miðvikudagur, desember 22, 2004

Ó já ó já ! Ég er búin í prófinu! Það heppnaðist allt bara nokkuð vel og við fengum líka fína einkunn. Jólafrí jólafrí!!! ég verð í jólafríi þangað til 1. febrúar. Það er ekkert smá langur tími. Og á morgun þá loksins fæ ég að hoppa upp í flugvél og koma til Íslands. Þrátt fyrir að ég hafi verið í þessu langa og mikla prófi, þá hef ég nú gert ýmislegt annað en að læra undanfarna daga. Ég fór á fallega tónleika hjá Rytmisk Center á Vestebro, vinkona Anne Marie var að syngja. Fyrsta lagið á tónleikunum var Vísur Vatnsendarósu, það var mjög notalegt að heyra svona kunnuglegt lag, Textinn var kannski aðeins bjagaður en maður verður nú að gefa dönunum smá séns. Það voru líka alls konar gospel tónlist og Erikha Badu lag og alls konar skemmtileg lög. Ég væri alveg til í að syngja svona vel eins og margir þarna. Eftir tónleikana hjóluðum við Anne Marie yfir í íþróttadeildina í háskólanum í Kaupmannahöfn. Þar var þetta rokna jólaball. Ég hef aldrei séð önnur eins danstilþrif, Anne Marie var í stuði og það var ekkert annað að gera en að fylgja með. Við dönsuðum og dönsuðum. Þetta var líka eins og Oure reunion því að það voru þvílíkt margir frá Oure þarna, fólk sem maður er ekki búinn að sjá í 2 ár. Gaman gaman.
Á laugardaginn skellti ég mér svo í Tivoli með Láru og félögum, það var rosalega huggó, en kalt svo við vorum ekki mjög lengi en fórum bara á kaffihús og hugguðum okkur. Ég er næstum búin að kaupa allar gjafir... vantar bara eina gjöf... úff ég veit ekki hvað ég á að gera!!??? Það á eftir að reddast.
Nú ætla ég að fara að leggja mig... er soldið sybbin því ég svak ekkert voðalega vel í nótt vegna þess hve stressuð ég var fyrir þetta blessaða próf. Þegar ég vakna ætla ég svo bara að pakka niður í stóru ferðatöskuna mína... ekki veitir af stórri því ég verð svo lengi á Íslandi og ég er með svo mikið af gjöfum. Næst blogga ég líklega frá Íslandi!
Kan I ha' det!

Engin ummæli: