miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er svo þreytt! Ég vaknaði í morgun (nótt) um kl. 04:30 til þess að keyra Rafnar og Helga út á Keflavíkurflugvöll, en þeir eru núna í löngu ferðalagi á leið sinni til San Fran Sisco þar sem þeir ætla að fara á Nano tækni ráðstefnu... og skoða sig um njóta góða veðursins. . .
Þegar við komum út á flugvöll fengum við öll páskaegg og smá Nóa konfekt.... voða hyggeligt!
Eins gott að fá smá orku til þess að halda sér vakandi á leiðinni heim ;) Ég komst að því að ég keyri greinilega eins og gömul kelling. Það tók hver bíllinn á eftir öðrum fram úr mér. Samt fannst mér ég ekkert vera að keyra hægt. Ég var yfirleitt á rétt um 100! Hvað ætli sé normið?
Þegar ég kom svo heim þá gat ég ómögulega sofnað aftur... ekki fyr en að klukkan hringdi, þá loksins gat ég sofnað... hrökk svo upp við það að pabbi kom og vakti mig rétt áður en ég átti að mæta.. En ég var svo snör í snúningum að ég mætti ekkert of seint... meira að segja aðeins fyr en venjulga því það var næstum því engin umferð.
En ég er farin að hlakka til kvöldsins! Anne Marie, Lotte og Louise eru loksins að koma! Leið mín liggur því aftur út á Keflavíkurflugvöll í kvöld... tvisvar á dag kemur lífinu í lag! Spurnig hvort að maður eigi að þyngja bensín fótinn í þetta skipti?
Svo er það sumó á Flúðum á morgun... heitur pottur og alles. Skoðum svo Gullfoss, Strokk og það allt.
Dagskráin mun bara ráðast... Ef þið viljið vera memm... you know my number.
Eníveis. Ég ætla bara að halda áfram að vera þreytt og mygluð í vinnunni minni.
Hasta luego!

Engin ummæli: