laugardagur, september 04, 2004

Hello!
Takk fyrir öll fallegu kommentin. Ég reyni að fylgjast með öllum bloggunum hjá ykkur öllum. Maður verður eithvað að reyna að fylgjast með.
Ég verð nú samt bara að játa það að ég ég er búin að kíkja á mbl einu sinni. Þannig að ég er ekkert að fylgjast vel með öllu sem er að gerast heima. Ég les frekar bara blöðin hérna í Danmörku, eða horfi á fréttirnar. Það er nú búið að vera mjög sorglegt að fylgjast með þeim síðustu daga vegna atburðanna í Rússlandi.
Ég kom heim úr ferðalaginu á fimmtudaginn. Alveg ROSALEGA þreytt! Það var alveg svakalega gaman og ég kynntist betur fullt af fólki. Við héldum áfram að fara í leiki. Það var einn fyrirlestur á dag og svo unnum við eitt verkefni. Okkur var skipt niður í nýja hópa. Við gerðum verkefnið saman og við vorum saman í liði í öllum leikjunum. Það var stigakeppni...svona yfir alla helgina og minn hópur vann! Við vorum svo dugleg að vinna leiki og soleiðis. Í verðlaun fengum við svo morgunmat í rúmið:)Eftir ferðalagið erum við öll (hópurinn) orðin nokkuð góðir vinir.
Bragi(bróðir minn) og Kristjana eru hérna í heimsókn hjá okkur. Svefnlausa ég fór með þeim í bæinn á fimmtudagskvöldið. Ég var mjög stolt af sjálfri mér að hafa vakað svona lengi. Í gær kíktum við í Christaniu. Það er bara ekki þessi sama stemmning þar lengur. Mér fannst ekkert varið í að fara þangað núna. Svo fór seinni partur dagsins og kvöldið í það að borða.
Við ætlum að kíkja á lífið á eftir. Ég held að valið standi á milli Park eða Vega. Er ekki búin að ákveða.
Ég veit það á morgun.

Engin ummæli: