fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þá er ég komin heim úr sveitinni. Þetta var svaka vinnutörn, en samt erum við langt því frá búin með verkefnið okkar. Ég var nú samt svo góð við mig í dag að leifa mér að sofa út í dag. Maður verður máttúrulega þreyttur eftir svona vinnubúðir úti í sveit.
Það var mjög gott að komast úr borginni smá. Ofsalega fallegur bóndabær sem við vorum á og þar voru líka tveir íslenskir hestar, Kjartan og Ari... ég held samt að þeir hafi ekki skilið íslensku. Ég prófaði að tala við þá, en ég held að þeir hafi ekki skilið mikið.
Það er bara svaka rok hjá mér hérna í Köben núna. Mamma var að fara til Osló í morgun, en fluginu hennar var frestað heillengi því að það er svo vont veður í Osló eða eithvað soleiðis. Ég ætti svo sem ekki að vera að kvarta sýnist mér á veðurlýsingum að heiman. Rok er samt ekkert spes.
Nú er bara að vinda sér í verkefnavinnuna. Lifið heil!

Engin ummæli: