laugardagur, júlí 03, 2004

Jæja!
Ég get þetta ekki lengur.
Ég skil þetta eiginlega ekki. Það er eins og maður sé orðinn haður því að blogga... enda búin að gera það í eitt og hálft ár... með smá pásum samt! Ég er allavega hætt í pásu... þó að ég sagðist ekki ætla að blogga neitt þangað til um miðjan júlí.
Ég var að horfa á Honey með systur minni. Það voru allir búnir að sjá þessa mynd nema ég. Vá hvað það er gaman að horfa á dansana! Mig langar að geta dansað svona. Kannski í næsta lífi... ja nema ef ég mundi helga líf mitt danslistinni hér eftir.
Framundan er helgin... Þetta er svolítið merkileg helgi. Fyrir ári, fyrstu helgina í júlí kynntumst við Rafnar. Já ég trúi því ekki að það sé komið ár síðan. Ég var svo glórulaus eithvað... nýkomin heim frá Danmörku og minnst!!! að pæla í einhverjum strákamálum þannig. En hlutirnir gerast oft þegar maður á síst von á þeim. Ég er núna að skrópa á ættarmóti. Ég hafði ekki sérstakan áhuga á að fara... eða svoleiðis þó svo að það sé alltaf gaman að fara vestur í Önundarfjörð. Okkur Rafnari er líka boðið í brúðkaup á morgun og ekki vill maður missa af svoleiðis stór viðburðum... (jafnvel þó að ég þekki ekki brúðhjónin neitt voða vel) Ég þarf að fara í bæinn á morgun og finna mér einhvern bol til að vera í... ég ætla að reyna að vera svolítið sumarleg í hvítu pilsi og sumarlegum bol. Ég skal veðja að ég verð alveg á síðustu stundu að þessu. Annað hvort er tíminn svona fljótur að líða alltaf eða þá að maður er svo busy!
Anyways... ég ætla að halda áfram að nördast
ciao!

Engin ummæli: