laugardagur, október 15, 2005

Danir eru í skýjunum! Það fæddist lítill prins í nótt.
NY TRONARVING kom í heiminn Klukkan 01:57, 3500 g þungur og 51 cm langur. Frederik gat ekki neitað því að hann felldi tár við fæðingu sonar síns, enda er enginn hissa á því, ekki eftir brúðkaupið þeirra Mary.
Ég var að horfa á endann á Save The Last Dance, þá kom allt í einu svona tilkynning um aukafréttatíma, ég fékk nú bara hálfgert sjokk, hélt að eithvað alvarlegt hefði gerst. Nei þá var þetta fréttatími út af því að fréttamenn höfðu heyrt að Mary væri hugsanlega að fæða barn. Fréttastofurnar eru svo á fullu núna og í allan morgun að keppast við að velta sér upp úr öllu mögulegu í sambandi við fæðingu erfingjans... Það er verið að pæla í nöfnum, hvenær barnið verði skýrt, hver muni halda á því við skýrnina, í hvaða skýrnarkjól barnið verði, hvenær Frederik og Mary sýni barnið í fyrsta skipti, hvenær Mary fer heim af spítalanum, hvernig Frederik var við fæðinguna... alls konar vangaveltur!, Auðvitað er þetta gleðiefni, en ég get sko lofað ykkur því að það á ekki margt annað eftir að komast að í fjölmiðlum næstu daga hérna í Danmörku.

Engin ummæli: