þriðjudagur, mars 30, 2004

Ok ég er kannski soldið einmana stundum í vinnunni minni. Í gær þá var ég heillengi inn á blogger upphafssíðunni... og var að skoða alls konar blogg hjá alls kyns fólki frá alls kyns löndum: Vinstra megin á síðunni koma alltaf upp linkar á nýjustu færslurnar og það var ég að skoða.
Ég held bara svei mér þá að ég sé orðin of forvitin. Ég er endalaust að forvitnast um líf hjá fólki sem ég þekki ekki neitt.
Það eru nokkrir einstaklingar í heiminum sem mér finnst ég þekkja jafnvel og vini mína. Fólk sem ég hef aldrei séð í real life en fylgist með á blogginu þeirra á hverju degi, oft á dag.
Ég er líka forvitin að vita hvort að það sé eithvað fólk sem kíkir hingað inn án þess að þekkja mig og er kannski eins forvitið og ég.
Þið ókunnuga fólk (ef það eru einhverjir) látið ljós ykkar skína í comments. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Kannski fæ ég að hnýsast í ykkar líf líka! :)
Ég ær fór ég með flughræðslunámskeiðinu að skoða hjá flugumferðarstjórninni. Ég verð að segja að þetta var allt öðruvísi en ég hafði búist við. Ég bjóst við þvílíku stressi og hávaða og eithvað. Þetta er bara alls ekki svoleiðis. Þetta er risastór salur og inni í honum er alveg dauða þögn. Hann er hannaður þannig að það heyrist ekkert mikið á milli. Það voru bara þrír flugumferðastjórar að stjórna öllu flugumferðarstjórnarsvæði Íslands sem er mjög stórt. Þetta er allt svo skýrt og skipulagt. Þetta fannst mér mjög áhugavert að sjá.

mánudagur, mars 29, 2004


Afmælisbarn dagsins!
Hún Katrín Amni á afmæli í dag! Hún er nú á leiðinni til LA á afmælisdaginn sinn! Góða ferð girl!
Það var einmitt rosa fínt afmælisboð hjá henni á laugardaginn. Í fyrstu leit út fyrir að það yrði ekki margt um manninn. Lengi vel vorum við Guðrún Birna (fimleika/Danmerkurvinkona), Magga /bankavinkona) og ég (skóla/Danmerkurvinkona) einu á svæðinu. En svo kom fleira og fleira fólk og það myndaðist ágætis stemmning!´
Það var svo hittingur aftur í gær hjá Katrínu... svona loka kveðjustund.... Allt er þegar þrennt er!
Þá komst ég virkilega að því hversu mikla fóbíu fólk getur haft fyrir köngulóm og öðrum skordýrum.
Ég sat í mestum makindum á gólfinu þegar allt í einu hún Kata litla tók þvílíka sundlaugardífu beint á mig og Regínu og sparkaði út í loftið og öskraði og öskraði eins og brjálæðingur!!!!! Það sem olli þessari miklu skelfingu hjá stúlkukindinni var lítill saklaus dordingull sem var að spinna sig niður úr loftinu.
Alla vega þá vona ég að það verði ekki mjög mikið af dordinglum, köngulóm og öðrum skordýrum í LA svo að hún komi nú heim heil á geði.
Ég er löt !!!

föstudagur, mars 26, 2004

Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur ljóti maðurinn og tekur þig!

Hversu oft hefur maður ekki heyrt hóta litlum börnum með þessum hætti til þess að fá þau til að borða matinn sinn, klæða sig eða til að hlíða bara.
Þó að litlu börnin séu orðin stór eru þau ekki laus við þessar hótanir. Þó að jafnvel séu þeir sem hóta þeim jafnaldrar.
Hótanirnar hafa kannski örlítð breyst svona í takt við tímann.
Nú útleggjast hótanir á þennan hátt:
Vertu þæg/ur og gerðu eins og ég segi þér annars kemur DV!
Já fólk er farið að nota þetta mikið þegar það er ósátt við eithvað.
Ég kynnist því einmitt mikið að fólk sé ósátt við ýmislegt í vinnunni minni, þar sem eins og áður hefur komið fram ég tek á móti fólki er ósátt við það að borga sektir. Fólk er farið að nota þetta svo mikið þegar það er að hóta mér.
Alveg magnað. Enn sem komið er hefur enginn látið verða að því að hafa samband við DV og segja hryllingssögu sína af fyrirtækinu sem ég vinn hjá. En ég bíð spennt!
Pointið er að mér finnst svo fyndið að fólk sé búið að setja DV sem einhverja myngervingu af "ljóta kallinum".



fimmtudagur, mars 25, 2004


Ég fór í fyrsta tímann á flughræðslunámskeiðinu í gær.
Ég get alveg sagt ykkur það að ég er mjög bjartsýn á þetta.
Strax eftir fyrsta skiptið mitt á námskeiðinu hef ég fundið fyrir breytingu á viðhorfi mínu. Hver veit nema að ég verði framtíðar flugfreyja. Ég er nú svo flugfreyjuleg er það ekki!! hehe Ég þarf samt mikið að vinna í þessu og vera dugleg að gera slökunaræfingar. Það verður svo spennandi að sjá hvernig flugið mun reynast mér 17. apríl, en þá er útskriftarferð af flughræðslunámskeiðinu. Ég veit nú ekki enn hvert verður flogið með mig en ég vona að það verði Danmörk. Við stoppum bara í fríhöfninni og ég þekki Kastrup svo vel að ég væri mest til í að fara þangað. Svo gæti ég líka keypt mér Mathilde kakaomælk.

miðvikudagur, mars 24, 2004


Ég er alltaf að spá og spekúlera.
Eins og margir vita þá er minn stærsti draumur sá að fara til Ástralíu. Það liggur við að ég vilji bara hætta við að fara í skóla núna, fara frekar til Ástralíu og læra að surfa t.d. Ég veit ekki alveg hvernig þessi draumur vaknaði hjá mér, en ég held að ég hafi orðið fyrir áhrifum vegna Nágranna eða vegna þáttanna með menntaskólakrökkunum í Ástralíu. Man einhver hvað þeir þættir hétu? Ég veit ekki einu sinni sérstaklega mikið um landið. Ég hef bara búið mér til einhverja fallega mynd af landinu. Þar er alltaf gott veður. Þar eru allir fallegir. Ég var samt að skoða alls konar hvað er hægt að gera þarna og komst að því að tækifærin eru mörg! Það er örugglega fáránleg upplifurn að kafa í kóralrifinu. Svo langar mig líka rosalega í safari ferð. Hver veit nema að draumur minn muni rætast einvhern tímann. Ég hugsa samt að ég láti það bíða nokkur ár í viðbót. Einbeiti mér að því að mennta mig. Þetta gæti verið goð útskriftarverð jafnvel. Hver vill koma með?

mánudagur, mars 22, 2004

Jæja!
Helgin búin!
Fattiði hnútinn sem maður fær í magann á sunnudagskvöldum. Ég fæ alveg svona þvílíkan hnút í magann. Tilhugsunin um að ég á eftir að vinna í 5 daga áður en það kemur helgarfrí.
Allavega 1 down 4 to go!
Mánudagur að renna sitt skeið. Nú er ég fara að hætta að vinna. Hálftíma fyr en venjulega því ég er að fara í sálfræðiviðtal vegna flughræðslunámskeiðisins.
See ya!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Jæja þá er ég búin að laga til hérna á síðunni. Búin að koma linkunum í stafrófsröð og sonna. Svo bætti ég við link á hana Systu sem er að feta sín fyrstu spor í bloggheiminum. Það eru allir að skipta yfir í blogdriver núna. Ég er búin að taka ákvörðun um það að vera ekkert að flækja þetta fyrir fólki og halda mig bara við blogger. Hann er ágætur.
Það er nú ekki oft sem ég tala um vinnuna mína hérna... enda reyni ég helst að gleima öllu sem gerist hérna alveg um leið.... Trúið mér, ég væri annars langt leyddur fíkniefnaneytandi að reyna að komast í burtu frá veruleikanum. En í dag ætla ég að bregða út af vananum.
Fyrir þá sem ekki vita þá felst starf mitt mikið til í því að svara pirruðu fólki sem hefur fengið ,,stöðumælasektir" á plebba máli en heita í raun aukastöðugjöld eða stöðubrotsgjöld. Ekki það að ég skilji alveg að fólk verði pirrað á þessu... það getur bara stundum verið svolítið lýjandi að vera endalaust að taka á móti fólki sem hagar sér eins og umskiptingar. Því ég held nú að þetta fólk sé oftar en ekki hið bara hið besta fólk, en sleppir sér kannski pínu.
Í dag komu tveir menn inn. Annar byrjaði eithvað að röfla og ég svara honum eftir ákveðinni tækni sem ég er búin að temja mér. Náttúrulega komin með mikla reynslu í þessu. Hann röflar og röflar... og ég hugsa ohh, enn einn brjálæðingurinn. Svo allt í einu þagnar maðurinn og byrjar að glotta... Ég náttúrulega vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hann tók svo upp skjalatösku sem var merkt Lögreglunni. Þá var þetta lögreglumaður sem var hingað kominn til að kaupa bílastæðakort, en ákvað að stríða mér pínulítið og athuga hversu mikið ég þoldi! Hann sagði mér að ég hafi staðist þessa prófraun með ágætum. Já maður lendir í ýmsu hérna, líklega eins og lögreglan. Það er svo gaman af þessum löggum! Alltaf stutt í djókið. Ég var allavega mikið fegin að þetta var ekki í alvöru.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Það var svo frábært að keyra í vinnuna í morgun í glampandi sól! Bara fyrir nokkrum vikum var alltaf kolniðamyrkur á leiðinni í vinnuna og þá var maður svo ofsalega þreyttur. Það er eins og þreytan fari bara þegar sólin fer að skína svona mikið. Ég held ég sé komin með einhvern vorfiðring...

þriðjudagur, mars 16, 2004

Ég fór á ótrúlega skemmtó leikhús á laugó!
Ég og Rafnar skelltum okkur á Þetta er allt að koma, handrit eftir Hallgrím Helga, leikstýrt af Baltasar. Þetta var alveg ágætis skemmtun. Frábær persónusköpun þar á ferðinni. Mér fannst Ameríkaninn Jory lang bestur.... yeaaaa.... how are you? yeaaa....
Eníveis...Við skelltum okkur afmælisgjafalaus til Garðars og Guðrúnar. Skömm frá því að segja... en þetta var mín fysta heimsókn í fallegu íbúðina þeirra. Betra seint en aldrei!
Ég vona nú að ég fari að vakna til lífsins núna, með hækkandi sól. Svo er ég að fara að hætta að skúra. Þannig að ég hef meiri tíma núna fyrir vini og vandamenn. Þetta er síðasta skúri vikan. Ég var rekin.
Í gær ætlaði ég að fara til Evu Ruzu að skoða íbúðina hennar... en hún er ekki alveg farin að venjast því að búa ekki lengur í Skólagerði 50, eins og allt hennar líf, svo hún er helst alltaf í heimsókn þar. Ég fór þá í staðin bara með henni Guðnýju klikkhaus á kaffihús, en lofa að kíkja á morgun á Evu Ruzuna.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Hæ!
Ég er ekki búin að vera duglega að skrifa. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vinnunni að ég hef ekki haft tíma til þess!.... Nei... Það trúir þessu enginn. Sannleikurinn er sá að ég er bara löt og með ritstíflu.
Það hefur nú ýmisleg drifið á daga mína. Ég var veik frá laugardegi til fimmmtudags. Vá hvað ég horfði mikið á sjónvarp! ég held að ég hafi sett persónulegt met! Ég er ekki að grínast í ykkur! Ég fór svo í vinnuna á föstudaginn.
Svo tók við mikil afmælis helgi. Það byrjaði allt með því að ég fór í afmæli til hennar Tótu, kórstjórans. Hún varð fimmtug og hélt svaka flotta afmælistónleika. Fram komu fullt af flottum listamönnum t.d. Stjörnukór (ég), Skólakór Kásnes, stórakór, Vallagerðisbræður... sem voru btw æði... Þetta eru s.s. vinir systur minnar og eru í 10. bekk og þeir syngja eins og englar... (ekki með stelpuröddum) Svo var þarna Kristinn Sigmunds, Ragga Gísla og fleiri og fleiri. Svaka stuð og maður hitti fullt af gömlum félögum og kennurum.
Á laugardaginn fékk ég smá kast í Smáralindinni og tæmdi nokkrar búðir.... nei kannski ekki svo slæmt. Ég keypti mér bara gallabuxur, peysu, jakka og stígvél. Svo horfði ég á Evu og Rex sýna sína bestu módel takta á brúðkaupssýnigunni. Ekki amalegt það.
Um kvöldið var svo haldið í afmæli til Auðar Óskar. Þar var náttlega mikið um rassahrissssting! Og fóru Systa og Ásgerður þar fremst í flokki. Ég gat ekki stoppað lengi við hjá Auði því mér var svo boðið í afmæli til Kristjönu (kærustu bróður míns). Við Rafnar komum þangað þegar partíið var komið vel í gang. Það var mjög gaman og Bragi minn var mjög duglegur að tína mislegt fram til að sýna okkur. s.s. bækur, blöð, heimasíður. Hann var nú held ég bara að passa upp á það að okkur mundi ekki leiðast. Hann er orðinn rosa duglegur að hlaupa strákurinn. Hann spurði mig í gær hvort ég mundi þora að hlaupa með honum! Við skulum bara sjá Bragi minn. Ég á eftir að gera út af við þig.
Á sunnudaginn fór ég í bíó með Guðnýju á Monster. Vá hvað mér leið illa eftir myndina. Ég sofnaði ekki fyr en um kl. 4:30.
og er ég ekki viðkvæm! Þetta er rosaleg mynd! Vá hvað Charlize er góð leikkona! Hún átti sko sannarlega skilið að fá Óskar. Skrítið hvað hún var ljót í myndinni, en svo er hún bara geðveikt sæt núna. Ég er ekki búin að gera mikið annað en að vinna þessa viku, en ég skráði mig í flughræðslunámskeið, sendi út umsókn til Hróaskeldu háskóla og svo Keypti ég mér kort í Betró í gær. Aftur komin á gamla góða staðinn... var ekki alveg að meika biðraðir í tækin í Sportó. Fór að lyfta í gær og hélt ég væri algjör massi... en ég er með geðveikar harðsperrur núna!!!
Að okum vil ég óska Hafdísi til hamingju með íbúðina sína og vona að hún sé ánægð með mig núna. Ég er búin að skrifað alveg fullt!! ;)



mánudagur, mars 01, 2004

what a girl wants, Save the last dance, Alladin, Eurovision songcontest 2001,Everybody loves Raymond, Strong medicein, 6 þættir af Nighbours, Americas Next top model, Ophra, Whoopi, 2 Silfur Egils, The simple life, The guardian, Oscarinn svo ekki sé minnst á 101!.
Ég er lasin og þetta og örugglega meira til er það sjónvarpsefni sem ég er búin að innbyrða síðustu 2 sólarhringa. Ekkert svo slæmur árangur það.
Annars var föstudagurinn rosa vel hepnaður. Það var reunion hjá okkur Þingó krökkum. Rosa gaman að hitta alla. En ég get sagt ykkur það að ég er komin með ógeð af spurningum sem þessum: Hvað ertu að gera núna? Já og hata spurninguna: Hvað ætlaru að gera í framhaldinu? Það skilur enginn hvað International program for european studdies þýðir... svo að í hvert skipti sem ég segi frá þessu fer ca. 15 mín í að útskýra hvað það er...I don't blame you!
Alla vega þá var rosa gaman, það var mikið spjallað og ótrúlegt hvað mér finnst sumir ekki hafa breyst neitt. Það eru þó einstaklingar inn á milli sem eru orðnir allt öðruvísi en fyrir 5 árum. Ég held svei mér þá að ég sé þar á meðal. Reunion nefndin á skilið compliment fyrir frammistöðu sína! Takk fyrir frábært partí!
En kvöldið endaði á því að ég var farin að finna fyrir veikindunum svo að ég laumaðist frekar snemma út af Felix. Vaknaði svo með risa kúlu í hálsinum, settist fyrir framan sjónvarpið og er búin að vera þar síðan. Jæja... sjónvarpið bíður... Apollo 13 á Bíó rásinni................