laugardagur, apríl 01, 2006

Euro trash
Þá er ég búin í heimaprófinu og byrja í nýjum kúrs á mánudaginn. Það er svo furðulegt hvað allir kúrsar sem maður fer í eru skemmtilegir eftir á. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að sitja og lesa og skrifa um ýmsar kenningar um "Organizing European Space" en svona eftir á er mjög gaman að vita þetta. Ég er alltaf að komast meira að því hversu miklar strengjabrúður Evrópusambandsins við erum... og hvað allt okkar líf er byggt á eintómri pólitík. Eeeeeennnnn yfir í aðra sálma... (þó ekki Passíusálma, jafnvel þó að það sé komið nálægt páskum). Mér barst ósk um að birta einhverjar brussusögur af Guðrúnu Ösp í vinnunni. Því miður verður það að bíða betri tíma. Það er nú bara þannig að ég er nú bara ekkert betri, nema síður sé.. svo að ég held að ég hætti mér ekkert inn á slík svæði. Það er nú samt sem áður búið að vera fjör hjá okkur stöllum í vinnunni. Við vorum að vinna saman í allan dag og það er nú bara mjög notalegt og gaman. Við fengum líka mjög "interesting" heimsóknir og mjög skemmtilegar heimsóknir. Mættu ekki bara þessi svaka skvísuhópur frá Íslandi til okkar í búðina upp úr hálf eitt í dag. Tilvonandi flugfreyju skvísur hjá Iceland express og Sjöfn þar í fararbroddi :) Gaman að vera að vinna þarna og geta hitt fólk svona um leið og það lendir. Það voru, eins og gefur að skilja, miklir fagnaðarfundir... en því miður máttu þær aðeins stoppa stutt við. Mig langaði svo að fara og hitta þær í kvöld, en þar sem ég bý úti í buska og er upp á lestarkerfið komin þá gafst mér ekki tækifæri til þess. En á morgun ætla ég að reyna mitt besta til að komast og hitta Sjöfn. Svo er hún Malla mín að koma til mín á morgun. Hún var að keppa í fimleikum í Randers á Jótlandi í dag. Ég var að tala við hana áðan og hún var í mjög góðum gír... sem þýðir að hún á eftir að taka "Mölluna" á þetta á morgun og ég get því farið áhyggjulaus í vinnuna á morgun.. ég var hrædd um að hún mundi koma að tómum kofanum... ég bara enn í vinnunni, (Hvala Magnús verður að öllum líkindum þó heima) en hún mun allavega ekki treysta sér í lestarferð snemma. Ég hlakka til að segja ykkur frá ævintýrum sunnudagsins. Verið sæl.

Engin ummæli: