þriðjudagur, maí 10, 2005

Halló halló!
Ég er nú bara að láta að vita að ég er lifandi og í góðum gír. Allt er á fullu í Hróaskeldu... vinnum frá morgni itil kvölds í stóra verkefninu okkar þessa dagana. Það er frábært bara að hafa svolítið að gera, alla vega er þetta mjög spennandi verkefni svo ég kvarta ekki. Helgin var alveg frábær. á föstudaginn fór ég í afmæli til Astrid sem er með mér í hóp... það var heldur betur fjör, vorum í látbragðsleik og svona... (alveg týpískt RUCara thing að fara í leiki og vera svona soldið social). Svo var nú reyndar aðal fjörið á laugardaginn. Ég byrjaði á því að fara til Tinnu, þar voru Dísa vinkona Tinnu og Alma vinkona Dísu. Við skemmtum okkur yfir því að finna út hvaða fólk við þekktum allar... svona týpískt Íslendinga thing... og svo tókum við smá sing star á þetta! Tinna vann auðvitað! Hún vinnur alltaf kellingin en vill svo ekkert kannast við það að hún syngi fallega! Alla vega svo var kominn tími til að kíkja á sveitaball með Í svörtum fötum. Ég held bara að ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel á balli. Þetta var held ég í fyrsta skipti sem ég sé þá spila svona life... og vá hvað þetta var eithvað gaman! Ég bjóst sko alls ekki við þessu. Eftir ballið skelltum við okkur aðeins í bæinn, en fórum svo fljótlega heim á leið. Nú ætla ég að snúa mér aftur að
endurreisninni, listinni, kristnum táknum, og biblíusögunum, ....
Seinna!

Engin ummæli: