miðvikudagur, desember 22, 2004

Ó já ó já ! Ég er búin í prófinu! Það heppnaðist allt bara nokkuð vel og við fengum líka fína einkunn. Jólafrí jólafrí!!! ég verð í jólafríi þangað til 1. febrúar. Það er ekkert smá langur tími. Og á morgun þá loksins fæ ég að hoppa upp í flugvél og koma til Íslands. Þrátt fyrir að ég hafi verið í þessu langa og mikla prófi, þá hef ég nú gert ýmislegt annað en að læra undanfarna daga. Ég fór á fallega tónleika hjá Rytmisk Center á Vestebro, vinkona Anne Marie var að syngja. Fyrsta lagið á tónleikunum var Vísur Vatnsendarósu, það var mjög notalegt að heyra svona kunnuglegt lag, Textinn var kannski aðeins bjagaður en maður verður nú að gefa dönunum smá séns. Það voru líka alls konar gospel tónlist og Erikha Badu lag og alls konar skemmtileg lög. Ég væri alveg til í að syngja svona vel eins og margir þarna. Eftir tónleikana hjóluðum við Anne Marie yfir í íþróttadeildina í háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar var þetta rokna jólaball. Ég hef aldrei séð önnur eins danstilþrif, Anne Marie var í stuði og það var ekkert annað að gera en að fylgja með. Við dönsuðum og dönsuðum. Þetta var líka eins og Oure reunion því að það voru þvílíkt margir frá Oure þarna, fólk sem maður er ekki búinn að sjá í 2 ár. Gaman gaman.
Á laugardaginn skellti ég mér svo í Tivoli með Láru og félögum, það var rosalega huggó, en kalt svo við vorum ekki mjög lengi en fórum bara á kaffihús og hugguðum okkur. Ég er næstum búin að kaupa allar gjafir... vantar bara eina gjöf... úff ég veit ekki hvað ég á að gera!!??? Það á eftir að reddast.
Nú ætla ég að fara að leggja mig... er soldið sybbin því ég svak ekkert voðalega vel í nótt vegna þess hve stressuð ég var fyrir þetta blessaða próf. Þegar ég vakna ætla ég svo bara að pakka niður í stóru ferðatöskuna mína... ekki veitir af stórri því ég verð svo lengi á Íslandi og ég er með svo mikið af gjöfum. Næst blogga ég líklega frá Íslandi!
Kan I ha' det!

þriðjudagur, desember 14, 2004

IDOL IDOL LODI LODI IDOL IDOL
Hún Guðrún Birna komst áfram í Wild Card þáttinn og þið verðið að kjósa hana á fösudaginn!
Jæja nú vita allir hvað þeirra verkefni er fyrir föstudaginn svo að ég þarf ekki að segja neitt meira... nema kannski endurtaka:
Kjósið Guðrúnu Birnu!

fimmtudagur, desember 09, 2004

Ég er barasta nokkuð sátt!
Ég var að fá til baka ritgerðirnar mínar og ég s.s. náði kúrsunum. Fékk alveg þokkalega góðar umsagnir, sérstaklega um aðra. Nú er bara að ná munnlega prófinu úr verkefninu... þá er allt klappað og klárt. Hef svo sem ekki mikið annað til málanna að leggja á þessari stundu.... en er bara fegin að vita að ég þarf ALDREI ALDREI ALDREI aftur að fara í heimspeki!!

miðvikudagur, desember 08, 2004

Getur einvher sagt mér af hverju upphafssíðan á blogger er á kínversku hjá mér?
Mjög fyndið! En sem betur fer þá kann ég alveg á síðuna og get signað mig inn.

Ég fór í bæinn í dag í jólagjafaleiðangur. Það var voða gaman. Það var hellingur af fólki og rosalegur stemmari.
Jólaskapið er að læðast inn hjá mér.. ég er samt eitthvað lengi í gang í ár. Ég er búin að hlusta pínulítið á jólatónlist og borða nokkrar smákökur, fara í bæinn í jólagjafaleiðangur. Þetta er allt að koma.

undur og stórmerki gerast.... ég fór í klippingu. Ég get sko sagt ykkur það að ég var orðin hræðileg um hausinn. Hárið mitt var orðið svo slitið.... enda ekki skrítið þar sem ég fór síðast í klippingu í júlí!! Já það er soldið hræðilegt. En nú er ég sko ánægð með heilbrigt hár. Það er góð tilfinning.

Nú eru bara tvær vikur í próf hjá mér og rúmlega tvær vikur í að ég komi heim á klakann. Hlakka til! (hlakka til að koma á klakann, ekki til prófsins)

Á morgun fæ ég loksins að vita hvort ég hafi náð öðrum kúrsinum mínum. Ég fæ ritgerðina mína til baka. Mér finnst það soldið pirrandi að fá ekki einkunn fyrir þær. Maður fær bara staðið eða fallið... og svo veit maður ekkert hvar maður stendur. En prófessorinn ætlaði að skrifa einhver komment. Maður er bara svo vanur að fá einkunnir fyrir allt og maður vill fá að vita hvar maður stendur. En þetta er bara eithvað sem ég verð að lifa með.
Jæja nóg bull í bili.

laugardagur, desember 04, 2004

Hi!
I have been receiving some requests from some very curious people to start writing about my life in English.
I made a new site, so from now on you can read all about me on: www.sunroad.blogspot.com or just click English version of Zola blogger

föstudagur, desember 03, 2004


Idolstjarnan hún Guðrún Birna á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Gudda!
Hún verður í sjónvarpinu í kvöld. Allir sem vetlingi geta valdið verða að kjósa hana!
Hringið og kjósið Guðrúnu Birnu!
Verst að ég get ekki séð þetta... en ég hlýt að geta séð einhverjar upptökur af þessu þegar ég kem heim.
Núna er voðalega leiðinlegur dagur í skólanum mínum. Það er svona evaluation... allur dagurinn er búinn að fara í það að tala um hvað hefði getað farið betur og hvað vantar og hvað var gott.... alls konar kjaftæði. Eithvað sem er alveg í góðu lagi að taka bara klukkutíma í.
Ég verð bara að hugsa um eithvað gott til að lifa þetta af. Ég er að fara til hennar Tinnu minnar á morgun í sing star partí! Jeij það er góð hugsun! Það verður aldeilis gaman!
Ég byrjaði að leita af jólagjöfum í gær. Vá hvað mér finnst erfitt að velja eithvað gott. Þetta er mikið vandaverk og það á eftir að kosta margar bæjarferðir held ég. Úff væri alveg til í að vera mjög hugmyndarík manneskja núna..
Ég hitti Anne Marie í bænum í gær og við ætluðum að fara á kaffihús. Nei nei vorum við þá ekki stoppaðar af einhverri konu sem bauð okkur að láta mæla stressið í okkur ókeypis.
Okkur fannst þetta svolítið fyndið svo við ákváðum að slá til. Við fylgdum henni inn á einhverja skrifstofu. Þar var alveg fullt af fólki að lát mæla í sér stressið. Gaurinn ssem mældi stressið hjá mér var ekkert smá skrítinn bara soldið krípí! Hann var að spurja mig alls kyns spurninga á meðan ég hélt í eithvað mælitæki. Mig langaði ekkert að svara þessum spurningum svo ég laug alltaf einvherju og þá fór nálin á mælitækin alltaf upp í stress tíðni. Hann hélt nú bara að ég væri mjög stressuð manneskja og að ég þyrfti á því að halda að koma á námskeið hjá þeim. Ég fór svo að spurja hann um það hvað þetta væri... hann var ekkert að láta það uppi. Svo fann ég einhvern bækling og fann það út að þetta var einhver vísindakirkja. Þau nota svona líka rosalega vísindalegar aðferðir til að lokka til sín fólk.. ég náttúrulega er mjög sterk persóna og ekki óörugg með sjálfa mig og læt ekki lokka mig svona... en spáið í fólki sem er þvílíkt óöruggt með sig. Hann var að segja mér að ég þyrfti á styrk að halda og svo þyrfti ég að fylla út persónuleikapróf og koma á námskeið hjá þeim og bla bla bla. Við stungum svo bara af... við vorum að drepast úr hlátri get ég sagt ykkur. Þetta ver solið klikkað lið.. það voru alltaf svona 3 manneskjur að fylgjast með manni og þegar við fórum út þá eltu þau okkur næstum því.
Alltaf gaman að gera eithvað svona klikkað!
Ég vil taka það fram að ég vil ekkert vera að draga í efa að þetta gæti kannski hjálpað sumu fólki, þetta er kannski bara alveg góður söfnuður,hvað veit ég... ég þori ekki að dæma um það hér á internetinu... en þessar aðferðir sem við gátum svo auðveldlega séð í gegnum til að lokka fólk til sín finnst mér barasta ekki vera í góðu lagi.