mánudagur, janúar 26, 2004

Við gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta!

Mér fannst gaman á laugardaginn!!
Allt var í stressi að ná að skreyta húsið áður en að gestirnir komu. Við náðum sem betur fer að gera allt fínt rétt áður. Guði sé lof fyrir það að Íslendingar geta ekki mætt ? réttum tíma.
Það komu bara næstum allir í svörtu og rauðu og það var svakaleg stemmnig! Við fengum alls kyns fallega pakka og mér sýndist flestir skemmta sér alveg ágætlega.
Svo var haldið í bæinn. Flestir fóru ? undan mér og Sjöfn og þegar við komum inn á Hressó.. (ásamt fleirum) þá sungu stelpurnar afmælissönginn hástöfum! og allir inni á staðnum vissu að við áttum afmæli. Samt var enginn að óska okkur til hamingju með daginn???
Alla vega, þá fóru flestir á Pravda, en ég, Guðrún Birna og Rafnar kítum frekar á Prikið og Vegam?ót. Það var frekar góð tónlist á Prikinu... af hverju erum við aldrei þar!?
Í gær var ég svo bara þreytt!!!
Vá! ég þreif húsið og fór í barnaafmæli... eftir það var ég alveg búin.
Ég vil helst ekkert minnast á handboltaleikinn... Ég segi bara... gott að við fórum bara heim. Það þarf bara að koma liðinu í betra form... athuga leikmanna skipan betur og finna leiðir til þess að losa Óla. Ég held að við getum tekið Ólimpumótið ef að við reynum að læra af þessu móti. Það gengur bara betur næst.
Ég var alla vega með mestu ljótu sem ég hef fengið og þreytan angraði mig, en ég gat bara ekki sofnað. Ég get ekki lagt mig á daginn. Ég held að ég verði að flytja aftur á Brammingegade til að geta það.
Set inn myndir í kvöld.

.... og aðeins betur, því það er það sem þarf!

Engin ummæli: