þriðjudagur, apríl 27, 2004

ÉG HLAKKA SVO TIL...
Maður verður alltaf að hafa eithvað til að hlakka til. Annars held ég að lífsgleðin verði ekki til staðar. Stundum þegar ég er að gera eithvað skemmtilegt, eithvað sem ég er búin að hlakka til að gera í langan tíma hugsa ég um það að nú sé það að verða búið og veðr svolítið hrædd um að ég hafi ekkert annað til að hlakka til. Mér finnst ég samt alltaf vera að hlakka til einhvers. Um leið og eithhvað er búið, tekur bara eithvað annað við. Ég fór eithvað að hugsa um þetta og fór að reyna að finna út hvað það er sem ég hlakka til núna... og vá ! Það var sko margt sem ég fann. Ég held að það sé svolítið vorinu að þakka að maður verður svona glaður í mund. Allt að verða grænt og tré að laufgast og það verður næstum því ekki dimmt lengur. Ég hlakka líka til að fylgjast með bryllupinu hjá Mary og Frede prins í Danmörku sem verður á föstudaginn 14. maí. Daginn eftir verður eurovision melodi grand prix! ekki bara það, það verður hörku eurovision-afmælispartí í skólagerðinu hjá henni Evu Maríu! Það verður eithvað annað en í fyrra þegar ég var eini íslendingurinn á kaffinu í skólanum mínum... með íslenska fánann sem ég hafði dundað mér við að lita þá um daginn! úhú stemmari... uuu eða eithvað... neee ekkert svo mikil stemmning. Það bjargaði samt að Danmörk var ekki með og ég lét alla halda með Íslandi í staðinn:) Ég ætla enn og aftur að skipa mér i minnihlutahóp þetta árið og lýsi því hér með yfir að ég ætla að halda með Danmörku í Eurovision í ár. En af hverju? Jú það er vegna þess að mér finnst danska lagið 100000000 sinnum betra en íslenska lagið..... ég hef bundið tilfinningaböndum við Danmörk... mig langar að fara á Eurovision keppni, s.s. væri hagstætt fyrir mig ef að Danir myndu vinna, þar sem að ég hef planað að vera í Danmörku á næsta ári.... Svo finnst mér það ekki skipta öllu máli Danmörk - eða Ísland....ég væri í báðum tilvikum að styðja Íslending þar sem að flytjandi danska lagsins er Íslendingur.
já bíddu við... ég gleimi mér í eurovision hugleiðingum. Ég var að telja upp það sem ég hlakka til... bara svona til að fríska upp á minnið lesendur góðir. Mér er svo boðið í rosalegan dinner til Perlu Jónínu á afmælinu hennar, þar sem að Ingi kokka kærastinn hennar ætlar að bregða fram úr erminni 3 rétta máltíð a la Perlan.... ekki slæmt það. Ég kemst ekki yfir að tala um allt sem ég hlakka til... en það er að koma sumar sumar sumar og sól tralla tralla trallalala!

Engin ummæli: