föstudagur, febrúar 16, 2007

Hæææ
Loksins gat ég stolist inn á internet hjá einhverjum nágrananum. Við höfum stundum getað stolist inn á það ... en aðra daga virkar það bara engan veginn. Mér er bara búið að leiðast síðustu daga. Ég er búin að vera lasin. Fyrst var mér illt í hálsinum og svo fékk ég hita... núna er nefið á mér alveg stíflað. Ég er því að mestu leiti búin að vera heima.
Þrátt fyrir slappleika hef ég þó þurft að mæta í skólann. Það var kynningarfundur á miðvikudaginn fyrir okkur skiptinemana.. allt á spænsku auðvitað... og viti menn.. ég held bara að ég hafi náð öllum skilaboðunum. Svo seinna um daginn var spænskupróf... svona til að testa hvar við stæðum í spænskunni. Ég er meðalgóð, svo ég fer í millihópinn. Ég vil kalla mig nokkuð góða, sérstaklega þar sem að það er langt síðan ég var að læra spænsku af einhverri alvöru.
Ég mætti síðan í fyrsta tímann minn í dag. Enskar bókmenntir og póstmódernismi... nokkuð áhugavert.. kennarinn var alveg eins og Magga danska!! og frekar fyndinn karakter! Svo prófa ég fleiri kúrsa í næstu viku. Ég get alveg dregið það til 28. febrúar að velja kúrsa.. en það væri nú ágætt að fá þetta á hreint sem fyrst. Maður fær svolitla special treatment af því að maður er Erasmus stúdent.
Annars er ég farin að falla til hérna í Valladolid. Það er svo gaman að sjá hvað það eru allt aðrir siðir hér, heldur en í Norður Evrópu. Fólk borðar kökur í morgunmat, stoppar helst ekki á kaffhúsum nema í 10 mínútur, borðar ekki nammi, (það er valla hægt að kaupa neitt nammi hérna). Sefur um miðjan daginn, borðar kvöldmat í fyrsta lagi klukkan 9, vakir fram eftir öllu...fer með börnin sín á krárnar. Það er margt öðruvísi hér.
Þá er þetta gott í bili.
A luego!

1 ummæli:

Keyser Soze sagði...

Hola chica!