi illt yfir stöðumælasektum. Það var nú samt alveg ljómandi gott fólk upp til hópa að vinna með mér.
Ég byrjaði fríið mitt á því að fá svona svakalega í magan. Í gærkvöldi var ég komin alveg í keng út af magaverk og ég var alltaf að vakna í nótt alveg að drepast í mallanum. Ég ætla nú að vona að þetta lagist í dag, svo ég geti notið þess að vera í fríi á Íslandi. Það er nú ekki svo langt þangað til ég fer út. Það eru bara 9 dagar í það. Ég ætla bara að nota tímannm á meðan ég er svona slöpp í það að lesa Davinci code. Ég mæli sko með þeirri bók. Vá hvað ég er að kynnst mörgu sem ég vissi hreynlega ekki að væri til. Það er til e-ð kaþólkst trúarsamfélag þar sem fólkið lifir eins og það sé einhvern tímann á fornöldum. Það eru alls konar reglur. Fólk má ekki hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða neitt nema með leyfi frá einhverjum yfirmönnum. Allur póstur til fólksins er ritskoðaður, líka reikningar.... annars hefur fólk ekki neina reikninga, það gefur öll sín laun til félagsins. Fólkið sem er í þessu á að hafa einhverja ól um mittið og strekkja vel í einhvern tíma á hverjum degi... held ég til að finna fyrir sársaukanum... því það á að vera gott fyrir mann. Hér er hægt að fræðast um þetta. Kíkið á þetta.
Ég ætla þá að halda áfram að lesa og vona að það verði gott úr þessari helgi þrátt fyrir magapínu.


Engin ummæli: