þriðjudagur, október 12, 2004

Hello guys!
Ég vil byrja á því að þakka lesendum mínum fyrir góð viðbrögð við greininni minni. Þetta er nú bara svona frumraun hjá mér. Þetta var mín fyrsta grein á politik.is og ég virðist hafa geta skapað grundvöll fyrir einhverja umræðu... sem ég er mjög ánægð með. Alltaf má nú samt gera betur og ég veit að ég á eftir að læra með tímanum að koma því frá mér sem ég er að hugsa í það og það skipti. Ég skila inn grein á politik.is á 6 vikna fresti og ætla ég mér helst að taka fyrir einhver alþjóðleg málefni. Ég veit náttúrulega ekki mikið um hvað er að gerast heima á klakanum og svo eru nóg af fólki sem getur tekið púlsinn á þjóðarsálinni .... fólk sem er á staðnum.
Ég er annars búin að hafa það mjög gott um helgina. Búin að vera soldið með kellingunum mínum og búin að reyna að læra soldið... samt var það nú eithvað takmarkað. Ég var bara svo ósköp þreytt eitthvað. Kíkti í bæinn bæði á föstudag og laugardag, kom samt ekkert voðalega seint heim. Ég á bara svo erfitt með að sofa út. Ég er yfirleitt bara vöknuð kl. 10:00. Ching ! vakna og fer að ryksuga og taka til og svo um 3 leytið er ég eins og sprungin blaðra, en get ekki lagt mig því þá er ég að eyða deginum í svefn. Það er vandlifað. Nú ætla ég alla vega að fara að leggja mig. Klukkan er orðin hálffjögur og ég er búin að vera að hanga í tölvunni í langan langan tíma. Á morgunn ætla stelpurnar að koma til mín í brunch um tvö-leytið svo ég þarf að hafa eithvað huggulegt til fyrir þær.

Engin ummæli: