föstudagur, desember 03, 2004


Idolstjarnan hún Guðrún Birna á afmæli í dag! Til hamingju með afmælið Gudda!
Hún verður í sjónvarpinu í kvöld. Allir sem vetlingi geta valdið verða að kjósa hana!
Hringið og kjósið Guðrúnu Birnu!
Verst að ég get ekki séð þetta... en ég hlýt að geta séð einhverjar upptökur af þessu þegar ég kem heim.
Núna er voðalega leiðinlegur dagur í skólanum mínum. Það er svona evaluation... allur dagurinn er búinn að fara í það að tala um hvað hefði getað farið betur og hvað vantar og hvað var gott.... alls konar kjaftæði. Eithvað sem er alveg í góðu lagi að taka bara klukkutíma í.
Ég verð bara að hugsa um eithvað gott til að lifa þetta af. Ég er að fara til hennar Tinnu minnar á morgun í sing star partí! Jeij það er góð hugsun! Það verður aldeilis gaman!
Ég byrjaði að leita af jólagjöfum í gær. Vá hvað mér finnst erfitt að velja eithvað gott. Þetta er mikið vandaverk og það á eftir að kosta margar bæjarferðir held ég. Úff væri alveg til í að vera mjög hugmyndarík manneskja núna..
Ég hitti Anne Marie í bænum í gær og við ætluðum að fara á kaffihús. Nei nei vorum við þá ekki stoppaðar af einhverri konu sem bauð okkur að láta mæla stressið í okkur ókeypis.
Okkur fannst þetta svolítið fyndið svo við ákváðum að slá til. Við fylgdum henni inn á einhverja skrifstofu. Þar var alveg fullt af fólki að lát mæla í sér stressið. Gaurinn ssem mældi stressið hjá mér var ekkert smá skrítinn bara soldið krípí! Hann var að spurja mig alls kyns spurninga á meðan ég hélt í eithvað mælitæki. Mig langaði ekkert að svara þessum spurningum svo ég laug alltaf einvherju og þá fór nálin á mælitækin alltaf upp í stress tíðni. Hann hélt nú bara að ég væri mjög stressuð manneskja og að ég þyrfti á því að halda að koma á námskeið hjá þeim. Ég fór svo að spurja hann um það hvað þetta væri... hann var ekkert að láta það uppi. Svo fann ég einhvern bækling og fann það út að þetta var einhver vísindakirkja. Þau nota svona líka rosalega vísindalegar aðferðir til að lokka til sín fólk.. ég náttúrulega er mjög sterk persóna og ekki óörugg með sjálfa mig og læt ekki lokka mig svona... en spáið í fólki sem er þvílíkt óöruggt með sig. Hann var að segja mér að ég þyrfti á styrk að halda og svo þyrfti ég að fylla út persónuleikapróf og koma á námskeið hjá þeim og bla bla bla. Við stungum svo bara af... við vorum að drepast úr hlátri get ég sagt ykkur. Þetta ver solið klikkað lið.. það voru alltaf svona 3 manneskjur að fylgjast með manni og þegar við fórum út þá eltu þau okkur næstum því.
Alltaf gaman að gera eithvað svona klikkað!
Ég vil taka það fram að ég vil ekkert vera að draga í efa að þetta gæti kannski hjálpað sumu fólki, þetta er kannski bara alveg góður söfnuður,hvað veit ég... ég þori ekki að dæma um það hér á internetinu... en þessar aðferðir sem við gátum svo auðveldlega séð í gegnum til að lokka fólk til sín finnst mér barasta ekki vera í góðu lagi.

Engin ummæli: