fimmtudagur, október 07, 2004

Þá er hann Rafnar farinn heim!
Keyrði hann út á flugvöll áðan og var síðan í hálftíma að finna bílastæði og þurfti síðan að hringja í pabba til þess að hjálpa mér að leggja í eithvað ógeðslega þröngt stæði í næstu götu. Það er ekkert spes að vera á bíl í Kaupmannahöfn. Samt gott að geta stundum keyrt eithvað.
Það var voða gaman að hafa Rafnar hérna. Við skoðuðum svo sem ekkert alveg svakalega mikið... Við höfðum það bara gott. Hann kemur hvort sem er aftur og verður mikið lengur.
Ég var svo að panta flug til Íslands um jólin. Ég kem heim til Íslands á Þorláksmessukvöld.... lendi um 10 leytið. Ég er sko í prófum þangað til 23 desember þannig að ég kemst ekki fyr. Svo fer ég aftur til Danmerkur 23. janúar... Þannig að ég get haldið upp á afmælið mitt með öllum bestu vinkonum mínum. :) Hlakka til að sjá litla krílið hennar Sjafnar og sona!
Ég er farin að hlakka til bara.
Stelpurnar eru að fara að koma á morgunn! Það er bara um að gera að skella sér á menningarnótt sem verður hér á morgun. Það verður örugglega alveg hellingur af fólki í bænum og mikið stuð:)
Hlakka til að sjá ykkur stelpur!

Engin ummæli: