sunnudagur, mars 11, 2007

Það má segja að ég sé komin inn í einhvers konar rútínu núna hérna á Spáni. Nú er maður búinn að læra inn á margt hérna og ég er ekki eins ringluð. Vikan sem leið var bara eins og venjuleg vika. Ég vaknaði og fór í skólann og gerði ekki mikið annað en það. Nema á fimmtudaginn fór ég með helling af erasmus fólki, aðallega Írum, á tapas stað og við átum á okkur gat! Það var gott:) Svo fórum við Erasmus klúbbinn. Það er einn staður hérna sem gerir út á Erasmus nema. Þeir vita að það eru margir af þeim sem fara út að skemmta sér alla daga vikunnar svo að við erum sérstaklega velkomin þangað. Það var fínt að kynnast þeim stað. Ég er annars búin að hafa það gott um helgina. Það er búið að vera frábært veður hérna svo ég hef verið soldið úti. Ég held bara að vorið sé komið hérna á Spáni :) Við röltum um garðinn hérna áðan og sátum á útikaffihúsi á stuttermabolnum. Ekki amalegt :) Í kvöld ætla ég aå vera heima að læra fyrir spænsku og fara snemma að sofa. Ég hef ákveðið að vera ekkert að púkka upp á þessa siestu. Nenni ekki að leggja mig á daginn. Fer frekar bara snemma að sofa. Ég er hérna bara í nokkra mánuði, hvers vegna að tileinka sér alla siði. Ég get hvort sem er ekkert sofnað á daginn. Þessi vika hefur ekkert verið neitt viðburðarík, frekar venjuleg, ég held eiginlega að þetta sér fyrsta "venjulega" vikan mín hérna á Spáni. Hef því lítið að skrifa um. Vonandi hef ég eithvað meira að skrifa um næst.
Bless bless

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey sæta.., ég vildi að ameríkanar væru með siestu.., elska að leggja mig á daginn ;)

Keyser Soze sagði...

hola!

Nafnlaus sagði...

sæl skvís!

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og sjá hvað um er að vera þarna á Spáni. Var að koma heim, var þarna rétt hjá þér, í Napólí og í Róm í 2 vikur.. Já það má segja að það sé brjálað að gera ;)

Keyser Soze sagði...

¿comò està? ;-)

malla sagði...

Zola komin í rútínu og hætt að blogga??